Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.2013, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 28.11.2013, Qupperneq 6
fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR6 „Sagan fjallar um Jóa, sem er 11 ára gamall strákur, og býr við bágar heimilisaðstæður. Pabbi hans er mikill drykkjumaður og það setur svip sinn á líf Jóa. Jói er hins vegar með mikið hugar- flug og fer inn í hugarheima sína til að lifa af hversdagsleikann. Þetta er því tveggja heima saga. Í hu g a r h e i mu m hittir Jói fyrir tvo s j ór æn i ng j a , þ á Hafliða tvö nef og Sigurð fót. Jói fer með þessum kump- ánum í táknræna ferð til að bjarga pabba sínum. Þegar líður á bókina fara heimarnir tveir að renna saman og undir lokin sam- einast þeir“. Svona lýsir Keflvíkingur- inn Þröstur Jóhannesson Sögunni af Jóa sem komin er út. Þetta er fyrsta bók Þrastar og er skrifuð sem barna- og unglingasaga. Bókin er tæpar 200 síður og er myndskreytt af Pétri Guðmunds- syni, sem er listamaður á Ísafirði. Eins og svo oft vill verða í uppeldi barna þá byrja foreldrar að semja sögur fyrir börnin sem sagðar eru fyrir svefninn. Þannig varð Sagan af Jóa til. Hann hefur sagt börn- unum sínum þessa sögu frá því þau voru lítil. Alltaf hefur verið að bætast í söguna og elsti sonur Þrastar er kominn yfir tvítugt og getur nú í fyrsta sinn lesið söguna í heild sinni. Hún er um 11 ára strák en stelpa kemur einnig fyrir í sögunni. Þröstur segir að bókin sé ekkert frekar strákabók. Sagan sé hugsuð fyrir bæði kynin. Þá er sögusvið bókar- innar úr Keflavík þó svo að Kefla- vík sé ekki nefnd á nafn. Þeir sem þekkja t i l séu fljótir að átta sig á sögusviðinu. S í ð u s t u d a g a hefur Þröstur verið að lesa úr sögunni í skólum á Suðurnesjum. Þannig hefur hann m.a. heimsótt sína gömlu skóla, Myllubakkaskóla og Holtaskóla, og fengið góðar við- tökur. Allir hafa hlustað af áhuga. Bókin er komin í bókabúðir og er einnig til sölu í Nettó. Þegar bókin er keypt fylgir einn- ig rafbókarútgáfa sem má lesa í símum og spjaldtölvum. -ritstjórnarbréf vf.is Ekkert í lífinu er sjálfsagt Okkur er kennt að temja okkur jákvæðni og æðruleysi en þetta tvennt hefur Borgar Jónsson þurft að gera. Hann greindist með með krabbamein fyrir sex árum síðan og þurfti svo að upplifa þá erfiðu staðreynd að taka þurfti af honum hægri fótinn. Borgar og Bára kona hans segja opinskátt frá þessari lífsreynslu sinni í viðtali við Víkurfréttir og að þau horfi á lífið með öðrum augum eftir þessa reynslu. Þetta er eins og gefur að skilja meiriháttar mál en þau hjón eru ótrúlega jákvæð og segjast hafa fengið mikinn stuðning frá vinum, ættingjum og vinnufélögum. Þau hafa líka verið opinská með þetta erfiða mál á samskipta- miðlinum Facebook. Borgar fékk rafknúinn fót og þarf að hlaða hann eins og farsímann. „Ef ég get gengið með fullan kaffibolla án þess að hella niður þá verð ég ánægður,“ segir hann m.a. í viðtalinu. Við erum oft minnt á að ekkert í lífinu sé sjálfsagt. Svona dæmi kannski sýna okkur það með enn sterkari hætti. Í desember er nándin við nágranna, vini og ættingja enn sterkari og endurspeglast í því þegar við sendum jólakort. Við reynum líka með ýmsum hætti að leggja þeim sem minna mega sín hjálparhönd, m.a. í gegnum ýmis félög og klúbba sem láta gott af sér leiða til þeirra sem eiga erfiðari daga af ýmsum ástæðum en aðrir. Ein stærsta gjöfin sem við getum þó veitt og kostar ekki neitt, er að vera til staðar og gefa af okkur tíma. Heimsókn til foreldra, ömmu og afa og vina er dýrmætari en marga grunar. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar -mundi -instagram #vikurfrettir Hélt fyrst að þetta hefði verið mannrán. Kristjáni Pálssyni rænt í Bláa lóninu? SÍMI 421 0000 n Þröstur Jóhannesson gefur út barna- og unglingabók: Sagan af Jóa gerist í Keflavík Höfundurinn Þröstur Jóhannesson meðnýju barna- og unglingabókina Þeir sem þekkja til eru fljótir að átta sig á sögu- sviðinu Texti og mynd: Hilmar Bragi // hilmar@vf.is Ljósmynd: Guðrún Lára Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum á laugardag þess efnis að skinni af silfurref hefði verið stolið úr verslun Bláa lónsins. Þjófnaðurinn er talinn hafa átt sér stað um miðjan dag og grunar lögreglu hver þar hafi verið að verki. Málið er í rann- sókn. SILFURREF STOLIÐ Í BLÁA LÓNINU Talsvert um óhöpp í umferðinni uNokkuð var um minni háttar umferðaróhöpp í umdæmi lög- reglunnar á Suðurnesjum í vik- unni sem leið. Ökumaður sem ók Reykjanesbraut missti stjórn á bif- reið sinni, sem hafnaði á staur. Í ljós kom að bifreiðin var ótryggð og voru skráningarmerkin því fjar- lægð af henni. Ökumanninum og farþega í bílnum var ekið á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Þriggja bíla árekstur varð í Njarð- vík, þar sem bifreið var ekið aftan á kyrrstæða og mannlausa bifreið, sem við það kastaðist á þriðju bif- reiðina, sem einnig var kyrrstæð og mannlaus. Þá var lyftara bakkað á olíuflutningabifreið í Keflavík. Við Orkuna í Njarðvík var bifreið með aftanívagn bakkað á ljósastaur og annar ökumaður missti vald á bifreið sinni við Vogaafleggjara með þeim afleiðingum að bíllinn sat fastur í snjó milli akbrauta. Loks var lögreglu tilkynnt um af- stungu, þar sem ekið hafði verið á mannlausa bifreið í Njarðvík og tjónvaldur ekki gert vart við sig. Bílvelta á Grindavíkurvegi u Ökumaður og þrír farþegar voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar eftir bílveltu sem varð á Grindavíkurvegi í síðustu viku. Að sögn vegfaranda var fljúgandi hálka á Grindavíkurvegi og víða á Reykjanesbraut á þessum tíma. Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi Bárðarson á vettvangi. Með fíkniefni og brugg uTveir ökumenn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Suður- nesjum um helgina, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra sinnti ekki stöðvunar- skyldu og reyndist ekki vera með ökuskírteini meðferðis, þegar við hann var rætt. Við hlið bifreiðar hans fundu lögreglumenn svo poka með fíkniefnum, sem ökumaður- inn viðurkenndi að hafa hent út úr bílnum, þegar lögregla hafði af- skipti af honum. Við leit í bifreið hans fannst flaska af heimatilbúnu áfengi. Hinn ökumaðurinn ók yfir há- markshraða og þegar lögreglu- menn tóku hann tali sáu þeir að hann bar merki fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi hana og sýna- tökur á lögreglustöð staðfestu að hann hafði neytt amfetamíns. LÖGGAN

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.