Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.2013, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 28.11.2013, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR12 Krabbameinið greinist „Þetta var svokölluð risafruma sem greindist í hægra hné. Hún var góðkynja og ég fór í aðgerð þar sem hún var farlægð og bein sett í staðinn. En líkaminn hafnaði því,“ segir Borgar um upphafið að veik- indum sínum. Í annarri aðgerð var sett plastefni sem hann gekk svo með í tvö ár. Á þeim tíma var æxlið búið að stökkbreytast í krabbamein en ekki var búið að greina það þá. „Árið 2010 fór ég til Svíþjóðar þar sem beinið var tekið af við hné og teinn úr efninu títaníum settur í staðinn. Þá kom í meinið í ljós og ákveðið að taka hluta af lær- leggnum. „Þá sá ég hversu mikil smíði teinninn var. Hann minnti á varahlut í bíl,“ segir Borgar og rifjar upp að alltaf hefðu einhver óþægindi og verkir fylgt teininum. Hann hefði alltaf þurft að styðjast við hækjur. Við tóku þrjár lyfja- meðferðir þar sem Borgar lá inni á sjúkrahúsi í fjóra daga og svo aftur í 10 daga og svo þrjár lyfjameð- ferðir eftir það. „Ríkið borgaði flug og uppihald fyrir eina manneskju sem fylgdi með og ég var þarna úti hjá honum ásamt Andreu dóttur okkar. Það var mér mjög mikilvægt því ég vildi ekki vera þarna ein,“ segir Bára. Bjóst við eftirþjálfun Eftir þetta tók við venjubundið eftirlit með sneiðmyndatöku á þriggja mánaða fresti. Ekkert benti til annars en að meinið væri á bak og burt. Bára og Borgar segja lækninn í Svíþjóð hafa verið ein- stakalega góðan og haldið vel utan um allt saman, líka eftir að þau komu heim. Þá hélt Borgar að við tæki eftirþjálfun á Grensásdeild og sjúkraþjálfun því læknirinn úti og krabbameinslæknirinn á Íslandi hefðu talað um það. „Það var bara ekkert pælt í því. Ég hélt að þeir vildu kannski bara hvíla mig vegna þess að ég hafði verið slappur eftir lyfjameðferðirnar. Ég nennti ekki bíða eftir því og fór bara aftur að vinna,“ segir Borgar. Biðin endalausa Í maí síðastliðnum hrasaði svo Borgar í tröppum við heimili sitt þegar hann var að mála. Hann hummaði fram af sér óþægindi sem fylgdu í kjölfarið en fór svo á slysa- deild viku síðar. Þar vildi læknir að teknar yrðu myndir af fætinum. Á myndunum greindust dökkir blettir fyrir ofan teininn. „Þá hófst annað ferli, sýnatökur og alls konar rannsóknir. Það tók allt sumarið að fá niðurstöður svo að ég mæli ekki með því að veikjast í byrjun sumars. -lífsreynslusaga n Borgar L. Jónsson barðist við krabbamein og missti annan fótinn: Þakklátur daglega fyrir að vakna Biðin var það versta,“ segir Borgar og horfir til Báru, sem kinkar kolli og tekur undir: „Já við þurftum líka sjálf að ganga á eftir því að hann færi í rannsóknir, skrá hann inn, fá tíma og allt það því enginn var búinn að hringja til að skrá hann.“ Þegar niðurstöður komu loksins og fóturinn krufinn kom í ljós að ekki hafði verið um krabbamein að ræða heldur drep í beininu. Það stemmdi alveg við það að ekkert komið fram í hefðbundnum skoðunum. Leggurinn tekinn að óþörfu? „Maður spurði sjálfan sig hvort þeir hefðu kannski ekki þurft að taka allan fótinn. En þeir hefðu þó þurft að taka af leggnum vegna drepsins sem var komið frekar hátt í fæt- inum. Aðalspurningin er bara sú hvort það hefði þurft að taka legg- inn alla leið eins og var gert án þess að skilja einhvern stúf eftir,“ segir Borgar. „Þeir hjá Grensási vilja meina að það þurfi 10 til 15 sentí- metra stúf til þess að hægt sé að setja á gervifót. En hann var kannski bara 7 - 8 sentimetrar og jafnvel bara flækst fyrir.“ Bára segist hafa kviðið því mest að fletta sænginni af þar sem fóturinn var og sjá þegar hann var farinn en það hafi ekki verið eins erfitt og hún hélt. Hún er er örlítið hugsi og segir svo: „Við erum samt í raun ekkert búin að vinna almennilega úr þessu. Maður heyrir ekkert frá þeim á sjúkrahús- inu eftir allt saman. Læknirinn á Grensási heldur sem betur fer utan um þetta. Það er læknirinn hans Borgars núna og sér um samskipti við hina tvo.“ Mikill stuðningur Þau Borgar og Bára segja þó mikinn létti að ekki hafi um krabbamein að ræða þarna síðast. Þau tóku frétt- unum af miklu æðruleysi. „Þetta er búið og gert. Fóturinn kemur ekki aftur og ég horfi fram á við. Ég er bjartsýnn að eðlisfari,“ segir Borgar með áherslu. Þau hjón hafa verið opinská með veikindi Borgars og reynslu sína, t.a.m. á Facebook, al- veg frá byrjun. Borgar hafi líka strax sýnt að hann ætlaði sér í gegnum þetta með húmorinn að vopni. „Já hann hringdi í mig eftir fyrstu að- gerðina þegar hann var að ranka við sér í vöknuninni og kynnti sig sem Dr. Gunna,“ segir Bára fliss- andi og lítur á Borgar. „Það var þá tími til að grínast! Hann var bara sá fyrsti sem hringdi í mig til að segja mér að ég mætti koma til hans eftir aðgerðina. Enginn annar hafði látið mig vita,“ segir hún. Kveðjur og bataóskir bárust þeim hjónum víða að, t.a.m. í gegnum Facebook og þau segja það hafa verið þeim mikils virði. „Bára var samt best,“ Það er ekki á allra færi að temja sér jákvæðni og æðruleysi í erfiðum veikindum. Borgar L. Jónsson greindist með æxli í hné árið 2007 og næstu sex ár eftir það einkenndust af óvissuferð sem hann óskar engum að þurfa að ganga í gegnum. Hún endaði á því að Borgar missti hægri fótinn. Í þeirri ferð kynntist hann þó einnig sjálfum sér betur og komst að því að hjónaband hans og Báru Andersdóttur var byggt á afar sterkum grunni. Viðtal: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is „Þetta er búið og gert. Fóturinn kemur ekki aftur og ég horfi fram á við“ Ef ég get labbað með fullan kaffibolla án þess að hella niður þá verð ég ánægður.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.