Víkurfréttir - 28.11.2013, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 13
Það er bara nokkuð ljóst
að ekkert í lífinu eð sjálf-
sagt. Ég sé lífið með öðrum
augum í dag
segir Borgar og horfir með aðdáun
og örlítið feiminn til Báru sem
verður þögul um stund. Svo bætir
hann við: „Krakkarnir okkar hafa
einnig stutt mikið við okkur. Og
svo hin fjölskylda mín, vinnufélag-
arnir í Fríhöfninni, þar sem ég hef
starfað undanfarin 27 ár sem vakt-
stjóri. Nokkrir vinnufélagar komu
í heimsókn til mín á sjúkrahúsið
strax daginn eftir fyrstu aðgerð-
ina og ég vippaði bara sænginni
upp og spurði hvort þeir vildu sjá
þar sem fóturinn hafði verið. Fékk
misjöfn viðbrögð við því.“ Hann
segir að Ásta Dís Óladóttir og hinir
framkvæmdastjórar Fríhafnarinnar
í gegnum tíðina hafa verið einstök
og sýnt þessu öllu mikinn skilning.
Starfsfólkið hafi t.a.m. safnað fyrir
spjaldtölvu og fylgihlutum handa
honum þegar hann lagðist inn
aftur. Borgar er ákveðinn í að fara
að vinna aftur þegar hann getur.
Húmorinn mikilvægur
Eftir að fóturinn var tekinn höfðu
læknarnir samband við stoð-
tækjafyrirtækið Össur og pöntuðu
rafknúinn fót fyrir Borgar, sem
hann fékk síðastliðinn mánudag.
„Ég þarf að hlaða hann á kvöldin
eins og farsímann minn,“ segir
Borgar og glottir. Fóturinn virkar
þannig að Borgar klæðir sig í hann
utan um mjaðmirnar og strekkir
síðan að eins og þarf. Þegar Borgar
stígur í hælinn hjálpar gervihnéð
honum að taka skref. „Það tekur
tíma að læra á fótinn og treysta
honum. Ég er búinn að vera að
prófa hann hjá Össuri og þar eru
gerðar breytingar og skelin löguð til
þess að hann sé sem þægilegastur
fyrir mig. Ég veit ekki hvar ég væri
ef þetta stórkostlega fyrirtæki væri
ekki á Íslandi.“ Þegar blaðamaður
spyr hvernig tilfinningin hafi verið
að prófa fótinn er Borgar fljótur að
svara með kímni: „Að fara á fætur?
Yndisleg tilfinning. Þeir segja að ég
verði að vera með hækju fyrst um
sinn. Ef ég get gengið með fullan
kaffibolla án þess að hella niður þá
verð ég ánægður.“ Hann segir að
tveir karlmenn á Íslandi, auk hans,
séu með svona fót. Annar þeirra
býr á Akureyri og hinn í Reykjavík.
„Já við stofnuðum stuðningsklúbb.
Ég og Reykvíkingurinn misstum
sinn hvorn fótinn, þ.e. ég þann
hægri og hann vinstri. Það vill svo
til að við notum sama skónúmer og
við höfum nú aðeins grínast með
það að mæta saman í skóbúð og
kaupa par,“ segir Borgar og hlær.
Bára bætir við: „Já svo var hann
alltaf að týna einum og einum sokk
í þvotti. Nú er það vandamál frá.“
Þau hlæja dátt.
Grensásdeild einstök
Alla virka daga dvelur Borgar á
sjúkrahóteli í Reykjavík og fer
á dagdeild á Grensásdeildinni
í endurhæfingu frá hálf níu að
morgni til fjögur síðdegis. Hann
ekur sjálfur bíl til Reykjavíkur og
skilur hann þar eftir. Ferðaþjónusta
fatlaða sér svo um að aka honum
um innanbæjar. „Það er mjög vel
haldið utan um fólk þarna á Gren-
sási og ótrúlega magnað starf sem
þar fer fram,“ segir Borgar. Bára
tekur undir það og nefnir að á efstu
hæð þar séu íbúðir fyrir þá sem
verið er að þjálfa í að búa einir. „Það
er alveg magnað!“ Þau hjón segjast
vera heppin með það hafa ekki
þurft að fara í dýrar framkvæmdir á
heimili sínu eða sumarbústaðnum
við Þingvallavatn til þess að Borgar
geti farið um í hjólastólnum. Þau
hafi aðeins þurft að fjarlægja þrösk-
ulda og svo greiða Sjúkratryggingar
Íslands fyrir fótinn og stól í sturtuna
á baðherberginu.
Líkamsástand lykilatriði
Borgar segist þakka hreyfingu og
góðu líkamsástandi það að hann
geti það sem hann geti í dag. Hann
hefur lyft lóðum og synt frá því hann
var unglingur. „Það eru gríðarleg
átök að nota svona fót og mjög
þreytandi ef það er lengur en tvo
tíma í einu. Þeir segja að það sé 70
prósenta meira álag að nota svona
fót en eigin fót. Líkamlegt ástand
hafði allt að segja með það að ekki
þurfti að þjálfa mig upp áður en
ég notaði fótinn.“ Borgar segir að
hann sjálfur og vinur hans, Magnús
Jensson, hafa verið stuðning fyrir
hvorn annan í gegnum árin þegar
þeir voru saman í átaki í líkams-
rækt. „Ég er honum mjög þakk-
látur honum fyrir það. Svo hefur
Maggi og fjölskylda hans staðið
við bakið á mér í veikindunum og
komu m.a. að heimsækja mig í Sví-
þjóð. Allt þetta hefur hjálpað mér
mikið.“ Borgar bætir við þetta að á
vinnustað hans í Fríhöfninni komi
reglulega hjúkrunarfræðingar og
meti líkamsástand starfsfólksins.
Sumir hafi fengið vakningu þar og
það hafi haft mikið að segja. Einn-
ig fái starfsfólkið frítt í Sporthúsið
og í sund. „Þetta er hvetjandi og í
raun synd hversu fáir nýta sér þetta
á svona stórum vinnustað, kannski
10 - 15 prósent starfsfólks.“ Hann
segir ávinning vera fyrir fyrirtækið
að bjóða upp á þetta og hafa starfs-
fólk í góðu formi. Það hafi áhrif á
andlega og líkamlega líðan að vinna
kannski tólf tíma vaktir.
Ryksugar í hjólastólnum
Bára segir að stundum hafi verið
eins og að hún hafi búið með sjó-
manni því Borgar hafi farið til
vinnu klukkan fjögur að nóttu og
farið að sofa klukkan átta á kvöldin.
Hún hafi því stundum lítið hitt
hann. Þau Borgar eiga 35 ára brúð-
kaupsafmæli í desember og eru
búin að vera saman síðan þau voru
unglingar. Þau segjast hafa fundið
í veikindum Borgars hversu sterkt
hjónabandið var. „Það kom nú aðal-
lega í ljós hversu sterk Bára var. Hún
er ótrúleg,“ segir Borgar stoltur.
Bára dregur aðeins úr því: „Maður
verður að taka öllu sem ber. Ég er
þakklát fyrir að hafa unnið með
fötluðum í Ragnarsseli í 20 ár. Búin
að sinna fötluðum og finnst því
ekkert mál að hjálpa Borgari. Búin
að sjá ýmislegt erfiðara en það sem
hann fæst við.“ Borgar segir að þau
hafi í ferlinu reynt af fremsta megni
að vera einlæg hvort við annað.
„Ég hef látið skapið bitna á henni.“
Bára dregur úr því og segir að það
hafi sjálfsagt verið eðlilegt í þeim
aðstæðum. Hún segist ekki hika
við að láta hlutina ganga sem eðli-
legasta fyrir sig. „Já, hún er mjög
hörð við mig, lætur mig ryksuga
í hjólastólnum - jafnvel með síða
hárkollu,“ segir Borgar kíminn.
Bára bætir við að þau hafi aldrei
beðið um hjálp og ætíð gert hlutina
sjálf. Hún hafi t.a.m. málað þakið á
húsinu í sumar, lofthrædda konan.
Ekkert sjálfsagt í lífinu
Þegar þau eru spurð um vonir
og væntingar í framtíðinni segist
Borgar gjarnan vilja fara að vinna
aftur því hann eigi þó nokkur ár
þar eftir. Hann varð 58 ára í þessum
mánuði. Hann fari hægt yfir með
gervifætinum en geti farið rösklega
um með hækju. Bára segir að það
skipti mestu máli að láta allt ganga
sem eðlilegast fyrir sig eins og áður.
Borgar bætir við að lokum: „Það er
bara nokkuð ljóst að ekkert í lífinu
eð sjálfsagt. Ég sé lífið með öðrum
augum í dag en áður. Ég þakka fyrir
að vakna og líka fyrir að fara að
sofa án þess að nokkuð hafi komið
upp á þann dag. Við verðum að
gera okkur grein fyrir því að við
vitum ekki hver fer næstur.“
Ég þarf
að hlaða
hann
á kvöldin eins
og farsímann
minn.
Hjónin Bára Andersdóttir og Borgar L. Jónsson
Eftir að fóturinn var
tekinn höfðu læknarnir
samband við stoð-
tækjafyrirtækið Össur
og pöntuðu rafknúinn
fót fyrir Borgar, sem
hann fékk síðastliðinn
mánudag.
„Árið 2010 fór
ég til Svíþjóðar
þar sem beinið
var tekið af við
hné og teinn úr
efninu títaníum
settur í staðinn.
Þá kom í meinið
í ljós og ákveðið
að taka hluta af
lærleggnum. „Þá
sá ég hversu mikil
smíði teinninn
var. Hann minnti
á varahlut í bíl,“
segir Borgar.