Víkurfréttir - 28.11.2013, Side 22
fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR22
Umtalið besta auglýsingin
„Hugmyndin að nafninu kom til
vegna þess að 13 ára dóttir okkar er
svo mikill knúsari. Hún vill byrja
daginn á að knúsa alla, þannig að
á morgnana höfum við fengið kaffi
og knús. Okkur fannst það passa
vel saman,“ segja hjónin Guð-
mundur Þ. Þórðarson og Elwira
Gibowicz. Þau segja viðtökur hafa
verið vonum framar og umtalið
líka. „Fólk taldi okkur örugglega
bjartsýnasta fólk í heimi að opna
kaffihús þar sem kaffihúsamenning
er ekki mikil. Umtalið hefur reynst
besta auglýsingin,“ segir Guð-
mundur og bætir við að þau hafi
lagt upp með að veita persónulega
og góða þjónustu og stilla verði í
hóf. „Við erum ekki hluti af keðju
með eitt verð, sama hvort það er í
101 Reykjavík eða úti á landi. Það
verðlag finnst mér ekki henta okkar
svæði og menningu. Það er ekk-
ert eðlilegt kannski fyrir 5 manna
fjölskyldu að þurfa að borga allt
upp í 15.000 kall fyrir veitingar
á kaffihúsi. Mér fannst það ekki
hægt og vildi ekki hafa það þannig
hér. Viljum líka frekar selja allar
kökurnar á lægra verði en sitja uppi
með þær.“
Móta staðinn með gestunum
Fyrsta sem gestir taka eftir þegar
þeir koma inn er gott rými og hlý-
leiki, en það er einmitt það sem
eigendurnir hafa viljað ná fram. „Já
við vildum hafa þetta eins heimilis-
legt og unnt væri. Eitt sófasettið er
íslenskt frá 1940, kallast hörpuskel,
og annað er danskt frá 1930. Svo er
hér kirkjubekkur yfir 100 ára gam-
all frá Bandaríkjunum. Bækurnar í
gluggunum eru frá ömmu og afa,
sumar að nálgast 100 ára aldurinn.
Svo er skilrúmið í horninu heima-
tilbúið úr Keflavík,“ segir Guð-
mundur. Búnaðinn hafi þau fengið
að mestu úr Góða hirðinum og á
Bland.is auk þess sem þau bjuggu
sjálf til ljósakrónurnar, gólfpanell-
inn utan um afgreiðsluborðið sé
úr Bauhaus. „Við reyndum að gera
þetta á eins hagkvæman hátt og
hægt var. Vildum fá þennan gamla
og heimilislega stíl.“ Á einum
veggjanna hanga tómir rammar
og blaðamanni lék forvitni á að
vita ástæðu þess. „Já þarna áttu að
vera myndir af fólki að knúsast og
faðmast“ sagði Elwira hlæjandi,
„en okkur fannst bara flott að hafa
rammana eins og þeir eru. Það er
alltaf hægt að setja eitthvað í þá
og gestir hafa komið með ýmsar
hugmyndir. Það er gefandi að móta
hugmyndir að staðnum með gest-
unum og við erum opin fyrir öllu.“
Sonur „Danna pulsu“
Skærrauður litur er áberandi á
staðnum og þau segja hann tengj-
ast ítalska kaffiframleiðandanum
sem þau kaupi af. „Þeir hjá Flugger
mældu litinn á kaffiumbúðunum
og við fengum sama lit á vegg-
inn,“ segir Guðmundur. Einnig fer
barnahornið ekki framhjá neinum.
Sjálf eiga Guðmundur og þrjú börn
og segja að áherslan hafi alltaf átt að
vera á það að foreldrar gætu komið
og slakað aðeins á á meðan börnin
gætu notið sín. „Við vildum geta
gefið börnunum gott svigrúm til að
leika sér með hrein leikföng og hafa
fjölbreytni. Við erum t.d. með borð
frá leikskóla í Reykjavík og höfum
sankað að okkur leikföngum víða
að. Einnig hafa gestir komið með
leikföng og gefið okkur óumbeðnir,
svo að þau eru öll með sál,“ segir
Elwira brosandi. Sjálf lauk hún fæð-
ingarorlofi á árinu en starfaði áður
í tapað/fundið deildinni í Leifsstöð.
Hún segist hafa lært ýmislegt þar
sem nýtist henni í dag, svo sem að
hlusta á viðskiptavininn og finna
út hvað hann vilji. Það skipti miklu
máli. Guðmundur þekkir brans-
ann ágætlega og segist hafa verið
í veitingageiranum fyrir 20 árum
og alist upp við slíkt á æskuheimil-
inu. Faðir hans var kallaður Danni
pulsa og rak fyrsta pylsuvagninn í
Keflavík sem hann seldi Villa 1978.
Þaðan komu t.d. Villaborgararnir.
„Pabbi sagði alltaf: „Gerðu pylsuna
þannig að viðskiptavinurinn vilji
koma aftur!“ þar fékk maður þetta
í blóðið - kúnnaþjónustuna og tak-
tíkina og einnig margt í fingurna
varðandi matargerð.“
Mömmuhópar koma
aftur og aftur
Nánast allt sem þau selja er bakað
á staðnum. Þau segja að þannig
viti þau líka nákvæmlega hvað þau
selja. Meðal annars glútenfrítt og
ýmislegt annað til að koma til móts
við sem flesta. „Uppskriftirnar
koma einnig frá okkur. Það tók
okkur þrjá mánuði að æfa okkur
heima og prófa ýmislegt. Þurftum
stundum að gráta og hringja í
mömmu mína og ömmu hans til
að fá ráð,“ segir Elwira hlæjandi.
Guðmundur bætir við að það hafi
þurft góða æfingu í að ná stjórn
á kaffibaununum, möluninni og
hvernig best sé að búa til gott kaffi.
Þau segja fólk meðal annars koma
eftir að hafa heyrt af bökunum
sem þau selji. Einnig séu margir
hópar sem komi aftur og aftur, m.a.
mömmuhópar með börnin sín.
„Mömmurnar eru ánægðar með
plássið því þær geta komið inn með
vagnana í stað þess að skilja þá eftir
fyrir utan,“ segir Guðmundur. Á
kvöldin hafi verið lokað kl. 20 en
hópar geti setið lengur ef samið
er um það með fyrirvara. Tekið sé
mið af eftirspurn og væntingum en
þó lokað í síðasta lagi kl. 23. „Það
hefur komið fyrir að staðurinn
hefur yfirfyllst en það er yfirleitt
bara í svona 20 mínútur. Það er oft-
ast um hádegisbilið og svo á milli
kl. 15 og 16. Um daginn voru tón-
leikar hjá okkur með Guðmundi
Rúnari [Lúðvíkssyni] og þá komust
færri að en vildu.“ Guðmundur
bætir við að í desember muni
tónlistarmaðurinn Guðmundur
Símonarson koma og einnig ætli
Skyrgámur koma og hitta krakk-
ana. „Hópar af leikskólakrökkum,
stundum 28-30 í einu, hafa komið
hingað og fengið kakó og skúffu-
köku. 16. desember ætla 68 krakkar
að koma frá leikskólanum Hjal-
latúni. Við tökum tillit til þeirra
þarfa líka, t.a.m. ofnæmis og óþols
og bjóðum upp á sojamjólk og slíkt
fyrir þau sem vilja,“ segir Elwira.
Fengu það sem þau vildu
Þau Elwira og Guðmundur segja
að í raun hafi upphafleg áhersla
gengið upp - að fá fjölskyldufólk og
aldurinn 30 ára og eldri sem helstu
viðskiptavini. „Við ætluðum aldr-
ei að stíla inn á bjór- eða áfengis-
sölu þó að slíkt sé í boði í flöskum.
Þetta átti að verða fransk-ítalskt
kaffihús og sú menning virðist vera
að vakna á Suðunesjum. Ef þetta
virkar núna þá höfum við allt til að
vinna. Það er okkar að sýna fram
á að þörf sé á þessari þjónustu.“
Við staðinn séu næg bílastæði auð-
velt að aka að húsinu við ein fjöl-
förnustu gatnamót miðsvæðis í
bænum. Kaffihúsið eru bæði með
heimasíðuna www.knuscaffe.com
og Facebook síðu þar sem t.d. er
hægt að vita hvaða súpa er í boði
virka daga. „Við viljum tengjast
viðskiptavinunum, hafa þá ánægða
og fá þá aftur. Það hefur tekist,“
segir Guðmundur sem þurfti svo
að sinna gestum frá Lionsfélög-
unum komu til að selja þeim sæl-
gætiskransa og happdrættismiða.
Þeim var að sjálfsögðu tekið
opnum örmum líka.
-viðskipti- og atvinnulíf
Kaffihúsið Knús Caffé opnaði á Ljósanótt að Hafnargötu 90
í Reykjanesbæ. Salurinn tekur allt að 100 manns í sæti og eig-
endur eru alsælir með viðtökurnar.
n Hagkvæmni og hlýleiki í fyrirrúmi:
Fjölskyldufólk stærsti
markhópurinn
Við viljum
tengjast við-
skiptavin-
unum, hafa þá
ánægða og fá
þá aftur. Það
hefur tekist
pósturu vf@vf.is
Guðmundur og Elwira í Knús Caffé.
Gestir líta í blöðin og spjalla
saman í vinalegu umhverfi.
Knús Caffé hefur fengið
mjög góðar móttökur hjá
Suðurnesjamönnum.
Ekkert mál að taka barna-
vagninn inn. Það er nóg
pláss fyrir mömmuhópana.