Víkurfréttir - 06.12.2012, Page 10
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR10
FÓLK & FRÉTTIR
Helgihald
á aðventu og jólum
9. desember kl. 11:00
Guðsþj. og barnast. sr. Sig-
fús B. Ingvason (SBI og EG)
9. desember kl. 20:00
Létt aðventustund (SBI)
16. desember kl. 11:00
Jólaball. (SSÓ og EG)
16. desember kl. 20:00
Syngjum jólin inn (SSÓ)
24. desember kl. 16:00
Jólin all staðar (EG)
24. desember kl. 18:00
Hátíðarguðsþjónusta (SSÓ
og EG)
24. desember kl. 23:30
Nóttin var sú ágæt ein (SSÓ)
25. desember kl. 14:00
Hátíðarguðsþjónusta (EG
og SSÓ)
25. desember kl. 15:30
Guðþjónusta á Hlévangi
(SSÓ)
31. desember 18:00
Hátíðarguðsþjónusta (SSÓ)
1. janúar kl. 14:00
Hátíðarguðsþjónusta (EG)
6. janúar kl. 11:00
Guðsþjónusta (SSÓ)
Kór Keflavíkurkirkju syngur
við guðsþjónusturnar undir
stjórn Arnórs Vilbergssonar
organista.
Jólamarkaður Kompunnar við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ fór
fram á fimmtudaginn í síðustu
viku. Starfsmenn voru þá búnir
að koma versluninni í jólabúning
og taka fram ýmiskonar jólavörur
og setja í sölu á góðu verði. Boðið
var upp á kakó og piparkökur og í
lok dagsins fór fram skemmtilegt
uppboð á ýmsum merkilegum
munum og trúbadorinn Addi tók
nokkur lög.
Við þetta tækifæri komu fullltrúar
Suðurnesjadeildar Rauða kross-
ins færandi hendi og færðu Fjöl-
smiðjunni á Suðurnesjum styrk að
upphæð kr. 500.000. Fjölsmiðjan er
vinnusetur fyrir ungt fólk á kross-
götum í lífinu og rekur m.a. Komp-
una, auk þess að sinna ýmsum
verkefnum eins og t.d. þrifum á
bílum. Syrkur Rauða krossins
nýtist sannarlega vel í þeirri mikil-
vægu starfsemi sem fer fram hjá
Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum.
Nytjamarkaðurinn Kompan er op-
inn alla virka daga frá kl. 10:00 til
15:00 og síðast þegar blaðamaður
Víkurfrétta kíkti þar við var enn
hægt að gera góð kaup á ýmiskonar
jólavörum.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálpræðishersins verður nú
fyrir jól að finna ýmist í Nettó
Krossmóa, hjá Bónus eða í Kjarna
hjá Flughótelinu, með „jólapott-
inn” sem notaður er til að safna
inn peningum til styrktar vel-
ferðarstarfi á Suðurnesjum.
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ
er eins og fyrri ár í samstarfi við
Hjálparstarf Kirkjunnar og Vel-
ferðasjóð Suðurnesja hvað varðar jólaaðstoð til bág-
staddra og fer 10 % af allri innkomu jólapottsins í
Velferðarsjóðinn. Hjálpræðisherinn sér um að miðla
jólagjöfum til barna og unglinga sem þurfa. Af því til-
efni auglýsum við eftir jólagjöfum til barna og skorum
á íbúa Reykjanesbæjar og fyrirtæki að vera með að
gefa!
Þeir sem vilja gefa pakka geta skilað
þeim hjá jólapottinum eða undir
jólatréið í Kjarna. Einnig má skila
pökkum á Hertexmarkað Hjálp-
ræðishersins að Hafnargötu 50 en
þar er opið alla virka daga kl 12-17
og fyrstu tvo laugardaga í desember
kl 10-14.
Tekið skal fram að á Hertex nytja-
markaði verður 100 kalla útsala út
allan desember og einnig er boðið
upp á fría súpu þar.
Á aðfangadegi jóla bjóðum við svo til Vinajóla, há-
tíðarmat og yndislega kvöldstund og eru ALLIR vel-
komnir. Gestir eru beðnir að skrá sig í síma 6943146
eða hjá ester@herinn.is fyrir 21. des.
Við þökkum öllum þeim sem gefa kærlega fyrir stuðn-
inginn með ósk um gleðileg jól og blessunar Guðs.
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ í jólaskapi
Jólastemning
í Kompunni