Víkurfréttir - 06.12.2012, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR16
Páll V. Bjarnason, arkitekt og formaður húsa-
friðunarnefndar útskýrði
þær endurbætur sem gerðar
hafa verið á Keflavíkurkirkju
en kirkjan fagnar innan
skamms aldarafmæli.
Hér birtist stór hluti ávarps
Páls þegar kirkjan var opnuð
eftir breytingarnar 1. des. sl.:
Keflavíkurkirkja var byggð árið
1914 og vígð 14. febrúar árið eftir.
Hún var byggð eftir teikningum
fyrsta íslenska arkitektsins, Rögn-
valdar Ólafssonar, og er ásamt
systurkirkjum sínum, Hafnar-
fjarðarkirkju og Búðakirkju á
Fáskrúðsfirði, elsta steinsteypta
kirkja Íslands, en Rögnvaldur
hannaði þær allar. Ólafur Ólafs-
son verslunarstjóri hjá H.P. Duus
og systir hans, ekkjufrú Kristjana
Duus, voru helsta fjárhagslega drif-
fjöðurin í byggingu þessa veglega
guðshúss. Mér finnst rétt að geta
þess að kirkjan hefur lengi verið
talin með fegurstu og veglegustu
kirkjum landsins. Það kemur fram
í nokkrum vísitasíum biskupa og
prófasta í gegnum tíðina. Þannig
segir í biskupsvísitasíu árið 1922
“..enda væri nú kirkja þessi orðin
ein af fegurstu og vistlegustu
guðshúsum.” Þessi orð eru endur-
tekin í vísitasíum lengi vel. Ég er
ekki viss um að viðstaddir geri
sér grein fyrir því hversu mikið
stórvirki var að byggja þessa
glæsilegu kirkju árið 1914, í árdaga
steinsteypunnar þegar Keflavík
var 500 manna þorp og kirkjan
rúmaði um 250 – 300 manns.
Löngu seinna, eða 1965 – 1967,
var kirkjunni breytt mikið að
innan eins og flestir vita og má
segja að hin upphaflega kirkja
Rögnvaldar hafi þá farið for-
görðum. Á þeim tíma var hug-
takið húsafriðun varla til nema í
hugum nokkurra sérfræðinga og
Keflavíkurkirkja var þar að auki
ekki nema rúmlega fimmtug. Sú
endurnýjun var því barn síns
tíma og engum um að kenna.
Það er heillandi verkefni að hanna
endurbyggingu friðaðrar kirkju
og tvinna þannig saman söguna,
byggingarlistina, húsafriðun og
síðast en ekki síst fallegan ramma
um trúna og helgihaldið. Ég lít
á að ég sé að vinna þetta verk í
umboði forvera míns, sem í þessu
tilfelli er Rögnvaldur Ólafsson,
og því fylgir ábyrgð. Auðvitað
er ekki til neitt rétt eða rangt í
endurbyggingum og lausnirnar
eru jafnmargar og verkefnin.
Við getum ekki fært Keflavíkur-
kirkju í upprunalegt form, til þess
þyrfti að rífa kórinn, forkirkjuna
og ýmislegt fleira sem gert hefur
verið í tímans rás. Það sem við
getum hins vegar gert er að færa
kirkjuna í upprunalegan búning
og endurheimta þann anda sem
sveif hér yfir vötnum í öndverðu.
Þetta kostar undirbúning og rann-
sóknarvinnu, sem í mínum huga
er einn skemmtilegasti hluti verk-
efnisins. Þegar kirkjunni var breytt
árið 1967 var öllu hent út sem
tilheyrði upphaflegu kirkjunni, en
byggðasafnsvörðurinn Guðleifur
Sigurjónsson og Helgi S. Jónsson
sem einnig hafði brennandi áhuga
á söfnun, tókst að bjarga nokkrum
munum úr ruslahrúgunni, m.a.
prédikunarstólnum, sem nú
stendur hér í sínu fínasta pússi,
grátunum og ýmsu öðru sem
ég hef notast við í minni rann-
sóknarvinnu. Þeir eiga heiður
skilinn fyrir þetta framtak, sem
hefur hjálpað okkur að endur-
heimta upphaflegu kirkjuna.
Það var fyrirséð í byrjun þessa
verkefnis að nauðsynlegt væri
að skipta verkinu upp í áfanga af
fjárhagsástæðum. Það reyndist
hins vegar nokkuð snúið þar
sem eitt leiðir af öðru og margt
af þessu hangir saman og verður
ekki aðskilið svo auðveldlega.
Það sem fyrir augu ber í dag
er einungis fyrst áfangi. Í
honum fólst eftirfarandi:
- Að fjarlægja innréttingar úr
kirkjuskipinu, ásamt steindu gleri,
veggjaklæðningar og gólfefni.
- Rannsóknarvinna og hönnun
á nýjum innréttingum og
gólfi, veggjum og lofti.
- Viðgerðir á og málun á
veggjum kirkjunnar voru
mjög miklar, því veggir voru
illa farnir undir klæðningu.
- Allt rafmagn og pípulögn í
kirkjuskipinu voru endurnýjaðar
og nýir pottofnar sem passa við
aldur kirkjunnar settir upp.
- Sett voru ný gólfefni, þ.e. sand-
steinn á forkirkju, gangveg og
kór í dúr við sandstein á gólfi
safnaðarheimilis, og gólfdúkur
undir bekki í sama lit og var upp-
haflega. Leifar af honum fundust
m.a. á gólfi prédikunarstólsins.
- Gamli prédikunarstóllinn var
lagfærður og oðraður í upp-
runalegum mahonýlit og engla-
höfuðin patíneruð og sett upp
aftur. Þetta hafði í för með sér
að saga þurfti op í vegginn og
setja nýja hurð út í stólinn.
- Gert var við altarið, sem hefur
alltaf verið hulið, og það orðað í
upprunalegum lit og verður nú í
fyrsta sinn sýnilegt. Hvort tveggja
var smíðað fyrir eldri kirkjuna,
sem fauk 1902. Það hefur því enn
meira varðveislugildi fyrir bragðið.
- Ramminn um hina fögru alt-
aristöflu Ásgríms Jónssonar
var einnig oðraður í uppruna-
legum lit með gyllingu.
- Nýir bekkir hafa verið settir
upp. Þeir eru hannaðir með
gömlu bekkina sem fyrirmynd,
en eru vonandi þægilegri. Einnig
studdist ég við bekki Hafnar-
fjarðarkirkju sem eru upprunalegir
og smíðaðir eftir sömu teikningu
Rögnvaldar. Þess má geta að
myntugræni liturinn á sessunum
er upprunalegi liturinn á handriði
gamla söngloftsins og grátunum.
- Fljótlega mun ný vængja-
hurð verða sett úr forkirkju í
kirkjuskipið, svo hurðir í kór.
Í seinni áföngum munu gráturnar
og knébeðurinn verða sett í
kórinn. Þá er fyrirhugað að stækka
söngloftið í hálfhring fram í
kirkjuna til að auka rými fyrir
kórinn og vonandi nýtt orgel.
Þá verður skipt um glugga og upp-
haflegu smárúðugluggarnir settir
í aftur. Eitthvað af þeim verða
svo opnanlegir til loftræsingar.
Það má segja að markmið mitt
með þessu öllu sé að endur-
heimta þá formfögru og stíl-
hreinu klassísku kirkju sem
Rögnvaldur teiknaði í öndverðu
og endurskapa þá umgjörð um
trúarlíf bæjarbúa sem hann sá
fyrir sér innan þessara veggja.
Markmiðið að endurheimta form-
fagra og stílhreina klassíska kirkju
-sagði Páll V. Bjarnason arkitekt um breytingarnar í Keflavíkurkirkju
„Nú er lokið fyrsta áfanga við
endurnýjun á kirkjuskipi Kefla-
víkurkirkju. Sóknarbörnin
sinna kirkjunni sinni vel
ekki síst þegar mikið stendur
til og hefur það komið vel
í ljós í tengslum við þessa
framkvæmd,“ sagði Ragn-
heiður Ásta Magnúsdóttir,
formaður sóknarnefndar
Keflavíkurkirkju við form-
lega vígslu á endurbótum
kirkjunnar sem staðið hafa
yfir undanfarna mánuði.
„Þegar he lg idómur inn var
byggður fyrir nær 100 árum var
það fyrir rausnarskap og samstöðu
að það tókst að vinna það þrek-
virki. Fyrir tæplega 50 árum var
það einnig sameiginlegt átak sem
stuðlaði að endurbótunum. Fyrir
34 árum komu steindu glugg-
arnir. Sú gjöf var til minningar um
alla látna Keflvíkinga og verður
því minnisvarði um samfélagið
um alla tíð. Þeim verður fund-
inn staður í safnaðarheimilinu en
listamaðurinn Benedikt Gunn-
arsson heiðraði kirkjuna með
heimsókn í ágúst. Fjallaði hann
um gluggana, sagði sögu þeirra
og útskýrði listrænt gildi og trúar-
legt táknmál þeirra, auk þess sem
hann ræddi almennt hugmyndir
sínar um trúarlega list innan og
utan kirkjuhússins.
Helgidómurinn er ein af mörgum
ásýndum hvers samfélags. Kefla-
víkurkirkja sýnir það vel. Gestir
sem ganga þar inn munu skynja
þann metnað og þá fagmennsku
sem samfélagið býr yfir. Nú, þegar
hún hefur fengið á sig hið upp-
Keflavíkurkirkja opnuð eftir breytingar
Kirkjan er ein af mörgum ásýndum hvers samfélags
segir sóknarnefndarformaður
runalega svipmót, sýnir kirkjan það
einnig hversu ríkt þetta byggðarlag
er af sögu og öflugu fólki. Hún býr
yfir þokka sem byggir ekki á prjáli
eða íburði heldur á látleysi og sí-
gildum stíl. Við erum líka stolt yfir
því framúrskarandi handverki sem
blasir nú við í kirkjuskipinu. Nær
allir handverksmennirnir koma
úr samfélaginu okkar hér á Suður-
nesjum. Samfélag sem hefur á að
skipa svona góðri verkkunnáttu
má ekki lognast út af. Okkur ber
skylda til þess að leita allra leiða og
beita öllum brögðum til að þetta
fólk haldist hér í sveitarfélaginu og
hafi vinnu við hæfi.
Fagmennirnir hafa unnið sitt verk
af mikilli vandvirkni. Þeir hafa lagt
alúð í hvert handtak, hverja stroku
og hvert pensilfar. Þeir hafa sýnt
í verki hvað þeir bera mikla virð-
ingu fyrir kirkjunni sinni og hvern
hlýhug þeir bera til hennar. Það
hefur verið einstaklega ánægjulegt
að finna þann áhuga sem þeir hafa
sýnt á verkinu. Þeir hafa komið
með hugmyndir að lausnum á
vandasömum úrlausnarefnum og
verið boðnir og búnir til að endur-
gera það sem nauðsynlegt hefur
verið. Þegar málararnir voru að
mála áttundu umferðina yfir vegg-
ina heyrðist sagt; „Þetta er nú einu
sinni kirkja“ svo þetta verður að
vera almennilegt!
KEFLAVÍKURKIRKJA
Páll V. Bjarnason arkitekt.
Ragnheiður Ásta
Magnúsdóttir.