Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Page 17

Víkurfréttir - 06.12.2012, Page 17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012 17 Nærri öld er liðin síðan Kefla-víkurkirkja var vígð og því vel við hæfi að taka hana í gegn í tíma fyrir 100 ára afmælið árið 2015. Það er gaman að sjá virð- inguna sem verki Rögnvaldar er sýnd hér í þessu húsi í útfærslu Páls V. Bjarnasonar arkitekts sem hefur lagt sig fram um að varð- veita hið vandaða verk Rögn- valdar, en til samræmis við kröfur nútímans. Skóli er ekki hús. Skóli er fólk sagði Ragnar H. Ragnar fyrrum skóla- stjóri Tónlistarskólans á Ísafirði og hið sama má segja um kirkj- una. Kirkjan er ekki hús. Kirkjan er fólk. Þessi bygging væri óþörf ef ekki væri fólkið, sóknarbörnin sem hingað leita á stundum gleði og sorgar. Á helgum og hátíðum til að lofa Guð og tilbiðja. Og eins og þessi fallega kirkja hefur fengið nýtt útlit, sem byggt er á þeim grunni er lagður var í upphafi, er starf safnaðarins byggt á gömlum grunni kristinnar boðunar og gilda. Orð Guðs er alltaf nýtt og á við í öllum aðstæðum og á öllum aldursskeiðum. Hér í Keflavík hefur verið öflugt safnaðarstarf sem tekið hefur mið af þörfum safnaðarins hverju sinni. Þegar atvinnuleysi ríkir og afleiðingar þess setja svip á mann- lífið gerir Kirkjan sér grein fyrir því að hlutverk hennar er mikið í samfélaginu. Hún lætur verkin tala um leið og Orðið er boðað. Jakob postuli talar um trúna og verkin í bréfi sínu í Nýja-testamentinu. Í lok kaflans segir hann: „Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka“. Í Jesú nafni, í krafti trúarinnar á Jesú Krist vinnur Kirkja þessa heims. Hér í Keflavík hefur Kirkjan verið í farar- broddi bæði innan Þjóðkirkjunnar og samfélagsins hér. Hér hefur fólk verið kallað til starfa af honum er sendir og gefur styrk. Af Kristi sem segir: „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér..“ Í dag er fyrsti desember, full- veldisdagurinn. Í ár eru liðin 94 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Þann dag ríkti fögn- uður yfir náðum áfanga þrátt fyrir frostaveturinn mikla, Kötlugos og spönsku veikina. Við höfum risið upp eftir áföll og það munum við Íslendingar gera enn og aftur. En á meðan atvinnuleysi og allt er því fylgir er til staðar er dýrmætt að eiga trú og Kirkju sem fetar í fótspor Jesú Krists, sem kom fram við fólk af virðingu og kærleika. Kirkju sem minnist ábyrgðar sinnar gagnvart sóknarbörnunum og viðurkennir samfélagslega ábyrgð sína. Hvergi eru áhrif samdráttarins eftir hið efnahagslega hrun skýrari en á Suðurnesjum. Kirkjan hér hefur lagt sig fram um að efla bræður og systur í samfélaginu. Kirkjan hefur verið farvegur fyrir þann kærleika sem í hjörtunum býr og gert fólki kleift að styðja systkini sín á erf- iðum tímum. Það hefur verið horft til barnanna og unglinganna sem og fullorðins fólks og nú fá um 50 börn mat í hádeginu á hverjum skóladegi, sem velferðarsjóður kirkjunnar greiðir. Aðventan gengur í garð á morgun. Undirbúningstími jólanna. Þá minnist Kirkjan sérstaklega þeirra sem búa við kröpp kjör eða skort. Í ár er yfirskrift söfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar „hreint vatn gerir kraftaverk.“ Vatn er lífs- nauðsynlegt og af því höfum við Íslendingar nóg. Við getum fengið hreint vatn nánast hvenær sem er og hvar sem er. Það á ekki við alls staðar. Jesús talaði við samverska konu um vatnið og sagði: „...en hvern sem drekkur af vatninu er ég gef honum mun aldrei þyrsta að eilífu.“ Kirkjan flytur þann boðskap er varir að eilífu. Boðskap sem er traustur grunnur til að byggja líf sitt á. Keflavíkurkirkja er líka N1 AÐALSTÖÐIN REYKJANESBÆ SÍMI: 421 4800 eða SAMLOKA Skinka, ostur, grænmeti, sósa, franskar kartöflur og ½ l. Coke eða Coke light í plasti 995 kr. MOZZARELLASTANGIR og ½ l. Coke eða Coke light í plasti 795 kr. eða = = = FJÖLSKYLDUTILBOÐ 4 ostborgarar, franskar kartöflur og hraunbitakassi 2.995 kr. + + + FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ Fallegar gjafavörur í jólapakkann Fjóla Gullsmiður - Hafnargötu 21 Sími: 421 1011 KirKja er fólK Við opnun kirkjunnar var sjálf- boðaliðum og fagmönnum þakkað fyrir framúrskarandi störf sín við endurbæturnar. Það voru eftirtalin: Páll Bjarnason arkitekt Albert Hinriksson verkstjóri Albert Hjálmarsson byggingar- stjóri Sveinn Valdimarsson verkfræð- ingur sá um verkfræðihönnun Brynja Eiríksdóttir ljósmyndari tók myndir meðan á verkinu stóð Róbert Guðbjörnsson og hans menn sáu um raflögn Helgi Grétar Kristinsson sá um oðrun á predikunarstól, altari og ramma um altaristöfluna Lagnaþjónusta Suðurnesja sá um pípulögn Tónabúðin sá um hljóðkerfið Trésmiðja Ella Jóns smíðaði bekk- ina, lagfærði predikunarstólinn, altarið og fleira Ingvi Þór Sigríðarson vann að endurgerð predikunarstólsins, smíði á tröppum og frágang á rammanum um altaristöfluna og sálmatöflu og gaf þá vinnu í minn- ingu bróður síns Árna og mágkonu Rutar , Gunnars Jóns Sigtryggs- sonar og hjónanna Þuríðar Hall- dórsdóttur og Árna Bjargmundar Árnasonar Stefán Stefánsson sá um dúklögn Ævar og Magnús sáu um steinlögn Trésmíði Guðjóns og hans menn sáu um smíðavinnu við gólf, veggi o.fl. JRJ verktakar sáu um málningar- vinnuna Anna Pála Sigurðardóttir fægði alt- arismunina Einnig ber að færa þakkir til Sigur- jónsbakarís, sem hefur gefið okkur brauð í ómældu magni mörg undanfarin ár. Þá tóku sóknarnefnd, messuþjónar og súpuþjónar við kirkjuna virkan þátt í vinnunni og verður því fólki seint fullþakkað fyrir störf sín. byggð á traustum grunni. Grunni sem lagður var fyrir margt löngu og byggt var á þetta fallega Guðshús. En þar var ekki látið staðar numið. Í gegnum tíðina hafa endurbætur átt sér stað til að aðstaðan til að lofa Guð og ákalla væri sem best. Þar sem Orð Guðs er boðað, grunnur þess að að sýna trú sína í verki. Í þeim anda er starfið hér í söfnuð- inum unnið. Þið eruð farvegurinn fyrir þau kærleiksver sem Kristur kallar okkur til þess að vinna, því kirkjan er ekki hús, hún er fólk. Til hamingju með endurbæturnar á kirkjunni ykkar. Guð blessi ykkur og allt það góða starf sem hér er unnið í hans nafni. KeflaVÍKUrKirKja feNGU ÞaKKir F.v. Prestarnir Erla Guðmunds- dóttir og Sigfús B. Ingvason, Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, Agnes Sigurðardóttir biskup og Skúli S. Ólafsson sóknar- prestur í Keflavíkurkirkju. VF-mynd/Páll Orri Pálsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.