Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Page 18

Víkurfréttir - 06.12.2012, Page 18
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR18 Um 20 saxaðar döðlur (stærðin á þeim miðar við þær hefðbundnu döðlur sem fást í matvöruverslunum) 4 msk kakó 3-4 msk brædd kókosolía 4 msk hnetusmjör 2 msk sýróp (agave eða annað) 1 tsk vanilludropar ögn af salti Öll innihaldsefni sett í einu í matvinnsluvél og blandað vel þangað til silkmjúkt. Uppskriftin er heldur lítil þannig að ég setti hana beint í kassalaga nestisbox og svo inn í frysti. Hún þarf að vera þar í a.m.k. 30 mín. en eftir að maður tekur þetta úr frystinum er gott að skera niður í litla bita. Tilvalið væri að eiga konfektmót til þess að gera úr þessu fallegt konfekt. Geymist best í frysti. Ég skal viðurkenna að þetta eru ekki fallegustu smákökur sem maður hefur séð, né þær allra bestu. En fyrir þá sem eru að reyna að forð- ast hveiti og mikinn sykur þá eru þetta fínustu smákökur. Eiginlega bara mjög fínar, sérstaklega í millimál. Þær eru stökkar að utan og mjúkar að innan. Uppskriftin er ótrúlega einföld og allt ferlið tekur um 20 mínútur og þá er bökunar- tíminn meira að segja innifalinn. 3,75 dl hafrar 1/2 tsk matarsódi dass af salti 4 msk púðursykur 2-3 msk brædd kókosolía eða brætt smjör 4 msk mjólk slatti af súkkulaðibitum (saxaðar döðlur og/eða hnetur að vild) Setjið fyrstu 4 hráefnin í matvinnsluvél og blandið vel. Bætið síðan smjörinu og mjólkinni út í með sleikju og blandið síðan súkkulaðinu út í. Bakið við 180° í um 10-12 mín. 1 dós kjúklingabaunir 3/4 tsk lyftiduft 1/8 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 1-1,5 dl (hrá)sykur 2 tsk vanilludropar 0,6 dl hnetusmjör 0,6 dl hafrar 1,5 dl súkkulaðibitar/saxað suðusúkkulaði 1/2 dl saxaðar valhnetur (ekki saxa í of litla bita) Byrjið á því að hreinsa kjúklingabaunirnar vel (gott að setja í sigti og láta renna vel af vatni á þær). Setjið því næst allt nema súkkulaðið í matvinnsluvél og blandið þangað til nokkuð mjúkt og slétt. Setjið súkkulaðibitana út í skálina og hrærið með sleif. Gott er að setja deigið í sílíkonmöffinsform og þá eiga að koma 11 blondínur út úr því. Athugið að uppskriftin er of lítil fyrir hefðbundna ferhyrnda skúffukökuformið en þetta myndi passa í minni útgáfu af því. Bakið við 180° í um 30 mín. Sú kku lað iko nfe kt Súkkulaðibitablondínur með óvæntu innihaldsefni Blondínur eru svipaðar og brúnkur (brownies), nema ekki með súkkulaðigrunni. til þess að gera kökur hollari er áskorunin oftast að finna einhverja fyllingu í staðinn fyrir hveiti, smjör, o.s.frv. Í þessari uppskrift eru kjúklinga- baunir sem gefa aðal fyllinguna en þær eru próteinríkar, trefja- ríkar, fólínsýruríkar og járnríkar. Ég lofa að maður finnur ekkert bragð af baununum þegar búið er að skola þær og bragðbæta kök- urnar með hnetusmjöri og súkku- laði. Ég mana ykkur að prófa! Hveitilausarsúkkulaðibitasmákökur HEIMABAKSTUR Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keavíkur og nágrennis um kjör aðalstjórnar samkvæmt A-lið laga um stjórnarkjör og stjórnar sjómannadeildar, ásamt trúnaðarmannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs, fræðslusjóðs og varamönnum þeirra samkvæmt lögum félagsins. Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasasta lagi klukkan 15:00 föstudaginn 14. desember nk. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyrlýsing tilskilins ölda félagsmanna samkvæmt reglugerð ASÍ þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn VSFK og nágrennis

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.