Víkurfréttir - 06.12.2012, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012 23
Sérfræðingur frá verður í
Lyfju Keflavík 6. desember frá kl. 14:00 - 18:00
Með splunkunýtt, hátækni „Skin Analizer“ húðgreiningartæki, þar sem viðskiptavinir
geta fengið fría húðgreiningu. Tækið greinir mjög nákvæmlega ástand húðarinnar þ.e.
raka- og fitustig, litabletti, viðkvæmni, stinnleika og línur.
Komdu og láttu okkur greina húðina þína
20% kynningarafsláttur Lyfja KeflavíkKrossmóa 4 - 260 Reykjanesbæ - Sími:421 6565
Marta á ferð og flugi með bók
Suðurnesjamenn og lesendur vf.is munu velja Ljóshús
Reykjanesbæjar 2012 í sér-
stakri vefkosningu. Þetta er
breyting frá því sem gert hefur
verið mörg undanfarin ár þegar
sérstök dómnefnd hefur valið
Ljósahús ársins.
Fulltrúar frá Reykjanesbæ og Vík-
urfréttum hafa undanfarin ár séð
um að velja fallegustu ljósahús
bæjarins. Nú verður breytingin
þannig að nefndin mun í kjósa
tíu hús í forvali og úr þeim hópi
munu bæjarbúar velja Ljósahús
Reykjanesbæjar 2012 í sérstakri
vefkosningu á vef Víkurfrétta,
vf.is, sem mun standa yfir frá 13.
til 16. des.
Niðurstaða kosninganna verður
t i l k y n nt m ánu d a g i n n 1 7 .
desember kl. 18.00 í Duushúsum
og eru allir bæjarbúar velkomnir
að vera viðstaddir. Húsið sem
flest atkvæði fær verður Ljósahús
Reykjanesbæjar og næstu tvö fá
líka viðurkenningu.
Verðlaunin koma eins og áður
frá HS Orku/Veitu og eru inn-
eign á rafmagnsreikning við-
komandi: 1. verðlaun: 30.000,
2. verðlaun 20.000, 3. verðlaun
15.000. Einnig fá verðlaunahafar
sérstök viðurkenningarskjöl frá
Reykjanesbæ.
Sama nefnd „jólanefndin“ velur
jólaglugga Reykjanesbæjar og
verða úrslitin tilkynnt við sama
tækifæri.
Grétar Ólason, eigandi Ljósahúss
Reykjanesbæjar 2011 og oft áður
er búinn að skreyta hús sitt og
sagði hann í spjalli við Víkurfréttir
að hann myndi líklega tendra
ljósin á morgun, laugardaginn
1. des. „Þetta er mikil vinna en
skemmtileg. Hingað hafa undan-
farin ár komið fjöldi fólks, allt
upp í tveggja hæða rútur. Í fyrra
stóðu allt í einu sjötíu Kínverjar
fyrir utan húsið. Eitt skiptið kom
heil rúta með kvenfélagi og ég
slapp við að gefa þeim kaffi en
þær þurftu margar að koma inn
og pissa. Það var skemmtileg
heimsókn.
En maður eldist og þetta tekur
mikinn tíma. Ég hef nánast ekki
gert neitt annað þessa vikuna og
hefði líklega ekki klárað verkið
fyrir helgina ef ég hefði ekki
fengið hjálpa frá syni og tengda-
syni. Ég hef sagt undanfarin ár
að nú sé komið nóg en svo þegar
kemur að þessu þá er bara eins og
ég geti ekki hætt,“ sagði Grétar í
léttum dúr við Víkurfréttir.
Sigríður Klingenberg sagðist vilja koma til
Noregs og trylla Norðmenn!
Kvennahittingur með Mörtu á VOCAL sló öll aðsóknarmet.
Á Bling og Gling jólamarkaði kitlaði Marta
hláturtaugar gesta með upplestri sínum.
Marta tók þátt í bókabardaga á RÁS 2.
Í Grindavík var hlegið dátt að Mei mí beibísitt?
Marta var beðin að kíkja við og lesa upp fyrir verðandi
brúður, Berglindi Skúladóttur í gæsapartý.
Á bókakonfekti í Duushúsum ásamt bæjarstjórahjónunum
Árna og Bryndísi.
Keflvíkingarnir Marta rithöfundur og Einar töframaður voru
með sprell í Eymundsson.
Kvenfélög og Kínverjar í
heimsókn hjá Grétari Óla
MENNING OG MANNLÍF
Marta Eiríksdóttir rithöfundur hefur verið á ferð og flugi með nýju bókina sína, Mei mí beibísitt?, sem er söguleg skáldsaga og æskuminningar frá bítlabænum Keflavík. Myndirnar hér að ofan hafa verið
teknar á ferðum Mörtu um Suðurnes.
Ljósahús Reykjanesbæjar 2012
verður valið af lesendum vf.is
Ljósahús Reykjanes-
bæjar 2011, Týsvellir 1.