Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 24
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR24
n NÝTT JÓLALEIKRIT LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR GERIR STORMANDI LUKKU:
Eysteinn Eyjólfsson, gestur á frumsýningu:
Jólaskapið byrJaði
að geta vart við sig
Við feðginin fórum á jólasýningu Leikfélags Keflavíkur - Jólin koma..eða hvað? – og höfðum gaman af eins og aðrir frumsýn-
ingargestir sem voru á öllum aldri. Í sýningarlok var ekki laust við að
jólaskapið hafi byrjað að gera vart við sig.
Sýningin er skemmtilega skrifuð og leikstýrð af þeim Arnóri Sindra og
Jóni Bjarna. Fjölmennur leikhópurinn skilar sínu vel - og rúmlega það -
bæði í leik og söng á þrælfyndinni sýningu. Leikfélagið og við bæjarbúar
búum vel að eiga svona kraftmikinn og efnilegan hóp.
Hvet sem flesta til að slá tvær flugur á aðventunni. Skella sér í Frumleik-
húsið á skemmtilega sýningu og styðja um leið við græðlinga leiklistar í
heimabyggð.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, gestur á frumsýningu:
bráðskemmtileg blanda
Saga Leikfélags Keflavíkur er mikilvægur þáttur í menningarsögu bæjarbúa í yfir 50 ár. Félagið hefur glímt við létt sem þung leik-
verk í gegnum árin, upplifað ládeyður og hápunkta í starfi sínu eins og
gengur. En alltaf hafa risið upp ofurhugar sem hafa leitt starfið áfram.
Guðný Kristjánsdóttir er í hópi þessara ofurhuga sem hefur leitt starfið
með góðum hópi undanfarin ár. Að öðrum ólöstuðum má ég til meða
að hrósa henni. Hún hefur náð að laða að stóran hóp efnilegs ungs fólks,
sem finnur sig frábærlega í leikhlutverkum og margvíslegum störfum
í þágu leikfélagsins. Vinsælir þátttakendur allt frá grunnskóla og upp
í Fjölbraut, hafa náð að gera félagið öflugt og eftirsótt. Það er mjög
ánægjulegt að finna hvernig leikfélagið hefur gefið ungu fólki aukin
tækfæri í uppfærslum eins og sannast á því skemmtilega jólaverki sem
nú er verið að sýna í Frumleikhúsinu, Jólin koma… eða hvað?
Okkur Bryndísi þótti þetta bráðskemmtileg blanda af leikriti og söngleik,
með fjölda góðra ungra leikara, tónlistarmanna, söngvara og allra þeirra
sem létu hlutina gerast á bak við tjöldin... ótrúlega fjölhæfur hópur! Það
er aldrei dauður tími í verkinu- skemmtilegar skiptingar og stórvel valið
í hlutverk fjölskyldunnar. Það verður fróðlegt að fylgjast frekar með leik-
ritshöfundunum Jóni Bjarna og Arnóri Sindra, sem báðir eru félagar í
Leikfélagi Keflavíkur.
Við Bryndís fórum heim af leikritinu, staðráðin í að klára að setja upp
jólaseríurnar. Við mælum með verkinu!
Helga Jóhanna Oddsdóttir, gestur á 2. sýningu:
börnin kunnu vel að meta
glensið og hamaganginn
Ég sá sýningu Leikfélags Keflavíkur á jólaleikritinu „Jólin koma- eða hvað?“ ásamt fjölskyldu sinni sl. sunnudag. Sýningin er stórvel
heppnuð, mikið líf og fjör sem samtvinnast léttri jólatónlist og söng.
Söguþráðurinn er léttur og rennur vel, mikið um skemmtileg atriði
sem koma öllum til að hlægja dátt. Leikararnir skiluðu sínu óað-
finnanlega, mest allt ungir og undantekningarlaust hæfileikaríkir
krakkar sem eiga framtíðina fyrir sér í leik og söng. Sýningin höfðar til
allrar fjölskyldunnar og ekki síst barna sem kunna vel að meta glensið
og hamaganginn. Það verður enginn svikinn af þessari sýningu sem er
þess svo sannarlega virði að njóta á aðventunni í okkar góða bæ.
Mikil aukning hefur verið í sjúkraflutningum á yfir-
standandi ári og stefnir í met-
fjölda útkalla. Mesti fjöldi útkalla
hingað til var árið 2008 en þá
voru þau 2066, eftir hrun fjár-
málamarkaða og kreppu sem
fylgdi í kjölfarið drógust sjúkra-
flutningar nokkuð saman og voru
fæstir árið 2010 eða 1816, síðan
þá hefur útköllum fjölgað og stefnir í að í
ár verði metið frá 2008 slegið.
Þegar tölfræðin er skoðuð vekur það athygli
hversu mikil aukning hefur verið á sjúkra-
flutningum frá Suðurnesjum til Reykja-
víkur. Árið 2007 voru um 37% allra útkalla
til Reykjavíkur en í ár stefnir í að 47% allra
sjúkraflutninga séu út fyrir heil-
brigðisumdæmi HSS. Ekki verður
séð að nokkuð í umhverfinu hafi
breyst á þessum tíma annað en að
HSS hefur orðið fyrir verulegum
niðurskurði sem síðan leiðir af sér
aukið álag á Brunavarnir Suður-
nesja. Í þessu samhengi ber að
hafa í huga að sjúkraflutningur til
Reykjavíkur tekur fjórum sinnum
lengri tíma en sjúkraflutningur innanbæjar.
Sú fjölgun og breyting á eðli útkalla gerir
að verkun að eðlileg krafa um hækkun á
núverandi samningi milli Sjúkratrygginga
Íslands og Brunavarna Suðurnesja verði
tekin gild.
Það getur ekki talist góð eða eðlileg stjórn-
sýsla að dregið sé úr útgjöldum á einum
stað, vitandi að það muni leiða til aukinna
útgjalda hjá öðrum án þess að koma til móts
við eðlilegar kröfur um aukin fjárframlög til
þess að mæta auknum kostnaði og álagi.
Það er einsdæmi meðal þeirra sem eru með
samning við Sjúkratryggingar Íslands um
sjúkraflutninga að svo hátt hlutfall útkalla
sé flutt í annað heilbrigðisumdæmi. Þrátt
fyrir að reynt hafi verið að fá viðsemjendur
til þess að taka tillit til þessarar staðreyndar
hefur ekki tekist að ná fram þeirri hækkun
sem við teljum nauðsynlega og sanngjarna.
Núgildandi samningur við Sjúkratrygg-
ingar Íslands rennur út um áramót og eru
viðræður í gangi milli samningsaðila. Í
fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 er gert ráð
fyrir 1,2% hækkun milli ára, sú hækkun
er ekki að fylgja kjara eða verðlagsþróun,
hvað þá að tekið sé tillit til verulegs aukins
álags vegna fjölgunar á útköllum og ekki síst
miklum fjölda sjúkraflutninga út fyrir heil-
brigðisumdæmi HSS.
Það er von mín að þeir stjórnmálamenn sem
fara með fjárveitingarvaldið sjái þá sann-
girni sem felst í þeim hógværu kröfum
sem við höfum sett fram, en þær eru settar
fram til þess að Brunavarnir Suðurnesja
geti til framtíðar veitt Suðurnesjamönnum
framúrskarandi neyðarþjónustu með vel
menntuðum og öflugum starfsmönnum.
Með góðum kveðjum
Jón Guðlaugsson
Slökkviliðsstjóri
Metár í sjúkraflutningum á Suðurnesjum
Leikfélag Keflavíkur frumsýndi um helgina nýtt frumsamið jólaleikrit eftir þá Jón Bjarna og
Arnór Sindra, sem báðir eru félagar í Leikfélagi
Keflavíkur. Jólaleikritið heitir Jólin koma… eða
hvað?
Verkið fjallar að sjálfsögðu um jólin og ýmislegt í
kringum þau með óvæntum uppákomum og fjöri auk
þess sem vinsæl og þekkt jólalög óma inni á milli atriða
í flutningi frábærra söngvara sem félagið er svo heppið
að hafa innanborðs.
Það er óhætt að segja að verkið hafi fallið vel í kramið
hjá áhorfendum. Sýningin er sprenghlægileg og kút-
veltist salurinn um að hlátri.
Sprenghlægilegt
jólaleikrit