Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 27

Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012 27 N ýtt kortatím abil Kóda og Kóda + • Hafnargötu 15 • Sími 421 4440 Opið á laugardaginn frá kl. 10:00 - 18:00 Kóda og Kóda + eru í sama húsnæði Finnskt gæðamerki Catmandoo er finnskt útivistarmerki sem hefur staðið framarlega á sínu sviði á Norðurlöndunum. Catmandoo býður bæði utanyfir- og innanundirfatnað til ýmiss konar útivistar auk þess að vera með gott úrval af skóm, bæði til göngu og til daglegra nota. Loks má geta þess að Catmandoo er einn af styrktar- aðilum finnska skíðalandsliðsins og finnska golflandsliðsins.Ora Trekking 722504-001/002 Vatnsheldir gönguskór Hydrolite 9.990 kr. Nola Trekking 722401-002 Vatnsheldir, loðfóðraðir gönguskór Softshell/Hydrolite 12.990 kr. Raine Trekking 722759-002 Vatnsheldir gönguskór Leður/Hydrolite 13.990 kr. Ronny Mid-layer Set 802707-060 Fleece-sett - herra Fullorðinsstærðir 4.990 kr. Allie W Mid-layer Set Fleece-sett - dömu Fullorðinsstærðir 4.990 kr. Protech Inner-layer Poly-sett - herra og dömu Barna- og fullorðins- stærðir 4.990 kr. Fullorðinsstærðir Útivistarnærföt með öndun Tilboð: 1.590 þús. Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús. Bílabúð Benna - Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 • Sími: 420 3330 www.benni.is • svavarg@benni.is Opið alla virka daga frá kl. 09-18 og laugardaga frá kl. 10-14 Miðað við bílasamning til 72 mánaða á hagstæðum kjörum hjá bílafjármögnun Landsbankans. Reiknaðu dæmið á landsbankinn.is 25.910 kr. Afborgun á mánuði aðeins: Chevrolet Lacetti Station *Hlutfallskostnaður 11.92% 1.800.000 kr. 1.350.000 kr. 210.000 kr. 240.000 kr. 1.590.000 kr. 25.910 kr. Söluverð: Bílafjármögnun: Okkar hlutur: Þín útborgun: Heildarverð til þín: Afborgun: * Auk aga ngu r af v etra rde kkju m fylg ir h ver jum bíl 60 þús . virð isau ki Rekstur Golfklúbbs Suður-nesja gekk vel á síðasta ári og var Sigurður Garðarsson endur- kjörinn formaður á aðalfundi sem haldinn var í golfskálanum í Leiru á mánudagskvöld. Í máli formanns kom fram að starf- semin hafi verið í nokkuð föstum skorðum og reksturinn gengið ágætlega. Tekjuafgangur varð 2,7 milljónir króna. Mótahald gekk afar vel og Hólmsvöllur skartaði sínu fegursta þó þurrkatíð hafi gert vallarstarfsmönnum erfitt fyrir stóran hluta sumars. Í Golfklúbbi Suðurnesja eru rétt rúmlega 500 fé- lagar og hefur sjá fjöldi verið nokk- urn veginn sá sami undanfarin ár. „Með aðhaldssemi, útsjónarsemi og samviskusemi í öllu starfi klúbbsins hefur okkur tekist að gera mikið úr fremur takmörk- uðum tekjuramma sem okkur er sniðinn. Nú er svo komið að ár eftir ár, hefur klúbbnum tekist að eiga tekjuafgang í lok árs, sem hægt er að nýta til endurnýjunar á tækjum og minniháttar endurbótum á golf- vellinum og aðstöðunni í kingum hann. Það breytir þó ekki því að enn eru fjölmargar nauðsynlegar fjárfestingar sem ekki verður hægt að ráðast í fyrr en hagur klúbbsins vænkast, en þá verður vonandi hægt að ráðast í umfangsmeiri framkvæmdir eins og t.d. vatns- öflun, vökvunarkerfi, uppbygg- ingu á nýjum flötum og teigum, endurbætur á æfingaaðstöðu og margt, margt fleira. Til þess að ráð- ast í þessar fjárfestingar af þessari stærðargráðu verður ekki hjá því komist að afla utanaðkomandi að- stoðar, líkt og svo margir klúbbar hafa fengið frá sínum heima sveitarfélögum. Það er einlæg von okkar að brátt fari aðstæður í rekstri sveitarfélaga að batna þannig að við getum sóst aftur eftir stuðningi þeirra. Við skulum allavega ekki láta okkar eftir liggja og munum áfram reka klúbbinn með ábyrgum hætti, stefna að fjölgun klúbbfélaga, og frekari uppbyggingu á íþrótta- starfinu. Þannig vonumst við til að skilningur á mikilvægi starfsemi golfklúbbsins aukist. Golfklúbbur Suðurnesja er gott og sterkt félag sem gengið hefur far- sællega á undanförnum 48 árum í sögu klúbbsins. Mörgu hefur verið komið í verk á þessum tíma, og ber þar fyrst að nefna okkar frá- bæru golfparadís í Leirunni, auk meistaratitla fyrri tíma sem afreks- fólk klúbbsins hafa bætt í heiðurs- safn klúbbsins. Brátt kemur að 50 ára afmæli klúbbsins sem eru stór tímamót. Enn er fjölmörgum verk- efnum ólokið og einkar spennandi væri að tengja saman þessi tímamót og tímahvörf í starfi klúbbsins. Á tímamótum sem þessum væri t.d. gaman ef við gætum séð einhverja meiriháttar umbætur eiga sér stað á golfvellinum, eða aðstöðunni í kringum hann. En til þess þurfum við aðstoð,“ sagði formaður GS. Jóhann Magnússon, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar hrósaði klúbbnum fyrir frábært starf og rekstur undanfarin ár og benti á að GS væri með lægstu æf- ingagjöld félaga innan ÍRB. Stjórn GS er óbreytt en einn nýr félagi kom inn í varastjórn: Formaður: Sigurður Garðarsson Varaformaður: Páll Ketilsson Ritari: Þröstur Ástþórsson Gjaldkeri: Karitas Sigurvinsdóttir Meðstj.: Davíð Viðarsson, Hafdís Ævarsdóttir og Heimir L. Hjartar- son. Góður rekstur í Leirunni - Sigurður áfram formaður GOLFIÐ Rekstur Golfklúbbs Suðurnesja gekk vel á síðasta ári og var Sigurður Garðarsson endurkjörinn formaður.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.