Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 29

Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012 29 TILBOÐ Í DESEMBER! Við bjóðum glæsilegt tilboð á vefhýsingum hjá okkur. Kynntu þér áskriftarleiðirnar á www.netsamskipti.is 30% afsláttur á nýjum vefhýsingum í desember, sé greitt ár fyrirfram. S: 421-6816 info@netsamskipti.is - www.netsamskipti.is ATVINNA Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar auglýsir starf sérkennsluráðgjafa leikskóla, laust til umsóknar. Um er að ræða 50% stöðu og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið Sérkennsluráðgjafi starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og framtíðarstefnu Reykjanesbæjar. Starfið felst meðal annars í að greina sérkennsluvanda nemenda, aðstoða við skipulag sérkennslu, ráðgjöf við foreldra, kennara og starfsfólk leikskóla. Einnig í samskiptum við ýmsar þjónustustofnanir. Menntun og hæfni Leikskólakennari með framhaldsmenntun í sérken- nslufræðum og / eða öðru því sem nýtist í starfi. Reynsla af kennslu í leikskóla. Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð. Góð hæfni í samskiptum og sterk löngun til að ná árangri í starfi. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Gyða M. Arnmundsdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu s. 4216700 eða 8956050, gyda.m.arnmundsdottir@reykjanesbaer.is Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2012 Nánast daglega er einhver eða ein- hverjir teknir af lög- reglunni undir áhrifum ólöglegra vímuefna. Akstur undir áhrifum vímuefna eða undir lögaldri, vegna innbrota, skemmdarverka, ræktun og bruggun vímugjafa til sölu o.fl. o.fl. Allt þetta og meira til hefur verulega slæm og oft alvarleg áhrif á fólk sem tengist þessum aðilum. Ef við hefðum ekki svona sterka og öfluga löggæslu hér á Suðurnesjum, þá veit ég ekki hvar við værum. Það væri svakalegt. Svo heldur fólk að ástandið sé að batna hér, nei það er sko aldeilis ekki. Unglingarnir eru svo fastir í því og trúa því að það sé allt í lagi að reykja kannabis og það sé algjörlega skað- laust, hollt og heilsusamlegt. Þvílík og önnur eins vitleysa og það sem verra er að þau eru mörg hver búin að sannfæra foreldra sína um að það sé í góðu lagi og sumir þeirra eru svo grænir að þau virkilega trúa þeim. Oft er það nú af mikilli meðvirkni og afneitun foreldra/að- standenda sem slíkt gerist eða þá að foreldrið bara hreinlega tekur þátt í þessu bulli með börnum sínum og vinum þeirra og trúir því að það sé í lagi. Hef ég of oft heyrt um slík dæmi því miður og þykir það sorglegt. En allur þessi fjöldi sem lögreglan er að taka eiga foreldra, systkini og aðra aðstandendur sem þetta ástand og þeirra hegðun hefur gríðarlega slæm áhrif á, bæði andlega og líkamlega. Þessir ein- staklingar, (aðstandend- urnir) þurfa því oft mikla aðstoð við að byggja sig upp, losna undan þeirri sjúklegu afneitun og með- virkni sem af þessu hlýst, þó þau sjái það ekki sjálf. Veikur einstaklingur getur ekki hjálpað öðrum. Það á enginn rétt á að hafa áhrif á, eða stjórna þinni líðan, nema þú sjálfur og þú leyfir það, en það gerist í meðvirkni og afneitun. Vitneskja um eitthvað ólöglegt sem getur skaðað aðra getur haft áhrif á þig. Ekki láta stjórnast af því hvað aðrir eru að gera. Hugsaðu um þig, gerðu eitthvað fyrir þig. Ef þú veist, eða sérð eitthvað, ekki líta í hina áttina og láta sem ekkert sé. Hafðu áhrif og láttu vita, þér líður betur og getur hjálpað við að byggja upp betra samfélag. Til þess að ná betri líðan verður maður að átta s ig á því og viðurkenna að það sé eitthvað að. Eitt af því fyrsta sem þarf nauð- synlega að gera til að koma þér af stað, það er að taka upp símann og hringja, tala um þetta og fá upp- lýsingar um hvað er í boði og hvar. Það geta margir staðir komið til greina en síminn hjá Lundi for- varnafélagi er 772-5463 og netfangið er Lundur@ mitt.is Eigið góðan dag. Erlingur Jónsson n FÍKNIEFNI: RÆKTUN OG NEYSLA Hvað er eiginlega að gerast hjá okkur? ATVINNA Óskum eftir að ráða bifvélavirkja eða mann vanan bílaviðgerðum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið jon@camper.is Umsóknarfrestur er til 15. desember 2012 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, Guðfinnu Guðmundsdóttur Baugholti 7, Keflavík. Jón Ásmundsson og aðrir aðstandendur. Í kvöld, fimmtudaginn 6. desember, verður haldið konukvöld í Svarta pakkhús- inu frá kl 20:00 til 22:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og konfekt. Trúbador sér um ljúfa tóna og einnig sýnir Leikfélag Keflavíkur brot úr jólaleikriti sínu. Þriðji fyndnasti maður Íslands sér um að kitla hláturs- taugarnar. Í fremri sal Svarta pakkhússins verða gestalistamenn og kon- ur sem verða með verkin sín til sýnis og sölu. Í innri sal verður að venju frábært úrval af hand- unnum gjafavörum á góðu verði og í tilefni kvöldsins verðum við með 15% afslátt af öllum vörum í innri sal. Þetta er kjörið tækifæri til að koma og skoða fjölbreytt íslenskt handverk og versla jólagjafir. Það verður nóg um að vera, hugljúft og þægilegt kvöld. Við vonumst til að sjá sem flesta líta við og njóta kvöldsins með okkur, segir í tilkynningu. KonuKvöld í Svarta paKKhúSinu Jólatónleikar til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja verað í stapanum í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. desember, kl. 20:00. Þar koma fram Eldey kór eldri borgara á Suðurnesjum, Karlakór Keflavíkur, Kór Keflavíkurkirkju, Kvennakór Suðurnesja, Sönghópur Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar. Miðaverð á tónleikana er 1000 kr. Syngja fyrir velferðarsjóð Suðurnesja í kvöld

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.