Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Qupperneq 32

Víkurfréttir - 06.12.2012, Qupperneq 32
Gangan í Litla skólann á Skóla-veginum var ekki löng. Við R a g n h e i ð u r vorum samferða f lesta morgna frá gatnamótum Klapparstígs og Túngötu. Hálfa leið upp Suður- götuna. Oftar en ekki töfðumst við á leiðinni. Níu ára krakkar eru oft annars hugar. Einkunnabókin mín segir þrisvar sinnum of seint. Stafsetn- ing og lestur í góðu lagi. Fjórða spjald undirritað af Sigurbjörgu Halldórsdóttur. Reikningur slakur og leikfimi í meðallagi. Sund- tímarnir ekki á óskalistanum. Þorði ekki fyrstu árin. Svakalega vatnshræddur. Harkaði af mér um sumarið á sundnámskeiði hjá Guð- mundi Óskari. Í fylgd mömmu. Sápustykkið afhent úr bogalöguðu búri sundhallarinnar. Ilmaðaði hreint út sagt vel. Ljósblátt. Ökumaður bif reiðarinnar Ö-6840, gulur Fiat, hefur í dag kl. 07.40 á Hraunsvegi við hús númer 4, gerst brotlegur gegn ákvæðum umferðarlaga, um stöðu og stöðvun ökutækja. Lagt öfugt miðað við akstursstefnu. Vegna framangreinds brots ber að greiða sekt að upphæð nýkr. 110.- í ríkissjóð. Undir þetta ritar lög- reglumaður annaðhvort nr. 6 eða 13, Jóhannes Jensson. Fyrsta um- ferðarlagabrotið staðreynd. Nítján ára námsmaður átti ekki þennan pening. Ég hlýt að hafa verið annars hugar að leggja svona. Ástin óútreiknanleg. Þori ekki að segja pabba frá þessari vitleysu. Sumar- hýran rýrnar. Andskotinn! Börnin nýorðin þrjú og ekki úr vegi fyrir fjölskylduna að stækka heimilið. Í bígerð að kaupa nýbyggt raðhús í Lágmóanum, í hjarta Njarðvíkur. Bæjarfélagið fagnar 50 ára afmæli og von er á forsetanum í tilefni hátíðarhald- anna. Eins og það væri ekki nóg. Hjá ungum og hraustum manni á tuttugasta og níunda ári kraumaði krafturinn undir niðri. Vildi ólmur breyta ímynd Verslunarmanna- félagsins. Kjörin og félagsaðildin ónóg. Bauð mig fram til formanns. Jói Geirdal keppinauturinn. Taldi að viss stöðnun hefði átt sér stað og nýtt fólk yrði að koma til svo að störf félagsins breyttust, þau yrðu persónulegri. Lagði aðaláherslu á að bæta samskiptamál félagsins. Laut í lægra haldi. Tími tilkominn að flytja aftur til Keflavíkur. Í Háaleitið. Sum- arið eitt það erfiðasta í lífinu. Missti bæði atvinnu og móður í sama mánuði. Heimurinn hrundi í einni svipan og sálarlífið stóð á brauð- fótum. Á öllum sviðum. Þrjátíu og níu ára og dapur. Ómetanleg hjálp og samheldni í fjölskyldu og vinum. Sá ljósið að nýju. Allt í nýju ljósi. Ný verkefni komu upp í hendurnar. Fullviss um að öllu væri stýrt að handan. Umvafinn kærleika og hlýju. Í Jesú nafni. Fimmtudagurinn 6. desember. Fjörtíu og níu ára gamall í dag. Auðmýkt efst í huga. Best að skrifa eitthvað í dagbókina. vf.is Fimmtudagurinn 6. desember 2012 • 48. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540 Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting VALUR KETILSSON SKRIFAR FIMMTUDAGSVALS FRÉTTAVAKT VF Í SÍMA 898 222 Fagleg, traust og persónuleg þjónusta Hringbraut 99 - 577 1150 VIÐ ÞÖKKUM SUÐURNESJAMÖNNUM FYRIR GÓÐA MÓTTÖKUR VIÐ OPNUN APÓTEKS SUÐURNESJA Við höfum ákveðið að láta öll tilboð gilda til áramóta 20% afsláttur á Now vítamínum 15% afsláttur á Nikótínlyfjum Lágt lyfjaverð og góð þjónusta Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Apótek Suðurnesja er opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. Erum mætt aftur! Dagbók níunnar Eldsneyti var stolið af sjúkra-bíl í Reykjanesbæ í síðustu viku. Bifreiðin stóð á bílastæði við slökkvistöðina í Reykjanesbæ þegar óprúttnir aðilar í skjóli nætur tóku nær allt eldsneytið af bílnum. Þegar eldsneyti er stolið af neyðar- bílum getur það haft mjög alvar- legar afleyðingar þegar til neyðar- tilfella kemur og viðkomandi út- kallstæki er nánast eldneytislaust. Umræddur sjúkrabíll er notaður sem varasjúkrabíll þegar aðrir bílar BS eru í útkalli. Það gerist reglulega að allir sjúkrabílar svæðisins eru uppteknir og þá þarf að grípa til varabílsins. Á undanförnum vikum hefur borið á því að eldsneyti sé stolið af bílum og er skemmst að minnast elds- voða við Iðavelli þegar verið var að dæla eldsneyti af bíl með þeim afleiðingum að eldur varð laus og mikið tjón hlaust af. „Þessir þjófnaðir virðast vera farir að færast á annað stig, þegar svo er komið að eldsneyti er stolið af neyðarbílum slökkviliðsins. Ég veit ekki hvort að þeir sem leggjast svo lágt geri sér grein fyrir því að útkallið gæti eins verið til þeirra, eða þeirra ættingja sem og annara bæjarbúa,“ segir Jón Guðlaugs- son, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón vill að endingu hvetja þá sem verða varir við eitthvað óeðlilegt at- hæfi að hafa samband við lögreglu þannig að hægt verði að stemma stigu við þessum ófögnuði sem þessir þjófnaðir eru. Stálu eldSneyti af Sjúkrabílnum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.