Gerðir kirkjuþings - 1966, Side 23
13. gr.
óbreytt.
14. gr.
Óbreytt.
15. gr.
óbreytt.
16. gr.
óbreytt.
17. gr.
Fjögur víðlend og afskekkt prestaköll skulu njóta staðarupp-
bótar, er nemi hálfum byrjunarlaunum sóknarprests, og önnur 10 presta-
köll, er nemi fjórðungi byrjunarlauna. Skal uppbót þessi veitt
samkvæmt mati kirkjustjórnar á staðháttum að fengnum tillögum stjórnai
Prestafélags íslands og skulu prestaköll metin til staðaruppbóta á
10 ára fresti.
Ny qrein: 18. gr.
Eigi er guðfræðingi rátt að sækja um sóknarprestsembætti í
þjóðkirkjunni, nema hann hafi þjónað sem settur prestur eða
aðstoðarprestur eitt ár.
Ny qrein: 19. gr.
Nú tekst ekki að fá prestakall skipað í fimm ár, og er þá
kirkjustjórn heimilt að sameina það öðru prestakalli eða öðrum. -
Nu hefur prestakall lagzt niður með þessum hætti og skal það tekið
upp að nýju, ef tala íbúa og aðrar aðstæður gera það eðlilegt að
mati kirkjustjórnar.
18. gr. verði óbreytt 21. gr.
19. gr. verði óbreytt 20. gr.
20. gr. verði 22. gr.
Kirkjustjórn hlutast til um, að þær breytingar á skipun presta-
kalla, sem ákvæði 1. greinar hafa í för með sér, komist á jafnóðum og
prestaköllin losna eftir gildistöku þessara laga.