Gerðir kirkjuþings - 1966, Side 27
5. Kirkjuþinq.
2. mal
Frumvarp til laga
um biskupa hinnar íslenzku þjóðkirkju.
Samið af milliþinganefnd.
Flutt af biskupi.
1. gr •
Þrír skulu vera biskupar íslenzku þjóðkirkjunnar:
Reykjavíkurbiskup, Skálholtsbiskup og Hólabiskup. Skal
Reykjavíkurbiskup sitja í Reykjavík, Skálholtsbiskup í
Skálholti og Hólabiskup á HÓlum í Hjaltadal. Kirkjumála-
ráðherra getur ákveðið að Hólabiskup skuli einnig hafa
aðsetur á öðrum stað í biskupsdæminu ef prestastefna
biskupsdæmisins og meiri hluti sóknarnefndarformanna þess
samþykkja annað aðsetur.
2. gr.
Reykjavíkurbiskupsdæmi nær yfir núverandi Reykjavíkur-
prófastsdæmi og Kjalarnesprófastsdæmi nema Vestmannaeyjar;
Hólabiskupsdæmi yfir HÓlabiskupsdæmi hið forna og auk þess bæði
Múlaprófastsdæmin, en Skálholtsbiskupsdæmi yfir aðra landshluta.
3. gr.
Forseti íslands veitir biskupsdæmi að undangengnu
biskupskjöri.
Prófastar og þjónandi prestar hvers biskupsdæmis kjósa
biskup í því biskupsdæmi.
Skipa skal þann biskup, er flest atkvæði fær við
biskupskjör.
Kjörgengir til biskupsembættis eru allir þeir, sem
fullnægja skilyrðum til að gegna prestsembætti í þjóð-
kirkjunni án tillits til þess, hvar þeir eru búsettir.
Biskupskjör skal vera leynilegt, en að öðru leyti
setur kirkjumálaráönerra með reglugerð nánari fyrirmæli
um framkvæmd þess.
4.gr.
Biskuparnir þrír skipa biskuparáð.
Reykjavíkurbiskup er forseti biskuparáðs.