Gerðir kirkjuþings - 1966, Page 14
ókeypis 1óð undir íbúðarhús hans.
6. gr.
Biskupi er heimilt að ráða tvo prestsvígða menn, annan að
Skálholti hinn að Holum, þó ekki fyrr en starfsaðstaða og sórstök
verkefni eru f>ar fyrir hendi. Staða þeirra gagnvart sóknarprestum
staðanna skal þó aldrei vera meiri en aðstoðarprests.
7. gr.
Biskupi er heimilt að ráða tvo prestsvígða menn til þess
að gegna prestsþjónustu um stundarsakir í þeim prestaköllum,
þar sem prestur er veikur eða prestakaliið prestslaust af öðrum
ástæðum. Skulu þeir taldir þjóaandi prestar þjóðkirkjunnar.
8. gr.
Biskupi er heimilt að ráða prestsvígðan mann sem æskulýðs-
fulltrúa þjóðkirkjunnar til þess að aðstoða og leiðbeina við
æskulýðsstörf í söfnuðum landsins. Ráðningartími skal vera
allt að þremur árum í senn. Þá er og heimilt að ráða tvo
aðstoðaræskulýðsfulltrúa til starfa með æskulýðsfulltrúa þjóð-
kirkjunnar. Skal annar þeirra búsettur norðanlands.
9. gr.
Biskupi er heimilt að ráða tvo sérmenntaða, prestsvígða
menn til sjúkrahúsa- og fangaþjónustu. Biskup setur þeim
erindisbróf.
10. gr.
Heimilt er kirkjustjórninni að ráða til þriggja ára í senn
prestsvígðan mann til kirkjulegra starfa meðal íslendinga í
Kaupmannahöfn og annars staðar á Norðurlöndum eftir því sem
við verður komið. Ráðherra setur honum erindisbréf.
11. gr.
Heimilt er biskupi ao ráða prestsvígðan mann til þess
að annast og skipuleggja kristilegt starf meðal íslenzkra sjómanna
og annara þeirra, sem dvelja langtímum saman fjarri heimilum
sínum á vertíðum.