Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 13
2. gr.
í Reykjavíkurprófastsdæmi skal vera safnaðarráð.
Skal það vera skipað formönnum safnaðarnefnda og safnaðarfull-
truum í prófastsdæminu og prestum þess. Prófastur er formaður
ráðsins og kallar það saman. Skylt skal að kalla safnaðarráð
saman til fundar, þegar fullur þriðjungur safnaðarráðsmanna
óskar þess. Verkefni ráðsins eru:
1. Að gera tillögur Um skiptingu prófastsdæmisins í sóknir og
prestakoll og um breytingar á þeim svo oft, sem þörf er, og skal
su skipting miðuð við það, að einn prestur sé í hverju presta-
kalli.
2. Að sjá um kosningu safnaðarnefnda í prestaköllum eftir
skiptingu. Ein safnaðarnefnd sé fyrir hvert prestakall, og
hefur hún á hendi störf sóknarnefndar, eftir því sem við á,
og er kosin með sama hætti. Þar sem fleiri en einn söfnuður
eiga sömu kirkju, skulu nefndirnar hafa sameiginlega stjórn á
afnotum og fjármálum kirkjunnar.
3. Að vinna að eflingu kirkjulegs starfs og kristilegrar
félagsstarfsemi innan prófastsdæmisins.
3. gr.
í kaupstöðum utan Reykjavíkurprófastsdæmis skulu prestar
vera svo margir, að sem næst 4000 manns komi á hvern. Skipta
skal prestaköllum, þar sem eru tveir eða fleiri prestar, á
hliðstæðan hátt og ákveðið er í 2.gr. , 1. tölulið.
4. gr.
Nú er skipt prestakalli í tvö eða fleiri prestaköll, og
hefur þá presturinn rétt til að velja, hvaða hluta þess
hann hyggst að þjóna, eða sá, er lengur hefur þjónað kallinu,
sé um tvo að ræöa.
5. gr.
Sveitafélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja
til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðar-
gjaldi. Nú er presti skylt að hafa aðsetur í kaupstað eða kaup-
túni, og er þá sveitar- eða bæjarfélagi skylt að leggja til