Gerðir kirkjuþings - 1966, Side 38

Gerðir kirkjuþings - 1966, Side 38
5. Kirkjuþinq 10. mál Tillaqa til þinqsályktunar. Flm. Steingrímur Benediktsson. Kirkjuþing vekur á því athygli, að löggilt helgisiðabók hinnar ísl. þjóðkirkju, er skuldbindandi fyrirpresta hennar og að óheimilt er að innleiða aðra helgisiði, nema að þeir fái fyrs staðfestingu ráttra aðila í nýrri helgisiðabók. Við fyrri umræðu málsins flutti biskup breytingartill. : Kirkjuþing vekur á því athygli, að löggilt helgisiðabók hinnar ísl. þjóðkirkju er skuldbindandi fyrir presta hennar og að óheimilt er að víkja frá henni í verulegum atriðum nema með leyfi lögmæltra aðilja og þá í tilrauna skyni. Jafnframt telur Kirkjuþing, að endurskoðun á helgisiðabók kirkju vorrar só orðin knýjandi nauðsyn. Málinu var vísað til löggjafarnefndar• Álit hennar kom til umraei 15. okt. og lagði hún fram svohljóðandi tillögu: Kirkjuþing vekur á því athygli, að löggilt helgisiðabók hinnar íslensku þjóðkirkju er skuldbindandi fyrir presta hennar í öllum höfuðatriðum, og að óheimilt er að innleiða aðra helgi- siði, nema að þeir hafi fengið staðfestingu lögmætra aðila í nýrri helgisiðabók. Jafnframt ályktar Kirkjuþingið að endurskoðun helgisiða- bókarinnar só nauðsynleg, og samþykkir að kosin skuli fimm manna nefnd til að semja uppkast nýrrar handbókar. Kjósi þingið nú tvo menn og tvo varamenn í nefndina og beinir því til næstu prestastefnu að kjósa tvo aðra og tvo varamenn. Biskup íslands só sjálfkjörinn formaður nefndarinnar. Þegar komið er fram

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.