Gerðir kirkjuþings - 1983, Síða 24
18
til sln taJca serstaklega. " Eg hefi rætt mál þetta viö hagstofu-
stjóra og benti hann á, að á nafnskírteini væri takmarkað rúm
vió nafn mannsins, og ekki rýmra en svo aó nöfn sem hefóu yfir
23 bókstafi kæmust þar eigi fyrir. Eins og kunnugt er stendur i
lögum, að hver maður skuli heita einu eða tveimur nöfnum. Lögin
gera því ekki ráð fyrir þremur nöfnum á neinum manni. Hagstofu-
stjóri gat þess eigi að síður, að nöfnin væru skammstöfuð, ef
Hagstofunni bærust fleiri en tvö nöfn og eigi væri hægt að koma
þeim fyrir með öðru móti á skírteininu.
32. mál Um nefndaskipun þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþingió kaus þriggja manna nefnd til þess að gera úttekt á
nefndafyrirkomulagi kirkjunnar og koma með tillögur um samræmingu
á starfi þeirra og annarra starfshátta kirkjunnar. í nefndina voru
kosnir: Séra Bragi Friðriksson prófastur, séra Halldór Gunnarsson,
og séra Jón Bjarman fangaprestur. Nefndin hefur lagt fram ítarlega
skýrslu og greinargerð um störf sín, er send var kirkjuþingsmönnum
til athugunar.
33. mál. Um aó auka við og endurskoða sálmabókina.
Málinu var vísað til Kirkjuráðs til frekari athugunar.
Skipaói ráðiö nefnd til þess að vinna að útgáfu sálmabókarvið-
bætis. I nefndinni eru: Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri,
séra Jón Árni Sigurðsson og séra Kristján Valur Ingólfsson og
varamaður í fjarveru hans Jón Helgi Þórarinsson guðfræöingur,
sem kjörinn var formaður nefndarinnar. Geta má þess, að í ná-
grannakirkjum okkar fer nú fram endurnýjun og viðbót á sálmum.
Nefndin hefur skrifað bréf til presta, organista og söngstjóra
og óskað eftir tillögum og ábendingum um sálma í þennan við-
bæti.
36. mál. Um þýðingu og útgáfu kirkjusögu Finns biskups Jónssonar.
Málið var sent guðfræði- og heimspekideildum Háskólans og séra
Jónasi Gíslasyni dósent í kirkjusögu. Sagnfræði og bókmennta-
deild Háskólans fékk og málið til meðferöar, og hefur sagnfræöi-
stofnunin ritað bréf um málið, sem kirkjuþingsmenn hafa fengið
til athugunar.
37. mál. Um sérprentun laga og reglugerða sem kirkjuna varöar og
starfsmenn hennar.
Séra Bjarna Sigurðssyni lektor og lögfræðingi var falin frekari
athugun á þessu máli og er það í höndum hans. Þörf er á, að