Gerðir kirkjuþings - 1983, Síða 50
42
Greinargerð
meó frv. til laga um starfsmenn þjóðkirkjunnar.
Frumvarp þetta er sent kirkjuþingi til kynningar.
Frumvarpió fjallar um starfsmenn þjóðkirkjunnar, en þó er þess að
geta, að um starfsmenn sókna eru ákvæði í frumvarpi til laga um
kirkjusóknir o.fl. og er eingöngu tilvisunarákvæði um það efni i
þessu frumvarpi (sbr. 27. gr). Þá er þess einnig að geta, aó á
þessu stigi eru ekki ákvæði i frumvarpi þessu um biskupa og biskups-
dæmi og biskupskosningu, heldur er eingöngu til laga um þetta
efni visað i III. kafla frv. Frumvarp það um greint efni, er siðasta
kirkjuþing samþykkti, er nú til athugunar hjá kirkjumálaráóherra.
Þar sem hér er aðeins um kynningu á frv. aó ræða og nokkur óvissa
um hvert efnissvið þess verður endanlega, þykir ekki ástæða til
aó rita nú greinargerð um einstök ákvæói þess. Á það skal bent, að
efni frumvarps þessa varða mjög prestastéttina, og hefir frumvarpið
þegar verið sent til umsagnar stjórnar Prestafélags íslands. Þá
verða og i frumvarpi þessu og eru raunar nú ákvæði, er heyra undir
verksvið nefndar um starfskjör presta. Hefir frumvarpið verið
sent nefndinni tii kynningar. Ber brýna nauðsyn til þess að sam-
stilla krafta og aó sem flestir láti i ljós álit á einstökum
atriöum.
Frumvarpið fjallar fyrst og fremst um presta og prófasta, setningu
þeirra og skipun, embættisskilyrði, stöðu þeirra að lögum og að
nokkru um starfskjör. Um störf presta er þess að geta, að þau
teljast á ýmsan veg til innri málefna kirkjunnar og eiga ákvæói um
þau ekki heima nema aó nokkru i lögum, er Alþingi setur. Ákvæói
frumvarpsins eru að nokkru leyti samtak úr ýmsum dreifðum lögum,
en allmikið er hér um nýmæli að ræða.
Bent er á, aó ef lög verða sett um þau efni, sem hér er brotið
upp á, fer fram mikil lagahreinsun, sem tvimælalaust er þörf á,
enda eru sum ákvæði, sem 28. gr. gerir ráð fyrir að afnumin verði,
með þeim hætti, að til hálfgildings vansa er fyrir kirkjuna.
Ákvæði 28. gr. er þó rýmra en samsvarar efni frumvarpsins á þessu
stigi.
Stefnt er að þvi að endanlegt frumvarp um ofnagreint efni veröi
lagt fyrir kirkjuþing 1984.