Gerðir kirkjuþings - 1983, Blaðsíða 107
99
1983
14. kirkjuþing
33. mál
T i 1 1 a £ a
til þingsályktunar um stuóning islenzku kirkjunnar
við hugsjón friðarins bæði hérlendis og erlendis.
Flm. sr. Lárus Þ. Guðmundsson, sr. Jón Einarsson,
sr. Ólafur Skúlason, vigslubiskup,
hr. Pétur Sigurgeirsson, biskup,
sr. Sigurður Guðmundsson, vigslubiskup.
Kirkjuþing vill ítreka stuðning sinn við hugsjón friðarins bæði hérlendis og
erlendis og þakkar lofsvert og gott framtak kirkjunnar í friðarboðun á síðustu
aðventu og jólum. Einnig lýsir þingið yfir ánægju sinni að ísl. kirkjan átti
aðild að heimsráðsstefnunni „LÍf og friður," sem haldin var í Uppsölum í Sví-
þjóð dagana 20. - 23. apríl s.l.
Mikil umræóa hefur farið fram meðal kirkjudeilda heimsins um þá geig-
vænlegu ógn sem steðjar að mannkyni vegna vigbúnaðar og sérstaklega
kjarnorkusprengjunnar. íslenska kirkjan hefur tekið þátt i þessari
umræðu. M.a. var prestastefna íslands árið 1982 tileinkuð frióar-
málum. Þar var samþykkt ályktun, sem hvatti söfnuði landsins til
að vinna að friði. Samþykktin átti að vekja þjóðina til umhugsunar
og meðvitundar um málefni friðarins, boðskap lifs og friðar, vonar
og væntumþykju. Á þessum boðskap bera allir kristnir menn ábyrgð.
Kirkjan veróur að fylgja þessari samþykkt eftir.
1) Hún verður að vera leiðandi afl i allri friðarumræðu á kristnum
grundvelli og koma þannig i veg fyrir að pólitiskar öfgar afvega-
leiði umræðu um þessi mál hér á landi.
2) Kirkjan á að flytja boðskap sáttagjörðarinnar milli þjóóa.
3) Guð hefur sett okkur sem ráðsmenn yfir sköpunarverk sitt þvi
til verndar og viðhalds, þess vegna getum við ekki horft hlut-
laust á nokkuð þaó sem ógnar öllu lifi, vegna ábyrgðar ráðs-
mennskunnar, sem vió erum sett i.
4) Kirkjunni ber að stuðla að uppeldi til friðar og verja hvetjandi
til málefnalegrar umræðu um málefni friðarins.