Gerðir kirkjuþings - 1983, Qupperneq 120
112
ci) aö gera tillögur um samræmingu alls þessa starf s, þvi svo
viróist vera við fyrstu sýn sem umboó og Jalutverk sumra
þessara nefnda skarist;
e)aó gera tillögur um almenna skipan starfsþátta kirkjunnar.
Segja má, að eðlilegt sé í almennu félagsstarfi að fela einstökum
mönnum eða hópi manna ákveðin verkefni til úrlausnar, og er kirkjan
engin undantekning frá þeirri reglu, um þaó bera ljósan vottinn
sóknarnefndir og héraðsnefndir, sem starfa eiga i öllum sóknum og
prófastsdæmum landsins skv. lögum nr 36/1907 (l.gr.: „í hverri
kirkjusókn skal vera sóknarnefnd til aó annast þau kirkjulegu mál-
efni, sem sóknina og prófastsdæmið varóa."
Einnig má hér benda á safnaðaráð Reykjavikurprófastsdæmis, sem
starfar samkvæmt 2. gr. laga nr. 35/1970, um skipun prestakalla og
prófastsdæma og um Kristnisjóó. Sjálft kirkjuráð fellur og inn
i þessa skilgreiningu, en það verður til með lögum 1931, sem er
svo breytt með nýrri löggjöf 1957 og aftur 1982. Þá má geta yfir-
kjörstjórnar preststosninga skv. 15. gr. iaga nr. 32/1915 um veit-
ingu prestakalla, stjórn kirkjubyggingasjóðs og Jcirkjubygginganefnd
skv. lögum nr. 21/1981 um kirkjubyggingasjóð, og skipulagsnefnd
kirkjugarða skv. 4. gr. laga nr. 21/1963 um kirkjugarða.
Ofantaldar nefndir, stjórnir og ráó, hafa allar lagagrundvöll og
eru hluti gildandi kirkjulegs skipulags.
Nefndir, stjórnir og ráð, verða til með margskonar hætti öðrum en
lagasetningu inna kirkjunnar sem utan. Sumar þessara fá afar
skýrt afmörkuð verkefni, vinna vel, skila af sér og sögu þeirra er
þar meó lokið. Aðrar fá óljósari hlutverk, engin timamörk og lifa
lengi, stundum af miklu fjöri, annars dauflega, fer þá gjarnan
eftir dugnaói, hugjcvæmni og áhuga nefndamanna.
Fjórir aóilar nafa einkum haft frumkvæói aó stofnun kirkjulegra
nefnda að undanförnu, þ.e. PisKup Islands, kirkjuráð, kirkjuþing
og prestastefna. Stundum er einn þessara aðilja á ferð, oftar
tveir, stundum þrír eða jafnvel allir saman.
Ferillinn er oft þannig, að hiskup Íslands hefir tekið málefni til
meðferðar á prestastefnu, sem krefst áframhaldandi starfs og aó-
geróa. Prestastefna ályktar um málið og nefnir til menn úr hópi