Gerðir kirkjuþings - 1983, Síða 148
140
förla." Af þessu tilefni bendir nefndin á eftirfarandi: Rétt
er, aö Kirkjufræðslunefnd fái í hendur allt það efni, er varðar
kirkjulega fræðslu og kemur út á vegum Þjóðkirkjunnar; enn fremur
það efni, sem berst frá öórum aðilum, innlendum eða erlendum. Með
þeim hætti er unnt aó safna slikum gögnum i einn stað og efna til
þeirrar samræmingar, er vió verður komið.
Jafnframt þvi, sem aö framan greinir, valdi Kirkjufræðslunefnd sér
nýtt meginviðfangsefni á vetrinum. Var það fjölskyldufræósla eða
fræósla unghjóna, sem er liður i fullorðinnafræðslu. Aó þessu
verður einnig vikið nánar hér á eftir.
Siðasta fund vetrarins hélt Kirkjufræðslunefnd á Þingvöllum 19. mai
og stóð hann daglangt. Nefndin gerði Prestastefnu grein fyrir
störfum sinum 22. júní. Undirtektir voru engar. Fyrsti fundur
haustsins fór fram i Biskupsstofu 16. september, en annar fundur á
Þingvöllum 3. október.
2. Starfshópur um fermingarfræðslu:
Haustió 1983 leyfir Kirkjufræóslunefnd sér að leggja sérstaka
áherzlu á raunverulega endurupptöku þess máls, er nefndin geröi
ýtarlega grein fyrir haustið 1980, en ekki leiddi til framkvæmda
fyrr en nefndin sjálf hafði frumkvæði að myndun starfshóps um ferm-
ingarfræðslu siðla árs 1982. Kemur hér að upphaflegum hugmyndum
Kirkjufræðslunefndar, þ.e. eiginlegum framkvæmdum á afmörkuðu svi.ði
sbr. fjórða lið þessarar skýrslu.
Kirkjufræðslunenfd litur á það sem hlutverk sitt að vinna undir-
búningsvinnu af' þvi tagi, sem greinargerðin 1980 vitnaði um.
Hyggst nefndin taka upp hvert viðfangsefnió á fætur öðru og gera
þvi áþekk skil. Að svo búnu vill nefndin, að myndaðir veröi starfs
hópar, er vinni úr nefndarálitunum og láti til sin taka á þeim vett
vangi, sem hverjum hópi um sig er falinn.
Hiö siðast greinda er nú, að þvi er tekur til fermingarstarfanna, i
höndum þess starfshóps- er ætlaður var til að sinna þeim. Kirkju-
fræðslunefnd ætlast til, að hópur þessi hefji gerð námsefnis nú i
vetur, og verði eftir atvikum byggt á tillögum nefndarinnar, en
hún að öðru leyti höfð með i ráðum um niðurstöður. Nefndin óskar
eftir fjárhagslegum stuðningi kirkjuþings við útgáfu efnis og
dreifingu. Enginn texti verður gefinn út nema aö fengnu samþykki
biskups íslands.