Gerðir kirkjuþings - 1983, Side 150
142
væri áherzla á þá skyldu foreldra að kenna börnum bænir og hafa
þær um hönd.
4. Nokkur orð um námsskrá.
Það hefur itrekað komið fram á fundum Kirkjufræóslunefndar, að
brýna nauðsyn beri til aö marka heildarstefnu um fræóslumál ís-
lenzku þjóðkirkjunnar. Nefndin taidi það lengi vel ekki i verka-
hring sinum að standa að slíkri allsherjar stefnumótun, heldur
hugöist hún taka upp hvern þátt kirkjufræóslunnar af öórum og efia
einhverja þá starfsemi, er yröi aö áþreifanlegum notum á afmörkuðum
sviðum, sbr. fermnigarstörf, unghjónafræðslu, fullorðinnafræðslu.
Þetta vildi nefndin gera í náinni samvinnu við kirkjuþing, Kirkju-
ráó og umfram allt presta og aðra starfsmenn kirkjunnar upp til
hópa. Yrði ávöxturinn af athöfnum nefndarinnar þá fremur raunveru-
legar nýjungar i kirkjulegu starfi en skýrslur og álitsgerðir.
Kirkjufræðslunefnd hefur ekki horfió frá sinu upphaflega grund-
vallarsjónarmiði. En nefndinni er þaö ljóst, að einstakir þættir
kirkjufræðslu verða að skoóast í heildarsamhengi. Af sjálfu leiðir,
að nefndin litur á það sem hlutverk sitt aó hefjast handa um geró
námsskrár fyrir kirkjulega fræðslu á íslandi. Námsskrárgeró mætti
setja ákveðin timatakmörk, þannig aö nefndin legöi slíka skrá fyrir
Kirkjuþing haustió 1984. En námsskrá er ekki endanleg í þessu til-
viki fremur en öðrum. Námsskrá fyrir kirkjufræðslu yrói rammi, sem
hafa mætti til viðmiðunar, en væri þó i sífeildri endurskoðun.
Innan þessa ramma héldi Kirkjufræóslunefnd og síðar „Fræðsludeild
kirkjunnar" (sjá fimmta liö þessarar skýrslu) áfram eflingu ein-
stakra þátta á afmörkuðum sviöum kirkjulegrar fræóslu.
Námsskrá um kirkjufræðslvi hefði hugtakið „skirnarfræóslu" að þunga-
miðju. Að öðru leyti tæki hún til fræðslu kristinna manna á öllum
aldri og við sem flestar aóstæöur.
Kirkjufræðslunefnd er það ljóst, að efling kristinnar fræóslu á
heildstæóum grundvelli að tilhlutan kirkjunnar sem stofnunar er
brýnni en ella sakir þess, aö draga verður í efa getu hins almenna
skólakerfis á vettvangi kristinna fræða. Enn fremur er eðlilegt
samhengi kristinnar fræðslu frá vöggu til grafar að finna innan
ramma tilbeiðslu safnaðarins og fjölskyldunnar. Fræðilegar niöur-
stöður nútimarannsókna staðfesta þessa aldagömlu reynslu. Sjálfsagt
er þvi, aö kirkjan leggi sig fram við mótun heildarstefnu, er
birtist i ýrarlegri námsskrá.