Gerðir kirkjuþings - 1983, Side 151
143
5. Frekari störf Kirkjufræðslunefndar. „Fræðsludeild kirkjunnar."
Kirkjufræðslunefnd leggur framanritaða skýrslu og ábendingar fyrir
kirkjuþing i október 1983. Eins og sjá má, gerir nefndin ráð
fyrir aó halda starfi sinu áfram. Meó nokkrum rétti má segja, að
til þessa hafi Kirkjufræðslunefnd einkum starfað i tveimur lotum.
Hin fyrri hófst árið 1979, og henni lauk hausið 1980. Siðari lotan
hófst fyrir réttu ári, og er skýrsla þessi vitnisburóur um hana.
Vikið hefur verió að a.m.k. einni veigamikilli ástæðu til þess að
litió fór fyrir nefndinni árið 1981-1982: Undirtektir við fyrstu
greinargerð hennar og tillögur voru ekki uppörvandi. í annan stað
hafði Kirkjufræðslunefnd með höndum verkefni „nefndanefndar"árið
1981, þótt með óformlegum hætti væri. Hafði biskup íslands falió
þáverandi formanni nefndarinnar, séra Þorvaldi Karli Helgasyni, að
gera úttekt á nefndum kirkjunnar snemma árs 1981. Taldi Kirkju-
fræðslunefnd sér skylt að leggja formanni lió við þetta verk, en
úr þvi varð mjög veruleg vinna, sem formaður síðar gerði fráfarandi
biskupi og Kirkjuráði grein fyrir, þótt ekki séu þar um skjallegar
skýrslur.
Þvi fer fjarri, að kirkjuleg fræðsla á íslandi sé svo skipuleg eóa
öflug sem ástæða væri til og raunar unnt að koma til leiðar. Verk-
efnið að skipuleggja hana og efla er umfangsmikið og átaksillt.
Þvi verður ekki áleiðis snúið i skyndingu. Markmiðið hlýtur að vera
að koma á fót „Fræðsludeild kirkjunnar," er starfi i tengslum vió
Biskupsstofu, líkt og Æskulýðsstarfið, Hjálparstofnunin, Skrifstofa
fréttafulltrúa og Bókaútgáfan Skáholt gera nú þegar. Meðan tilkoma
slikrar stofnunar er undibúin, er óhjákvæmilegt fyrir þjóðkirkjuna
að hafa á snærum sinum launaða fastanefnd, er sinni þeim verkefm:.m,
sem Kirkjufræðslunefnd hefur reynt að fara höndum um. Lýsa kirkju-
fræðslunefndarmenn sig eftir atvikum reiðubúna að starfa áfram i
slíkri nefnd.
Nefndin óskar þvi eftir áliti Kirkjuþings varðandi frekari tilhögun
þessara mála og setur fram eftirfarandi tillögur:
B. Tillögur Krikjufræðslunefndar:
1. kirkjufræðsluriefnd starfi áfram sem launuð fastanefnd, unz
„fræðsludeild kirkjunnar" hefur verió komið á fót. Kirkjuráð
tilnefni menn i starfshópa vegna einstakra verkefna i samráði
við Kirkjufræðslunefnd. Starfshópunum og nefndinni verói séð
fyrir starfsfé.