Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 28

Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 28
FÓLK| Í fataflokkun Rauða krossins tökum við á móti öllum flíkum, allt frá rifnum handklæðum upp í hönnunarkjóla. Þegar eitthvað sérstakt á borð við brúðarkjól kemur inn á gólf er það tekið til hlið- ar og geymt fyrir sérstök tækifæri,“ segir Sandra Grétarsdóttir, rekstrarstjóri fatabúða Rauða kross- ins. Á morgun, föstudag, rennur upp slíkt tækifæri þegar verslun Rauða krossins í Mjódd heldur sér- stakan brúðkaupsdag frá klukkan 10 til 18. „Við höfum safnað þessum kjólum og fylgihlut- um í dágóðan tíma og bjóðum þá nú til kaups. Þetta eru í kringum 17 kjólar af öllum stærðum og gerð- um. Allt frá klassískum satínkjólum upp í rjóma- bollukjóla,“ segir Sandra en einnig verða til sölu jakkaföt og smóking fyrir brúðgumana auk úrvals af fylgihlutum, kórónum, skrauti og skóm. Sandra segir nokkra kjólana sérlega vandaða með perluútsaumi og fíneríi. Þeir eru á mismunandi aldri og í misjöfnu ástandi. „Þeir fylgja ekki allir nýjustu tísku og sumir gætu jafnvel hentað sem búningar í leikhús eða eitthvað slíkt,“ segir Sandra glaðlega. Í Mjóddinni verður komið upp góðri aðstöðu til að skoða og máta kjólana og Sandra býst við nokkrum fjölda fólks. „Þá gildir reglan fyrstur kem- ur, fyrstur fær,“ segir hún glettin. Ekki hefur verið haldinn brúðkaupsdagur áður í verslunum Rauða krossins. „En við héldum útsaumsdag um daginn sem var mjög vinsæll og ætlum að gera meira af því að vera með þemadaga.“ HÖFUÐDJÁSN Kórónur eru sjaldnar meira viðeigandi en á brúðkaupsdaginn. MYND/STEFÁN FAGUR FÓTABÚNAÐUR Brúðarskór eru margir hverjir aðeins notaðir einu sinni. SKRAUT Það kennir ýmissa grasa í fatasöfnun Rauða krossins. PERLUR OG SKART Þessi kóróna færi vel á höfði fagurrar brúðar. SOKKABAND Slör og sokkaband eru hluti af hefðbundnum brúðarklæðnaði. GLÆSILEGT HÖFUÐSKRAUT Þær gerast ekki mikið fegurri kórónurnar. SMART sumarföt, fyrir SMART konur Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my styleStærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Betra blóðflæði Rauðrófu kristall 100% náttúrulegt Einstök virkni og gæði - þú finnur muninn Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Mikið úrval garðsláttuvéla með bensínmótor eða rafmótor Garðsláttuvélar ÞÓR HF Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 -18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is TÍSKA 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 A -9 5 9 C 1 7 5 A -9 4 6 0 1 7 5 A -9 3 2 4 1 7 5 A -9 1 E 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.