Fréttablaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGHúð og hár FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 20158 DRAGÐU FRAM ÞAÐ BESTA Flestar konur kunna að setja á sig farða, púður og maskara. Þegar kemur að augnskuggum og öðrum skyggingum vandast hins vegar málið. Margar komast þó vel upp á lag með að skyggja andlitið og draga þannig fram það besta í eigin fari. Skyggingin fer reyndar svolítið eftir andlits- falli en hér er tekið dæmi um algenga aðferð. Fyrst er settur grunnur, augn- málning og farði. Þegar kemur að skyggingunni er bronspúður eða -gel á borið á enni upp við hárrótina, undir kinnbein, með- fram nefi og á kjálka. Kinnalitur er svo borinn á kinnbein og ljómi þar fyrir ofan, á mitt enni, undir augabrúnir, á nef og fyrir ofan og neðan varir. Í lokin er mikilvægt að blanda með léttum burstastrokum. AF HVERJU FÁUM VIÐ HRUKKUR? Öll fáum við hrukkur. Reyndar mismiklar og mishratt. Á Vísindavefnum er því svarað af hverju hrukkur myndast. Í stórum dráttum er það vegna þess að ung húð býr yfir miklum teygjanleika og getu til að halda í sér raka. Með aldrinum þynnist húðin og erfiðara er fyrir hana að halda í sér raka. Fita, sem er í undirhúð og gefur húðinni fyllingu, minnkar einnig með aldrinum. Þetta leiðir til þess að húðþekjan fer að hanga/síga og hrukkur myndast. Húðlæknar áætla að allt að 90% þeirra breyt- inga í húðinni sem við álítum tilkomnar vegna öldrunar séu í raun vegna skemmda af völdum sólarljóss. Húð sem hefur orðið fyrir áralöngum ljósskemmdum er með fleiri og dýpri hrukkur, auk þess sem víða eru litaskellur vegna ójafnrar litadreifingar. Gefin eru nokkur ráð til að hamla hrukkumynd- un á unga aldri: ● Forðastu að vera of lengi í sólinni, einkum þegar hún er hæst á lofti. Sólarvörn dregur úr áhrifum útfjólublárra geisla að einhverju leyti en getur ekki haldið öllum geislunum frá. ● Slepptu því að fara í ljós. Útfjólubláu geislarnir í perum lampanna eru alveg jafnskaðlegir og geislar sólarinnar, stundum jafnvel verri. ● Ekki reykja! Reykingar ræna húðina verð- mætum raka og valda hrukkumyndun fyrir aldur fram. ● Berðu rakakrem á húðina á hverjum degi, einkum í þurru og köldu veðri. ● Drekktu mikið vatn á hverjum degi til að líkaminn fái nægan vökva sem stuðlar að því að húðin verði mjúk og slétt. BY mótunarlínan er frá Framesi Milanó. Fæst eingöngu á hárgreiðslustofumwww.harogsmink.is VOLUMIZING DRY SHAMPOO HÁRIÐ VEX Í SEX ÁR Á höfðinu eru að meðaltali um hundrað til hundrað og sextíu þúsund hár sem vaxa um það bil einn sentimetra á mánuði. Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár. Þá hættir það að vaxa og dettur að lokum af . Á hverjum degi detta um hundrað hár af höfðinu. Í rótum hársins eru frumur sem framleiða litarefnið melanín. Með aldrinum hrörna frumurnar, framleiðsla litarefnisins minnkar og hárin grána. Hrörnun frumnanna byrjar í kringum 30 ára aldurinn hjá körlum og um það bil fimm árum síðar hjá konum. heimild: vísindavefur.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 9 -3 2 1 C 1 7 5 9 -3 0 E 0 1 7 5 9 -2 F A 4 1 7 5 9 -2 E 6 8 2 8 0 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.