Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 10

Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 10
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 © GRAPHIC NEWS Á valdi ISIS Stuðningur við ISIS Að fullu eða hluta á valdi ISIS Heimildir: Institute for the Study of War, fréttaveitur þ Júní 2014: ISIS nær Mósúl og lýsir yfir stofnun kalífadæmis í Írak og Sýrlandi. 2. ágúst: ISIS hefur sókn til norðurs ásamt ofsóknum gegn minnihlutahópum á borð við Jasída með fjöldamorðum, nauðgunum og þrælahaldi. 8. ágúst: Bandaríkin hefja loftárásir gegn ISIS í Írak og stöðva sókn víga- sveitanna inn á Kúrdasvæðin í norðri. 19. ágúst: Bandaríski blaðamaðurinn James Foley hálshöggvinn og myndband birt af ódæðinu. Fleiri afhöfðanir erlendra gísla fylgja í kjölfarið. September: Loftárásir Bandaríkjanna og Arabaríkja gegn ISIS hefjast í Sýrlandi. Desember: Peshmerga-hersveitir Kúrda hrekja ISIS að mestu út úr Sinjar-héraði, með aðstoð loftárása frá bandarískum og arabískum herþotum. Janúar 2015: Sveitir Kúrda í Sýrlandi ná, með stuðningi frá loftárásum, Kobane aftur á sitt vald eftir meira en fjögurra mánaða hörð átök. Ramadi Sinjar ÍR A N Bagdad Damaskus S Ý R L A N D ANBAR-HÉRAÐ Í R A K Mósúl T Y R K L A N D JÓRDANÍA LÍ BA N O N 100km Rakka Tíkrit Baiji Febrúar: ISIS tekur jórdanskan flugmann af lífi með því að kveikja í honum í litlu búri og birtir myndband. Mars: ISIS eyðileggur assýrískar fornminjar í Numrud og Hatra. Apríl: Íraksher og sjía-sveitir studdar af Íran ná Tíkrit aftur á sitt vald. Maí: ÍR nær á sitt vald bæði Ramadi, höfuðstað Anbar-héraðs, og hinni fornu borg Palmyra í Sýrlandi. Júní: Íraksher nær að hluta bænum Baídjí á sitt vald og vonast til að endur- heimta einnig Mósúl úr höndum ISIS. Fallujah Homs Irbil Kirkuk Haditha Qaim Al-Tanf Hasakah Kúrda- héruðin Deir al-Zawr Aleppo Kobane Palmyra Ár grimmdar og eyðileggingar Þessa dagana er eitt ár liðið frá því leiðtogi Íslamska ríkisins lýsti yfir stofnun kalífadæmis í Írak og Sýrlandi. Enn hafa þessi samtök vald á stórum svæðum í báðum þessum löndum. Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus og Norræna félagið í Reykjavík standa fyrir sameiginlegri dagskrá í Norræna tjaldinu á útisvæði Fundar fólksins við Norræna húsið, dagana 11.-13. júní. Tjaldið er opið alla hátíðina. Allir dagskrárliðir eru ókeypis og öllum opnir. Fimmtudagur 11. júní frá kl. 12-22 kl. 12:30 Smukke biler efter krigen kl. 15:00 Daglegt líf án eiturefna! kl. 15:40 Að læra allt lífið á Norðurlöndunum! Föstudagur 12. júní frá kl. 12-22 kl. 14:00 Geta Norðurlöndin reddað heiminum frá loftslagshörmungum? kl. 14:40 Bætum heilsuna með samstarfi við grannlöndin - tillögur Könbergs kl. 15:30 Allt í hring! Lífhagkerfið er framtíðin! kl. 16:00 Gildi í náttúrunni - virðing og vinsemd kl. 16:30 Norrænn málskilningur – skiptir hann máli? kl. 17:00 100 ára kosningaafmæli á Íslandi og í Danmörku [í sal Norræna hússins] kl. 20:00-22:00 „Á norrænum nótum“ og „Söngur og spé“ Norrænar vísur og slagarar Laugardagur 13. júní kl. 12-22 kl. 11:00 Kosningar í Danmörku - pallborðsumræður. kl. 13:00-15:00 Norrænt menningarmót kl. 15:00 Gjörningur í minningarlundi um fórnarlömbin í Utøya. Stjórnmál, menning, hugleiðingar um lífið sjálft. Nánari upplýsingar á facebook.com/Nordurlondifokus og www.nordichouse.is ÍRAK Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrð- ist til vopna þeirra í útjaðri borg- arinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit allt- af á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baath- flokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslim- ar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran. „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem her- inn hafði sett upp og opnuðu göt- urnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar sett- ir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuð staðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að við- lögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefs- ing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettu- reykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamann- anna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskapar- brot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“ gudsteinn@frettabladid.is Ár undir ógnarstjórn Um þetta leyti á síðasta ári heyrðu íbúarnir í Mósúl í vopnum vígasveita Íslamska ríkisins í útjaðri borgarinnar. Næstu vikurnar lagði hálf milljón manna á flótta. Vestrænir fjölmiðlar hafa í vikunni birt frásagnir íbúa sem flúðu frá borginni. ALÞJÓÐASTJÓRNMÁL Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heimsótti Frans páfa í Páfagarð í gær. Páfinn bauð Pútín velkominn en tveir dagar eru síðan leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, funduðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, án Rússlandsforsetans. Rússland hafði áður átt aðild að samtökunum sem þá nefndust G8 en situr nú úti í kuldanum sökum meints stuðnings við uppreisnarmenn í Úkraínu. Heimsóknin er önnur heimsókn Pútíns í Páfagarð en forsetinn hefur aldrei boðið páfanum til Rússlands. - þea Vladimír Pútín Rússlandsforseti í heimsókn hjá páfanum: Velkominn hjá páfa en ekki G7 HEIMSÓKN Frans páfi bauð Vladimír Pútín velkominn í Páfagarð í gær. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND Um 120 heilbrigðissamtök á Bretlandi undir forystu sam- takanna Action on Smoking and Health lögðu í gær til aukinn skatt á tóbaksframleiðendur. Samtökin vilja að allur peningur sem safnast með skattheimtunni renni beint í forvarnir gegn reykingum. Samtökin segja að þessar aðgerðir ættu að fækka reykingamönnum um tuttugu prósent á næstu árum. Meðalverð á sígarettupakka á Bretlandi er um 1.600 krónur í dag, þar af fara rúmlega 1.200 í skatt. - þea Um 120 heilbrigðissamtök taka höndum saman á Bretlandi: Vilja skatt á tóbaksframleiðendur SKATTUR Heilbrigðissamtök á Bretlandi vilja aukna skattlagningu á tóbaksframleið- endur. NORDICPHOTOS/GETTY HÖFUÐPAURINN Abu Bakr al Baghdadi er sagður hafa særst alvarlega í loftárás Bandaríkjahers í mars og sagður ófær um að stjórna samtökun- um áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 A -4 6 9 C 1 7 5 A -4 5 6 0 1 7 5 A -4 4 2 4 1 7 5 A -4 2 E 8 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.