Fréttablaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 58
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 The Joe Rogan Experience Grínistinn, UFC-lýsand- inn og leikarinn Joe Rogan fær til sín gesti í spjall. Kosið the Best Comedy Podcast of 2012 á iTunes. Fighter & The Kid Vikulegt hlaðvarp um allt milli himins og jarðar. Stjórnað af UFC- keppandanum Brendan Schaub og leikaranum og grínistanum Bryan Callen. Scriptnotes Handritshöfundarnir John August og Craig Mazin ræða hand- ritaskrif og tengd umfjöllunarefni í kvikmynda- og sjón- varpsbransanum. Ég er nýbúinn að uppgötva hlaðvörp og nota þau nær eingöngu sem svefnmeðal. Ástandið er svo alvarlegt að ég hef vaknað upp við það að hvítu Apple-heyrnartólin voru búin að vefjast utan um hálsinn á mér og byrjuð að murka úr mér lífið. Hlaðvarpið Nerdist er í miklu uppáhaldi en þar ræðir hópur af nördum og nördynjum um grín, kvik- myndir, sjónvarpsþætti og allt sem tengist nördisma– oft geggjuð viðtöl við alls konar kempur– var til dæmis að hlusta á meistara John Cusack í nótt. Hann hefur það ágætt.“ Hrafn hlustar einnig á þessi hlaðvörpVikulegur viðtals- þáttur Hófst 8. febrúar 2010 Fjöldi þátta 687 Þáttastjórnendur Chris Hard wick ásamt Jonah Ray og Matt Mira Þemalag Jetpack Blues, Sunset Hues með Anam- anaguchi Hrafn Jónsson, pistlahöfundur og kvikmynda- gerðar maður Inga Árnasyni, sjálfstætt starfandi ljós- myndara í Kaupmannahöfn, brá í brún þegar rigna tók yfir hann textaskila- boðum með hamingjuóskum vegna ljós- myndar eftir hann sem prýddi forsíðu menningarhluta danska dagblaðsins Politiken á dögunum. „Það er ljósmyndahátíð í gangi hér í tíu daga og það eru fleiri en þúsund myndir á sýningunni en ég komst í þeirra eigin ritskoðuðu sýningu sem þeir sjálfir halda,“ segir Ingi ánægður en sýningin sem um ræðir er Copenhag- en Photo Festival og önnur af myndun- um sem Ingi sendi inn í keppnina rataði líkt og áður sagði á forsíðu menningar- hluta Politiken sem samkvæmt dreif- ingartölum frá árinu 2013 er dreift til 88.597 manns og því myndbirting í blaðinu talsverður áfangi. „Ég var bara heppinn, ég veit ekki af hverju þeir völdu mína mynd úr þessum þúsundum mynda,“ segir hann hógvær. „Þetta er náttúrulega mikil hvatning fyrir mig, bæði persónulega og hvað frama snertir,“ segir hann glaður og bætir við: „Það er alltaf gott að fá klapp á bakið í þessum bransa þegar maður er að vinna sjálfstætt.“ Sjálfur hafði Ingi ekki hugmynd um myndbirtinguna. „Ég fór bara í bak- aríið og keypti blaðið, var ekki einu sinni búinn að opna það þegar ég fékk sms og svo komu bara fleiri og fleiri. Maður var ekki einu sinni að leiða hugann að mögu- leikanum,“ segir Ingi sem var að borða morgunmat með konu sinni og börnum í rólegheitunum þegar fregnirnar bárust. Ingi hefur verið sjálfstætt starfandi í Danmörku frá því í desember og segir fara vel um sig og fjölskylduna í Kaup- mannahöfn. „Ég flutti hingað 2009 og er kominn með börn og konu og það fer vel um mig. Það er gott fyrir ljósmynd- ara að vera hérna, þetta er stór vett- vangur.“ Ingi ferðaðist með fyrirsætuna, Hönnu, til Íslands þar sem hann skaut seríu og landslagsmyndir en forsíðu- myndin er tekin í Noregi. „Við fórum skömmu seinna til Íslands og hún var með þegar ég tók landslagsmyndirnar en var bara í bílnum. Það var þokka- lega kalt en engu líkt,“ segir hann hress. „Þegar mann vantar innblástur er alltaf gott að koma heim.“ Ingi hefur að eigin sögn mest- an áhuga á því að mynda fólk þótt hann taki einnig landslagsmyndir. Ljósmynda áhuginn vaknaði árið 2009 og hélt áfram að vaxa og hann skráði sig í nám sem hann kláraði árið 2011. „Ég er mikið að vinna með myndir af fólki. Vinn mikið með andlit og líkams- tjáningu, hvernig fólk kemur fyrir og annað. Mér finnast andlitin og týp- urnar mest spennandi,“ segir hann og bætir við að oft þurfi að beita tals- verðum sannfæringarkrafti til þess að fá fólk til þess að sitja fyrir. „Ef ég finn einhverja persónu sem mér finnst spennandi þá gefst ég eiginlega ekki upp fyrr en ég fæ að mynda hana. Það var einmitt þannig með Hönnu, það tók alveg ár að fá hana til að leyfa mér að mynda sig. Hún er albínói og fékk að líða svolítið fyrir það en svo á endanum samþykkti hún að vera með,“ segir Ingi og bætir við að þau séu auð vitað bæði ánægð með að hún hafi slegið til. gydaloa@frettabladid.is Myndbirtingin kom talsvert á óvart Ljósmyndarinn Ingi Árnason skráði sig í Copenhagen Photo Festival en datt ekki í hug að mynd eft ir hann myndi enda á forsíðu menn- ingar hluta danska blaðsins Politiken. „Ég var bara heppinn, ég veit ekki af hverju þeir völdu mína mynd úr þessum þúsundum mynda.“ FORSÍÐA Myndin sem prýddi forsíðu menningarhluta Poli- tiken en hún var tekin í Noregi. MYND/INGI Ef ég finn ein- hverja persónu sem mér finnst spennandi þá gefst ég eiginlega ekki upp fyrr en ég fæ að mynda hana. Ingi Árnason „Við sjáum fram á að viðburður- inn verði tvöfalt ef ekki þrefalt stærri í kvöld heldur en í fyrra,“ segir Bjarni Hall- grímur Bjarna- son, einn af skipuleggjend- um hátíðarinnar Sumar gleðinnar. Um er að ræða hátíð fyrir öll ungmenni í 8.–10. bekk í grunnskóla sem fram fer í Kaplakrika í kvöld. Bjarni og Grímur Óli Geirsson reka við- burðafyrirtækið Basic House Effect, sem stendur á bak við hátíðina. Um 1.20 0 ungl ing- ar mættu á tónleikana í fyrra. „Þetta verða allavega yfir tvö þúsund unglingar í ár. Við leggj- um mikið upp úr umgjörð- inni og viljum leyfa unglingunum að upplifa alvöru stórtónleika.“ Þar koma fram margir af vin- sælustu tónlistar mönnum þjóðarinnar eins og Frið- rik Dór, AmabAdamA, Jón Jónsson, María Ólafsdót t i r og margir fleiri. Skipuleggj- endur hátíðarinnar leggja mikið upp úr öryggi unglinganna á hátíð- inni. „Við leggjum mikið upp úr öryggi unglinganna, það er númer eitt, tvö og þrjú. Við erum auð- vitað að vinna þetta í samstarfi við félagsmiðstöðvarnar í Hafnar- firði og fleiri aðila.“ Sumargleðin er styrktarsöfnun þar sem ágóðinn rennur óskertur til Barnaspítala Hringsins. Miðasala fer fram við dyr. Gera ráð fyrir tvöfalt stærri tónleikum Tónleikahátíðin Sumargleðin fyrir unglinga í 8. til 10. bekk fer fram í annað sinn í kvöld í Kaplakrika. BJARNI HALLGRÍMUR MARÍA ÓLAFSDÓTTIR LÍFIÐ 11. júní 2015 FIMMTUDAGUR NERDISTUPPÁHALDS HLAÐVARPIÐ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 8 -B B 9 C 1 7 5 8 -B A 6 0 1 7 5 8 -B 9 2 4 1 7 5 8 -B 7 E 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.