Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 26

Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 26
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT Okkar elskulega mamma og amma, BRYNDÍS M. FRIÐÞJÓFSDÓTTIR Álfkonuhvarfi 37, Kópavogi, kvaddi þennan heim þann 7. júní eftir virðingarverða baráttu við krabbamein. Fallegri og yndislegri manneskju er ekki hægt að finna og hennar verður sárt saknað. Jarðarförin verður 16. júní kl. 15.00 í Grafarvogskirkju. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Hanna Maja, Elísabet Hanna og Óskar. Hjartans þakkir fyrir samúð, kveðjur og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu, systur og mágkonu, ÞÓRU KRISTINSDÓTTUR Ársölum 1, Kópavogi. Árni Ingólfsson Ingólfur Árnason Kristrún Árnadóttir Ketill Árni, Tómas Kristinn og Hinrik Ari Ingólfssynir Guðrún Kristinsdóttir Jóhann Guðmundsson Erna Kristinsdóttir Elías Bragi Sólmundarson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar dóttur, móður, systur, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR myndlistarkonu. Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir Ottó Schopka Magnús Tómasson Una Stígsdóttir, Anik Todd, Óðinn A. Todd, Æsa Margrét Todd Magnús Ólafsson Inga Franksdóttir Friðrik Franksson Teitur Atlason Auðunn Atlason Hrappur Magnússon Helga Gerður Magnúsdóttir Halla Oddný Magnúsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Vallholtsvegi 17, Húsavík, lést þann 3. júní á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Útför hennar verður frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 13. júní 2015 kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Sigþór Haraldsson Brynja Ragnarsdóttir Kristján Viðar Haraldsson Hugrún Inga Ingimundardóttir og barnabörn. Fyrrverandi eiginkona mín, elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR Litlu-Brekku í Geiradal, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands laugardaginn 6. júní. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 16. júní kl. 14.00 frá Reykhólakirkju. Birgir Hallgrímsson Hreinn Ch. Birgisson Lilja Huld Sigurðardóttir Hallgrímur Birgisson Unnsteinn Birgisson Fanney Birgisdóttir Birta Dögg Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir þá vináttu og hlýhug sem okkur fjölskyldunni hefur verið sýnd við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS GÚSTAFSSONAR frá Ásbyrgi, Djúpavogi, síðast til heimilis á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Höfða fyrir einstaka umönnun sem hann varð aðnjótandi, og hlýju til okkar fjölskyldunnar. Hilmar Björnsson Hanna Rúna Jóhannsdóttir Lea H. Björnsdóttir Aðalsteinn Sigurgeirsson Jón Valdimar Björnsson Selma Guðmundsdóttir Sigrún Björnsdóttir Júlíus Ólafsson Hreinn Björnsson Ingibjörg J. Ingólfsdóttir Hlíf Björnsdóttir Magnús F. Ingólfsson og fjölskyldur. „Í tilefni af því að í ár eru liðin 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi er saga formæðra okkar rifj- uð upp vítt og breitt um landið,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og tengiliður sýn- ingarinnar Saga líknandi handa í Guð- nýjarstofu í Görðum á Akranesi. „Þar ætlum við að bregða upp myndum af sögu líknandi handa, en hjúkrun, yfir- seta og öll umönnun barna og aldraðra hefur að meira og minna leyti verið í verkahring kvenna í áranna rás, við mjög mismunandi aðstæður,“ bætir Ingibjörg við. Farið verður yfir sögu nítján kvenna sem helguðu líf sitt umönnun annarra. Á meðfylgjandi myndum er sýnt örlít- ið brot af öllu því sem sagan geymir um þetta efni. „Með sýningunni vilj- um við heiðra allar þær konur sem hafa með fórnfýsi og umhyggju líkn- að, huggað og grætt mein. Tól, tæki og magnaðir búningar frá fyrri tíð í eigu Þjóðminjasafnsins eru meðal muna á sýningunni sem gefur innsýn í þær stórfelldu breytingar sem orðið hafa í gegnum tímann í heilbrigðis- málum,“ útskýrir Ingibjörg. Meðal þeirra kvenna sem fjallað er um á sýningunni er Kristrún á Bjargi frá Akranesi, sem tók inn í sinn litla bæ sjúklinga til hjúkrunar og náði undra- verðum árangri, eins og segir í frétta- tilkynningu. Þar segir einnig að fyrsti sjúklingurinn hafi komið í hennar umsjá vorið 1886. Einnig er skyggnst inn í störf ljósmæðra á Akranesi og er farið yfir feril Guðrúnar Gísladóttur, sem fæddist 1868. Hún tók á móti 1.163 börnum á Akranesi auk þess sem hún þótti góð hjúkrunarkona og hjálpaði mikið í spænsku veikinni sem geisaði svo harkalega á Akranesi 1918. Hús Guðrúnar á Mið-Söndum var ávallt kallað Ljósuhús en það stendur enn að Krókatúni 2. Að sögn Ingibjargar verða sýnd sjón- varpsviðtöl við fimm konur sem segja reynslusögu sína og þar á meðal er við- tal við Sigurlínu Gunnarsdóttur sem var önnur tveggja hjúkrunarkvenna sem hófu störf þegar Sjúkrahús Akra- ness tók til starfa árið 1952. „Skagaleikflokkurinn setur upp stúku fund frá 1915 þar sem tillaga Mettu Steinunnar í Mörk var samþykkt um byggingu sjúkraskýlis á Akranesi,“ bætir Ingibjörg við. Hún segir að sum tæki væri jafnvel hægt að nota enn. „Já, til dæmis stól- pípurnar, en þær erum við með í öllum stærðum og gerðum, flottar og emalér- aðar. Ef lítið verður að gera á sýning- unni verður hægt að panta smá hreins- un hjá okkur ef áhugi er fyrir hendi,“ segir ráðherrann fyrrverandi og hlær. kjartanatli@365.is Kvenna sem helguðu líf sitt umönnun minnst Sýningin Saga líknandi handa verður opnuð á Akranesi í dag. Þar er farið yfi r feril kvenna sem störfuðu við umönnun. Stúkufundur frá árinu 1915 verður settur á svið. ÖLLU TJALDAÐ TIL Hér má sjá hluta af sýningunni sem haldin er í Guðnýjarstofu í Görðum á Akranesi. MERKRA KVENNA MINNST Hér má sjá tvær af þeim konum sem minnst er á hátíðinni. MERKISATBURÐIR 1509 Hinrik VII Englandskonungur kvænist fyrsta sinni. Það gerði hann fimm sinnum í viðbót á ævinni. 1535 Greifastríðinu í Danmörku lýkur með sigri Kristjáns 3. í orrustunni við Øksnebjerg. 1870 Bruggverksmiðjan Amstel er stofnuð í Hollandi. 1910 Gasstöð Reykjavíkur tekur til starfa. 1911 Melavöllurinn í Reykjavík vígður. 1957 Handknattleikssamband Íslands er stofnað. 1975 Lög um fóstureyðingar við sérstakar aðstæður taka gildi á Íslandi. 1982 Orrustan um Stanley, lokaorrusta Falklandseyjastríðsins, hefst. 1987 Margaret Thatcher verður fyrsti breski forsætisráðherrann til að vinna kosningar þrisvar í röð á síðustu 160 árum. 1994 Íslandssíld er landað í fyrsta skipti í 27 ár. 1994 Sveitarfélögum á Íslandi fækkar um 18. 2001 Konunglegu fjöldamorðin í Nepal eiga sér stað. Dipendra prins myrðir 10 konungsmeðlimi og sviptir sig lífi. 2004 Ronald Reagan er borinn til grafar. 2000 Hafez Assad Sýrlandsforseti deyr, 69 ára að aldri. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 9 -E 3 D C 1 7 5 9 -E 2 A 0 1 7 5 9 -E 1 6 4 1 7 5 9 -E 0 2 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.