Fréttablaðið - 05.12.2015, Síða 8

Fréttablaðið - 05.12.2015, Síða 8
Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU GEIT P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 Miði fyrir tvo á ABBA söngleikinn sem enginn má missa af Mamma Mia 12.900 kr. Miði fyrir tvo á Njálu og eitt eintak af Brennu-Njáls sögu. Njála 12.200 kr. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gjafakort fyrir tvo og ljúffeng leikhúsmáltíð Leikhúskvöld fyrir sælkera 12.500 kr. Sérstök jólatilboð öryggismál „Það er skelfilegt ástand í Reykjavík,“ segir Harry Þór Hólm- geirsson hjá Körfubílum ehf. Undan- farna daga hafa Harry og félagar þeyst um og aðstoðað vegna snjó- og klaka- fargansins sem liggur yfir öllu. Margir hafa lent í vatnsleka og þeim virðist vera að fjölga. „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár, eins og leigubílstjórinn sagði um árið, og ég hef ekki séð svona ástand áður. Það eru einhver mjög skrítin skilyrði með miklum snjó og frosti,“ segir Harry sem hefur ekki tölu á símtölunum síðustu daga. „Það er bara allt á fullu.“ Hitinn frá húsum nær hjá sumum að þíða undan snjónum á þökunum og vatnið sem þá myndast kemst ekki burt því niðurföllin er stífluð af frosti. Vatnið leitar því inn í húsin. Harry segir mikið tjón víða en engin leið sé að anna öllum sem leiti aðstoðar. „Það er ekkert hægt að berja því þá eyðileggur maður bara rennurnar. Það þarf bara að bíða eftir þíðu. Við brjótum niður grýlukerti og mokum snjó frá rennum og inn á þökin til að létta á. Sum staðar tökum við rennur sundur svo vatnið komist sína leið,“ segir Harry. Ekki sé notað heitt vatn en stundum salt sem virki hægt og rólega. Harry kveðst gáttaður á því hvernig sum hús séu byggð. „Maður er búinn að sjá sorgleg dæmi um hús sem eru á floti,“ segir hann og nefnir sem dæmi hús með valmaþökum og hús í Hlíð- unum og miðbænum. „Þetta er bara úti um allt.“ Sigurbjörn Guðmundsson, varð- stjóri  hjá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins, segir reynt að komast hjá  útköllum vegna snjóvanda og lekamála til að liðið geti verið tilbúið í það sem að því snýr fyrst og fremst, eldsvoða. Slökkviliðið vísi þess í stað á körfubílaþjónustur. „En auðvitað reynum við að hjálpa fólki ef það er komið í einhverja neyð. Og ef þessi fyrirtæki eru öll bundin í verkefnum þá höfum við verið að hjálpa örlítið til.“ Sigurbjörn segir að þótt það sé hægara sagt en gert sé mjög mikilvægt að hreinsa frá rennunum og niður- föllum og af þökum. „En það er um að gera að fara varlega og vera ekki að stefna sér í hættu uppi á efri hæðum, það er aðalmálið. Fólk á ekki að standa uppi á svalahandriðum og þess háttar.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræð- ingur í forvörnum hjá VÍS, tekur í sama streng og Sigurbjörn varðstjóri. „Fólk á ekki að rjúka upp í stiga eða upp á bratt þak í þessu umhverfi sem er núna þar sem er slysahætta. Það verður að fá einhvern sem er með rétt tæki og tól.“ Sigrún varar jafnframt við hættu sem skapast þegar hitinn fer yfir frost- mark eins og í stefndi í gærkvöld. Þá sé viðbúið að snjóhengjur og grýlu- kerti falli niður. „Þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bíl- unum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir, að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráð- leggur Sigrún Þorsteinsdóttir. gar@frettabladid.is Vaxandi vá í vetrarríki Maður sem rekið hefur körfubílaþjónustu í 25 ár hefur ekki séð viðlíka ástand og nú er í höfuðborginni vegna mikils snjóþunga og klaka utan á húsum. Fólk er varað við því að stefna sér í hættu við hreinsun af þökum og rennum. Gríðarleg grýlukerti utan á húsi á Miklubraut gætu fallið með tilheyrandi hættu fyrir þá og það sem undir er. Fréttablaðið/VilhelM harry Þór hólmgeirsson hreinsaði snjó af þaki hótelsins 1919 í hafnarstræti í reykjavík í gær. Fréttablaðið/VilhelM Fólk á ekki að rjúka upp í stiga eða upp á bratt þak í þessu umhverfi sem er núna. Sigrún Þorsteinsdóttir, séfræðingur í forvörnum hjá VÍS 5 . d e s e m b e r 2 0 1 5 l A U g A r d A g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A 7 -E 0 A 4 1 7 A 7 -D F 6 8 1 7 A 7 -D E 2 C 1 7 A 7 -D C F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.