Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 56
FÓLK| HELGIN Leikarinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson segist vera meiri rithöf­undur en leikari þessa dagana, enda kom hans sjötta bók út á dögunum. Líf hans núna snýst því að miklu leyti um að fylgja bókinni eftir og kynna hana. „Þetta hefur svo­ lítið tekið yfir líf mitt þessa stundina. Hlut­ verk leikara og rithöfunda eru keimlík að mörgu leyti en um leið mjög ólík. Í báðum til­ vikum er aðalmarkmiðið að segja sögur, það er eitthvað við það sem mér finnst spennandi og skemmtilegt og þessa dagana brýst það út þannig að ég sest niður og skrifa,“ segir Ævar og heldur áfram: „Á meðan leikhúsið er mikið samvinnubatterí þar sem allir eru að vinna saman að því stóra markmiði að sýningin gangi upp þá situr rithöfundurinn einn með kaffibollann og reynir að fara ekki á Facebook þegar hann á að vera að skrifa. Ég finn mig í báðum hlutverkum, finnst gott að skrifa þegar ég vil vera einn en svo þegar ég sakna hópsins finnst mér gott að vera á meðal fólks.“ TILHEYRIR NÖRDAHÓPNUM STOLTUR Ævar er vel þekktur sem Ævar vísindamaður en hann kom fyrst til sögunnar í útvarps­ þættinum Leynifélaginu á Rás 1 fyrir um átta árum. Hann fór svo að vera með innslög í Stundinni okkar og í janúar fer þriðja þátta­ röðin um vísindamanninn í loftið. Þannig að ævintýrið hefur aldeilis undið upp á sig. Ævar segir aðspurður að karakterinn Ævar vísindamaður sé vissulega byggður á honum sjálfum. „Ég hef alla tíð verið nörd og var auk þess mikill grúskari þegar ég var yngri, for­ vitinn og mikill lestrarhestur. Þetta er hópur sem ég tilheyri stoltur. Vísindamaðurinn er að mörgu leyti byggður á sjálfum mér og þannig nýtist allt mitt grúsk í gegnum árin mér auðvitað einstaklega vel við gerð þátt­ anna. Ég er nú ekki frumlegri en það að þetta eru gömlu gleraugun mín sem hann notar og föt sem ég á. Ég vinn svo út frá því sem mér finnst spennandi og vona að áhuginn smiti út frá sér,“ segir Ævar rithöfundur og leikari. SEXTÍU ÞÚSUND BÆKUR LESNAR Ævar undirbýr nú annað lestrarátak Ævars vísindamanns sem hefst þann fyrsta janúar næstkomandi en fyrsta lestrarátakið var síðastliðinn vetur og gekk það framar vonum. „Þetta er einkaframtak sem byrjaði út frá því að ég var kynnir á ráðstefnu um læsi barna. Það var alveg sama hver kom í pontu, það voru allir að tala um það vandamál að áhugi barna á lestri fari sífellt minnkandi og þá sér­ staklega hjá strákum. Sem gamall bókaormur langaði mig að finna einhverja sniðuga leið til að hafa áhrif á þetta. Það hjálpaði til að þau vita hver ég er út frá sjónvarpinu og þannig hafði ég ákveðið forskot sem mig langaði að nýta í eitthvað sem skiptir máli. Átakið gekk það vel að þegar búið var að telja allar bækur sem voru lesnar, voru það sextíu þúsund bækur og þetta eru krakkarnir sem allir segja að nenni ekki að lesa. Mér fannst það svo ótrúlega töff að ég ákvað að endurtaka leik­ inn. Verðlaunin í bæði skiptin voru og eru þau að það eru fimm krakkar sem verða gerðir að persónum í bókunum mínum. Í fyrra skiptið var það bókin Risaeðlur í Reykjavík sem kom út í vor og svo er það ný bók næsta vor sem er framhald af þeirri bók. Ritstörfin halda því áfram og ég er byrjaður á næstu bók.“ FIMMTÍU ÓLÍK ENDALOK Nýjasta bók Ævars heitir Þín eigin goðsaga og segir Ævar hana virka eins og tölvuleik. „Þessi bók og Þín eigin þjóðsaga sem ég skrif­ aði í fyrra eru í sama bókaflokki. Þær virka eins og tölvuleikur af því þú ræður hvað ger­ ist í bókinni og þú stjórnar ferðinni. Bókin er skrifuð um lesandann og er skrifuð í annarri persónu. Hún byrjar á hefðbundinn hátt en svo stoppar hún þegar eitthvað mikið er að gerast og spyr þig hvað þú vilt gera næst og þá ræður þú hvað gerist. Til dæmis ertu með Þór í bát og Miðgarðsormurinn er að koma og þá getur þú ákveðið hvort þú vilt hjálpa Þór eða synda í land. Þannig klofnar bókin í misjafna búta eftir því hvað þú velur að gera sem þýðir að hún endar oftar en fimmtíu sinnum. Það er því hægt að lesa hana aftur og aftur og þetta er aldrei sama bókin,“ út­ skýrir Ævar og nefnir að þetta form sé þekkt erlendis en hafi ekki mikið verið notað hér heima. „Ég las svona bækur þegar ég var lítill. Þær eru venjulega stuttar en þegar ég byrjaði á Þjóðsögunni þá langaði mig að gera lengri bók sem væri þannig að það væri alveg sama hvað þú veldir, þú fengir alltaf almenni­ legt ævintýri út úr henni. Þannig að bækurn­ ar tvær eru ansi vígalegar, ég veit um krakka sem eru enn að lesa Þjóðsöguna frá því fyrir síðustu jól og eru enn að finna ný ævintýri,“ segir Ævar sem mun lesa upp úr bókinni klukkan tvö í dag við varðeld, ef veður lofar, á Jólamarkaðnum Elliðavatni. n liljabjork@365.is GOTT AÐ VERA NÖRD HÆFILEIKARÍKUR Ævari Þór Benediktssyni finnst gaman að segja sögur, bæði sem rithöfundur og leik- ari. Hann segir það hjálpa sér að vera nörd og að hafa grúskað og lesið mikið. SÖGUMAÐUR Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, finnur sig í hlutverki sagnamannsins. MYND/STEFÁN Árlegur jólamarkaður Pop­Up Verzlunar verður hald­inn í dag, laugardag, í porti Hafnarhússins í Reykjavík milli kl. 11 og 17. Jólamarkaðurinn í ár verður með öðru sniði en áður en auk hönnunar verður boðið upp á myndlist, mat og tónlist. Á markaðnum verða bæði þekktir og óþekktir hönnuðir og listamenn sem eru að koma fram á sjónarsviðið. Nýjar vörur eru í boði, ýmis jólaglaðningur og alls kyns tilboð verða í boði milliliða­ laust beint til neytenda að venju. Heimsókn á jólamarkaðinn er því frábært tækifæri fyrir fagurkera á öllum aldri að kynna sér og kaupa íslenska hönnun og list á sérkjörum. Jólalegar veitingar verða í boði í sérstöku PopUp eldhúsi þar sem upprennandi kokkar verða með jólalegar kræsingar á boðstólum. Gestakokkar eldhúss­ ins í dag verða Linnea Hellström og Krummi Björgvins. Tónlistarfólk mun spila, kynna og selja tónlist sína á jólamark­ aðnum. Kór mun m.a. syngja seinni part dags og sérstakt útgáfuhóf verður haldið vegna bókarinnar og söngleiksins Björt í Sumarhúsi. Rithöfundar mæta auk þess í hús og árita bækur. PopUp Verzlun var stofnuð 2009 af fjórum fatahönnuðum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir PopUp Verzlun. POPUP JÓLA MARKAÐUR BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS - OPIÐ MÁN TIL FÖS 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 FINN GLERSKÁPUR kr. 172.600 GINA STÓLL kr. 19.700 FLY LJÓS kr. 9.980 BOWL LJÓS kr. 34.900 FINN SKENKUR 160 cm kr. 138.700 / FINN BORĐSTOFUBORĐ 90X150/190 kr. 115.700 / FINN STÓLL kr. 17.900 HÚSGÖGN & FYLGIHLUTIR FYRIR HEIMILIĐ 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A 8 -1 2 0 4 1 7 A 8 -1 0 C 8 1 7 A 8 -0 F 8 C 1 7 A 8 -0 E 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.