Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 92
Öll fjölskyldan getur stundað skautaíþróttina saman, hvort sem það er inni í skautahöllum eða á útisvellum, auk þess sem hún er frábær heilsurækt að sögn Mar­ grétar Jamchi Ólafsdóttur, for­ manns Skautasambands Íslands. „Það er einfalt fyrir byrjendur á öllum aldri að leigja skauta og prófa áður en fjárfest er í dýrum búnaði. Auk þess bjóða öll skauta­ félögin upp á skautaskóla fyrir byrjendur. Ég ráðlegg öllum ein­ dregið að byrja á því að fara á nám­ skeið til að læra grunnatriðin.“ Fyrstu heimildir um skipulagt starf hjá skautafélagi hérlendis eru frá árinu 1873 en þá stofnuðu nemar í Latínuskólanum Skauta­ félag Reykjavíkur og stunduðu þá skautahlaup á Tjörninni í Reykja­ vík. Óljóst er hvenær það hætti starfsemi en það var endurvakið árið 1893 og hefur verið meira og minna starfandi síðan. Vantar fleiri svell Bylting varð síðan í iðkun skauta­ íþróttarinnar með yfir byggingu skautasvella hér á landi, fyrst í Laugardalnum árið 1998 og á síðan á Akureyri árið 2000. „Í desember 2003 bættist svo við þriðja yfirbyggða svellið í Egils­ höll en þá var verulega farið að þrengja að iðkendum í Laugardalnum þar sem tvö félög deildu æfinga­ tímanum. Björninn flutti í Egilshöll­ ina og hefur dafnað vel í Grafar­ voginum.“ Í dag er stundað listhlaup á skautum og hokkí hjá Reykjavíkur­ félögunum að sögn Margrétar og fyrir norðan bætist krullan við. „Nú er svo komið að aftur þrengir veru­ lega að félögunum, sérstaklega í Reykjavík, bæði vegna iðkenda­ fjölda og einnig vegna fjölda al­ mennings sem vill stunda skauta. Tíminn í höllunum er nýttur til hins ýtrasta og því brýn nauðsyn að fá þriðja svellið á höfuðborgarsvæð­ inu og vonum við hjá Skautasam­ bandinu að tal um svell í Garða­ bæ eða Kópavogi sem heyrst hefur undanfarið bendi til framkvæmda fyrir skautara á þessum svæðum.“ Miklar framfarir milli ára Skautasamband Íslands, sem hélt upp á 20 ára afmæli á þessu ári, heldur utan um allt sem lýtur að list­ hlaupi á skaut­ um og sam­ hæfðum skautadansi á Íslandi og einblín­ ir fyrst og fremst á uppbygg­ ingu skauta­ íþrótt­ arinn­ ar hér á landi. „Uppbygg­ ingin felst að miklum hluta í því að byggja upp íslenska þjálfara, dóm­ ara og tæknifólk en þannig byggj­ um við hraðar upp betri skautara. Íslenskir skautarar hafa á síðustu árum verið að bæta sig mjög í stig­ um og stigamet eru slegin á næst­ um því hverju móti. Það er mjög hvetjandi og segir okkur að færni og stöðugleiki er að aukast. Áber­ andi er líka hvað margir ungir skautarar eru að koma sterkir inn og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum.“ Skautarar sem vilja ná árangri og stefna á keppni þurfa að æfa mikið. „Íþróttin er mjög tæknileg og líkam lega krefjandi. Það er það sem gerir hana aðlaðandi fyrir af­ reksfólkið. Einnig er það félags­ skapurinn, en vináttan þróast og verður náin þegar skautarar æfa svona mikið saman.“ Áður fyrr mátti finna útisvell víða um land yfir veturinn, t.d. á íþróttavöllum, en þau eru að týna tölunni jafnt og þétt. „Útisvell eru núna meira nýtt sem tilbreyting í kringum jólahátíðina, eins og svell­ ið sem er sett upp við Rockefell­ er Center í New York yfir hátíð­ arnar. Nú er tilraun með að setja svona útisvell upp á Ingólfstorgi í desember og verður gaman að fylgjast með því hvernig það geng­ ur. Ég hvet a.m.k sem flesta til að stoppa við og prófa kringum jólin. Einnig má benda á almenningstíma í skautahöllunum sem allar eru opnar yfir hátíðarnar.“ starri@365.is Skautaíþróttin hæfir flestu fólki Iðkendum skautaíþróttarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár enda íþrótt sem hentar flestu fólki. Fyrsta skautafélagið var stofnað 1873 en í dag eru þrjú skautafélög starfrækt hérlendis. Skautasamband Íslands hélt nýlega upp á 20 ára afmæli sitt. Norðurljósin, lið Skautafélags Reykjavíkur í samhæfðum skautadansi, á síðasta Íslandsmóti. MYND/HELGA HJALTADÓTTIR Fjórar unglingsstúlkur á skautasvellinu á Melavelli í Vesturbæ Reykjavíkur í desembermánuði árið 1976. MYND/SVEINN ÞORMÓÐSSON Jólagjafir vélsleðamannsins www.yamaha.is Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 SR Viper M-TX árg. 2016 30% afsláttur af öllum Rukka göllum í desember Nolan hjálmar Lambhúshettur Hanskar Sleðaskór Gleraugu Verð frá kr. 2.690.000,- www.facebook.com/YamahaMotorIsland ÚTIVIST OG SPORT Kynningarblað 5. desember 20154 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A 8 -2 A B 4 1 7 A 8 -2 9 7 8 1 7 A 8 -2 8 3 C 1 7 A 8 -2 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.