Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 16
53 ævintýri Grimmsbræðra í líflegri endursögn Philps Pullman og frábærri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. HHHHH „Skemmst er frá því að segja að hér er komin unaðsleg bók sem hægt er að lesa aftur og aftur og njóta lestursins ætíð jafn vel.“ K B / DV Danmörk Lars Løkke Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, segir greini- legt að kjósendur hafi töluverðar efa- semdir um Evrópusambandið. Danir felldu á fimmtudag með naumum meirihluta tillögu stjórn- valda um að afsala sér einni af fjórum undanþágum Danmerkur frá Evrópu- sambandslöggjöfinni. Niðurstaðan er áfall fyrir stjórnina, og þýðir meðal annars að Danir geta ekki mikið lengur tekið þátt í lögreglu- samstarfi Evrópuríkja, Europol, án þess að semja sérstaklega um fyrirkomulag þátttökunnar. Í gær birti danska skoðanakönnunar- fyrirtækið Epinion tölur sem sýna að í þjóðaratkvæðagreiðslunni á fimmtudag hafi Danir að mestu kosið þvert á flokka. Þannig skiptust kjósendur Sósíal- demókrata nokkurn veginn í tvennt eftir því hvort þeir kusu með tillög- unni eða á móti, þótt forysta flokksins hafi eindregið hvatt menn til að sam- þykkja. Og þriðjungur stjórnarflokksins Venstre var á móti tillögunni. Løkke forsætisráðherra segir greini- legt að gera þurfi breytingar á Evr- ópusambandinu þannig að það verði „grennra“ og aðildarríkin fái tækifæri til að leysa aðsteðjandi vandamál hvert á sinn máta. „Þetta er eitt af því sem Cameron í Bretlandi hefur sett á dagskrána á næstunni. Og Danmörk á einnig að taka þetta upp,“ sagði Løkke á Facebook- síðu sinni í gær. – gb Danir kusu þvert á flokka um ESB Forsætisráðherra Danmerkur, segir nauðsynlegt að gera breytingar á Evrópu sambandinu. Fréttablaðið/EPa ÞýskalanD Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda  í Sýrlandi. Að vísu eiga hermenn- irnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á  því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Ísl- amska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagen knecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kansl- ari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og  „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á mið- vikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loft- árásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið,  Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu. gudsteinn@frettabladid.is Þjóðverjar senda hermenn í stríð Meirihluti Þjóðverja styður ákvörðun þýska þingsins um stuðning við hernað Frakka og fleiri ríkja gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Ákvörðunin samt umdeild. Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig. Norbert Röttgen formaður utanríkis- málanefndar þýska þjóðþingsins angela Merkel kanslari og Ursula von der leyen, varnarmálaráðherra þýsku stjórnarinnar. Fréttablaðið/EPa 5 . D e s e m b e r 2 0 1 5 l a U G a r D a G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 3 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A 7 -C 7 F 4 1 7 A 7 -C 6 B 8 1 7 A 7 -C 5 7 C 1 7 A 7 -C 4 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.