Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 84
FÓLK| HEIMILI
Þegar þykkur snjómöttull
liggur yfir landinu harðnar
lífið hjá smáfuglunum enda
erfitt að verða sér úti um
æti. Því er um að gera fyrir
fólk að huga að þessum litlu
vinum og útvega þeim eitt-
hvað í gogginn, enda bara
skemmtilegt að fylgjast
með fuglaflokkum flykkjast í
garðinn sinn.
Á vef Fuglaverndar, fugla-
vernd.is, er að finna gagn-
legar upplýsingar um hvern-
ig fóðra skuli garðfugla.
Skógarþrestir, svartþrestir
og starar eru algengir
vetrar fuglar í görðum. Á veturna eru þeir sérlega sólgnir í feitmeti
eins og kjötsag og mör. Einnig þiggja þeir ávexti svo sem epli, perur
og rúsínur. Brauðmeti, sérstaklega ef það er blandað með matarolíu
eða öðru feitmeti, er einnig vel þegið. Best er að koma þessum kræs-
ingum fyrir á fóðurpalli eða hengja upp í tré. Epli og perur er gott að
skera í tvennt og stinga upp á greinarenda 1-2 metra frá jörðu.
Smæstu fuglarnir, á borð við snjótittlinga, auðnutittlinga og finkur,
eru fræætur sem best er að gefa á fóðurpöllum eða húsþökum. Með
fræjum er átt við sólblómafræ og alls konar finkukorn.
SLÆM TÍÐ
FYRIR SMÁFUGLA
SMÁFUGLAR Garðfuglar í fóðri. MYND/GVA
EPLI Smáfuglar gæða sér á ýmsu sem fellur til
á heimilum, til dæmis gömlu brauði eða eplum.
MYND/GVA
Þetta er það skemmtileg-asta sem ég geri,“ segir Hafsteinn Helgi Halldórs-
son en hann smíðar húsgögn
undir heitinu Happie Furniture.
Happie Furniture er samvinnu-
verkefni hans og sambýliskonu
hans, Öglu Egilsdóttur, og hófst
með því að mynd af borði sem
Hafsteinn smíðaði á heimili
þeirra fór á netið.
„Fólk fór að spyrja hvort ég
gæti smíðað borð fyrir það. Svo
vatt þetta hratt upp á sig. Agla
er í arkitektúrnámi við LHÍ og
sjálfur hef ég mikið verið að
hanna og unnið við garðasmíði,
smíði matjurtakassa og fleira.
Það er því sameiginlegt áhuga-
mál okkar að búa til eittvað
hlýlegt og fallegt fyrir heimilið,
vinna með hugmyndir og skapa,“
segir hann.
Smíðið þið þá allt inn á ykkar
heimili?
„Já, flest en oft gerist það
nú samt að hlutirnir heima eru
látnir sitja á hakanum, bara eins
og hjá kokkunum sem panta
alltaf pitsu í kvöldmatinn. En við
erum með hillur og sófaborð og
fleira heima hjá okkur sem við
höfum smíðað. Nýjast er eldhús-
borðið okkar sem við vorum að
klára. Það voru áætlanir komnar
í gang með fleiri verkefni en eftir
að nýi „forstjórinn“ mætti voru
þær settar í salt. Dóttir okkar
kom sem sagt í heiminn fjórum
og hálfri viku fyrir tímann og þar
með hliðraðist dagskráin aðeins.
Hún er forstjórinn sem öllu ræð-
ur,“ segir Hafsteinn hlæjandi.
Hafsteinn segist smíða allt út
frá hjartanu og vill „finna“ fyrir
hlutunum í kringum sig. Hand-
gerðum hlutum fylgi ákveðin
jarðtenging sem sé öllum holl.
„Í heimi hlutanna er ekkert
nær hjarta manns en heimilið.
Við lítum á það sem ákveðið
lærdómsferli að smíða borð
fyrir einhvern, og í samvinnu
við hann. Sjá hvað manneskjuna
virkilega langar í því þetta eru
hlutir sem fara inn á heimili, það
er ekki bara verið að skipta um
einhverja síu í bíl. Þetta er hand-
gert og umhverfisvænt en viður-
inn er ræktaður til þess að fella
hann til nytja. Náttúrlegar línur
njóta sín í viðnum og fólk virki-
lega „finnur“ fyrir borðinu. Það
held ég að sé hollt. Ef við stöldr-
um aldrei við endum við bara
öll undir einhverri steypu þegar
fram líða stundir og missum alla
tengingu við okkur sjálf. Maður
á að gera það sem gott er fyrir
hjartað. Þetta er líka stöðug leit
að hinu „fullkomna borði“ og svo
er svo gefandi að að hjálpa fólki
að koma hugmyndum í fram-
kvæmd.“ n heida@365.is
LEITIN AÐ HINU FULLKOMNA BORÐI
SMÍÐAR MEÐ HJARTANU Hafsteinn Helgi Halldórsson smíðar húsgögn undir heitinu Happie Furniture. Hann segir alla hafa gott af
þeirri jarðtengingu sem fylgi handunnum hlutum sem unnir séu með hjartanu.
NÝI FORSTJÓRINN Dóttir Hafsteins og Öglu kom fjórum vikum fyrir tímann í heiminn og er titluð sem „forstjóri“, enda setti koma
hennar dagskrá Happie Furniture eilítið úr skorðum. Nánar má forvitnast um Happie Furniture á Facebook. MYND/ANTON BRINK
18Konur 4p Digipak 11.171.indd 1
25/11/15 15:28
18Konur 4p Di
gipak 11.171.in
dd 1
25/11/15 15:2
8
Með nýjum vef og appi
getur þú streymt þinni
uppáhaldstónlist hvar
og hvenær sem er.
NÝTT
APP
SEM HLJÓMAR VEL
Áskrifendur 365 fá tveggja
mánaða áskrift að Tónlist.is
og nýútkomna plötu Bubba
Morthens, 18 konur.
Tilboðið gildir til 31. des. 2015
fyrir áskrifendur að völdum
tilboðspökkum 365.
1
1
-1
2
-2
0
1
5
0
9
:2
9
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
A
8
-1
B
E
4
1
7
A
8
-1
A
A
8
1
7
A
8
-1
9
6
C
1
7
A
8
-1
8
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
3
6
s
_
4
1
2
2
0
1
5
C
M
Y
K