Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 30
Fyrsti samlesturinn á Hver er hræddur við Virginíu Woolf? var 16. nóvem-ber og það er nýjung hjá Borgarleikhúsinu að hafa fyrstu samlestra
opna, þannig að fólk úr leikhúsinu
fylgist með og allir eru í raun vel-
komnir. En ég var nýkomin heim
til landsins og varla búin að setja
mig í stellingar, akkúrat að byrja
að nota lesgleraugu og sjónin mín
einhvers staðar mitt á milli eins og
eins og hálfs þannig að engin gler-
augu pössuðu alveg. Svo var þetta á
degi íslenskrar tungu í þokkabók og
ég var alveg dauðhrædd um að mis-
mæla mig og klúðra – en það slapp.“
Þessu lýsir Margrét Vilhjálmsdóttir
skellihlæjandi meðan við erum að
koma okkur fyrir við ný borð í and-
dyri Borgarleikhússins til að spjalla
saman.
Hún er sem sé komin frá Berlín,
þar sem hún er búsett núna, til að
takast á við burðarhlutverk í leik-
ritinu Hver er hræddur við Virginíu
Woolf? eftir bandaríska leikskáldið
Edward Albee. Þetta er hlutverk
Mörtu sem Elizabeth Taylor gerði
ódauðlegt í kvikmynd árið 1966 og
hlaut Óskarsverðlaun fyrir. Hilmir
Snær leikur á móti Margréti eigin-
manninn Georg, sem Richard Bur-
ton gerði skil í myndinni.
„Hver er hræddur við Virginíu
Woolf? er rosalega magnað verk
um líf hjónanna Mörtu og Georgs
og þeirra aðstæður,“ segir Margrét
og heldur áfram: „Marta býður
ungu pari heim til þeirra hjónanna
um miðja nótt í eftir-eftirpartí,
áður eru þau búin að vera í partíi
hjá föður hennar. Það er mikil
grimmd í verkinu og sendingar
milli hjónanna eru eitraðar, ást
þeirra hefur með tímanum snúist
upp í biturð því vonbrigði lífsins
hafa leikið þau grátt.“
Barnleysi er eiginlega þunga-
miðja verksins, að sögn Margrétar,
Margrét Vilhjálmsdóttir, sem fer með aðalkvenhlutverkið í
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? í uppsetningu Borgar-
leikhússins, skilur vel angist söguhetjunnar sem hún leikur
vegna eigin reynslu en varast að nota leikhúsið sem sjálfs-
hjálpartæki. Hún býr úti í Berlín með fjölskyldunni og finnst
dýrmætasta verkefnið að sinna henni vel.
því Mörtu og Georg hefur ekki
orðið barna auðið og ungu hjónin
sem eru gestir þeirra geta heldur
ekki eignast börn. Þau yngri eru
að uppgötva það ástand en eldri
hjónin eru lengi búin að kljást við
það. „En þetta er marglaga verk
með vísanir í allar áttir,“ tekur Mar-
grét fram. „Þarna er feðraveldið því
Marta var alin upp undir hæl föður
síns, háskólaprófessorsins. Nöfnin
eru sótt til fyrstu forsetahjóna
Bandaríkjanna og efnið má jafn-
vel heimfæra upp á fyrstu hjónin,
Adam og Evu, og hina eilífu vinnu
við að láta sambandið endast, um
valdabaráttuna á heimilinu, um
stöðu konunnar, um börnin eða,
eins og í þessu tilfelli, sársaukann
vegna barnleysis. Spennan er raf-
mögnuð og hver sena full af átökum
því þau hjón draga hvort annað inn
í hvern leikinn á fætur öðrum.“
Gefandi fyrir sambandið
Það er Egill Heiðar Anton Pálsson,
eiginmaður Margrétar, sem leik-
stýrir þessari uppfærslu og vinnur
þar með nýja þýðingu Sölku Guð-
mundsdóttur. „Það er stórkostlegt
að vera með nýjan texta sem rímar
algerlega við okkar tíma, án þess
að hallað sé á eldri þýðingar,“ segir
Margrét. En óttast hún ekkert að
talsmátinn og togstreitan í verkinu
smitist yfir í hjónaband þeirra Egils
Heiðars?
„Nei,“ svarar hún brosandi. „Ég
held að hin sterka hjónabandspæl-
ing sé bara gefandi fyrir sambandið
okkar, ætli verkið varpi ekki bara
fallegu ljósi á það? Kannski fer
maður að vanda sig meira og haga
sér betur heima hjá sér! Eflaust
reynir alltaf á hjón að vera að vinna
saman, þó að það virki vel að ýmsu
leyti, annað er ekki að bíða eftir
hinu í mat eða eitthvað slíkt og
mér finnst við ótrúleg heppin að
geta fylgst að núna til Íslands til að
vinna.“
Margrét segir efni leikritsins
Hver er hræddur við Virginíu
Woolf? sígilt, allir þurfi að glíma
við erfiða hluti einhvern tíma á lífs-
leiðinni eða þekki til vandamála ↣
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.isStórt
hlutverk & sterkar
tilfinningar
„Eflaust reynir alltaf á hjón að vera að vinna saman, þó það virki vel að ýmsu leyti, annað er ekki að bíða eftir hinu í mat eða eitthvað slíkt,“ segir Margrét. Fréttablaðið/VilhElM
5 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r30 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
1
-1
2
-2
0
1
5
0
9
:2
9
F
B
1
3
6
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
A
7
-F
E
4
4
1
7
A
7
-F
D
0
8
1
7
A
7
-F
B
C
C
1
7
A
7
-F
A
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
3
6
s
_
4
1
2
2
0
1
5
C
M
Y
K