Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 12
umhverfismál Rannsóknir á íslensku ferskvatnsauðlindinni eru hvað mikilvægastar í ljósi áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Hvergi eru merki hlýnunar eins greinileg hér- lendis. „Það sem við sjáum á Íslandi, bæði á landi, vatni og sjó, er að breytingarnar eru að gerast fyrir framan nefið á okkur,“ segir Sig- urður Guðjónsson, forstjóri Veiði- málastofnunar. „Þetta sést kannski fljótar og gleggra en víða annars staðar, kannski vegna þess að við erum á mörkum ákveðinna lofts- lagssvæða. Hér eru tiltölulega fáar tegundir dýra, frekar einfalt vistkerfi sem bregst mjög hratt við.“ Hér eru aðeins fimm tegundir ferskvatnsfiska og því er auðvelt að merkja þegar ein gefur eftir eða ann- arri vex ásmegin. Víða annars staðar eru tegundirnar taldar í tugum og mun erfiðara að greina breytingar og að sjá hlutina gerast. „Þegar við fáum inn nýjar tegund- ir þá verða þær fyrirferðarmiklar, eins og með flundruna í ferskvatni og það sama er að gerast í sjó eins og makríll hefur sýnt og sannað,“ segir Sigurður og bætir við að bleikja í ferskvatni sé nær horfin úr grunn- um láglendisvötnum á Suður- og Vesturlandi þar sem hún þolir ekki við þegar þau hitna, en bleikjan er hánorræn tegund með útbreiðslu víða á norðurhveli. Sjúkdómar hafa t.d. komið upp í bleikjustofnum vegna hlýnunar. Jónína Herdís Ólafsdóttir, líffræð- ingur á Veiðimálastofnun, bendir á að ferskvatnsvistkerfi eru sam- kvæmt rannsóknum mest röskuðu vistkerfi heimsins, einkum vegna tilhneigingar manna til að flykkjast um þau og raska vatnasviðum. Þar að auki eru þau gjarnan virkjuð og notuð sem fráveitur fyrir ýmsan úrgang. „Ferskvatn er einnig sú vist sem stendur mest ógn af loftlagsbreyt- ingum. Á meðan fuglar og sjávar- dýr við Ísland geta enn sem komið er flutt sig norðar með hlýnandi veðurfari, þá eru mörg ferskvatns- dýr kyrrsett í vatni og ám og hafa takmarkaða möguleika til búferla- flutninga. Ferskvatn er það vistkerfi á Íslandi sem hefur nú þegar fengið á sig þungt högg og eru áhrif loft- lagsbreytinga skýr í rannsóknar- gögnum Veiðimálastofnunar. Sum vötn á landinu hafa hlýnað um 2-3 gráður á einungis þremur áratugum og miðað við spár jarðfræðinga mun gífurleg bráðnun jökla hafa mikil áhrif, bæði á lífríki í ferskvatni sem og jafnrennsli í vatnsbólum. Fersk- vatnsrannsóknir koma því til með að vera í brennidepli á komandi ára- tugum,“ segir Jónína. Samkvæmt Sameinuðu þjóð- unum eru Íslendingar fjórða ríkasta ferskvatnsþjóð heims miðað við höfðatölu, en á sama tíma er fjallað um þá staðreynd á Loftslagsráð- stefnunni í París að ferskvatn kemur til með að verða takmörkuð auðlind í heiminum síðar á þessari öld. Það sem við sjáum á Íslandi, bæði á landi, vatni og sjó, er að breytingarnar eru að gerast fyrir framan nefið á okkur. Sigurður Guðjóns- son, forstjóri Veiðimálastofnunar Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 P R E N T U N .IS Austraströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagata 18 • Langahlíð • Dalbraut 1 Jólakökur,Smákökur,Stórar piparkökurtil að skreyta,PipakökuhúsO.m.fl. JÓLIN ERU HJÁ OKKUR... Hlýnun jarðar sést hvað best á Íslandi Breytingar á tiltölulega einföldu vistkerfi Íslands gera það að verkum að allar breytingar sjást greinilega. Nýjar lífverur verða áberandi í vötnum og í sjó. Vatn verður innan tíðar ein mesta auðlind mannkyns. Ísland er fjórða vatnsríkasta þjóð heims. Ferskvatnsvistkerfi verða fyrir hvað mestu álagi vegna hlýnunar. Fréttablaðið/gva umhverfismál Ekki voru liðnir nema fjórir dagar af Loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í París þegar Laurent Fabius, utanríkisráð- herra Frakka, beindi varnaðarorð- um til samninganefnda landanna 195, sem nú reyna að berja saman tímamótaloftslagssamning, um að gyrða sig í brók. Með sömu vinnu- brögðum verði vinnunni aldrei lokið fyrir tilætlaðan tíma – eða 11. desember næstkomandi. Eins og kunnugt er reynir alþjóða- samfélagið í París að ná saman um markmið í loftlagsmálum sem geta snúið þróuninni við – hnattrænni hlýnun sem innan fárra áratuga mun að óbreyttu kynna fyrir mann- kyni vandamál á áður óþekktum skala. Skilaboðin sem Fabius flutti voru að allt of hægt gengi, en reynslan frá fyrri loftslagsráðstefnum, en þessi er sú 21. í röðinni, kennir að ráð- stefnan muni dragast á langinn og teygja sig einhverja daga fram yfir boðaða lokadagsetningu. Hugi Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, vék að þessu atriði á kynningarfundi fyrir Parísar- fundinn. Á máli Huga var að skilja að þrátt fyrir að markmiðið væri skýrt, og þörfin fyrir samkomulag knýjandi, þá væri flækjustig lokafrá- gangs samningsins gríðarlegt. Hann tiltók nokkur helstu álitamál í samn- ingsdrögunum: Hnattrænt markmið um losun, ábyrgð þróaðra ríkja og þróunarríkja, samræmt bókhald og gegnsæi, fjármál og tjónabætur og lagalegt form samningsins. „Það er líka ekki hægt að ganga að því sem vísu að samkomulag náist í París. Það er líka með öllu óvíst hvað það verður sterkt. Það er líka næsta víst að viðræður halda áfram eftir fundinn um útfærslur á ýmsum atriðum,“ sagði Hugi á fundinum. – shá Menn gyrði sig í brók Utanríkisráðherra Frakka er ekki ánægður með ganginn í samningavinnunni. Myndakredit 195 þjóðir heims hafa hver um sig samninganefnd í París en þær hafa tíma til 11. desember til að komast að samkomulagi um texta lofts- lagssamningsins. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 5 . d e s e m b e r 2 0 1 5 l A u G A r d A G u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A 7 -E F 7 4 1 7 A 7 -E E 3 8 1 7 A 7 -E C F C 1 7 A 7 -E B C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.