Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 22
sætar kartöflur Verð áður 369 kr/kg 185 krkg í jólaskapi 50% AFSLÁTTUR Flóttamenn eiga sviðið á sérstakri dagskrá í Borgarleikhúsinu í dag kl. 13. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. Já, allir! Að kvöldi mánudagsins 23. nóvember kom upp eldur í Plastiðjunni á Selfossi. Um tíma skapaðist neyðarástand og er mikil mildi að ekki hafi farið verr. Slökkvistarf gekk vel og á allt það fólk sem að því kom þakkir skildar. En það eru fleiri sem komu að aðgerðum vegna brunans í Plast­ iðjunni. Á þriðja tug sjálfboðaliða Rauða krossins í Árnesingadeild svöruðu neyðarkalli og opnuðu fjöldahjálparstöð við Vallarskóla. Voru þeir mættir á vettvang mínútum eftir að kallið kom og stöðin var opin áður en síðasti slökkvibíllinn var mættur við Plastiðjuna. Sjálfboðaliðar tóku á móti fólki sem þurfti að yfirgefa heimili sín í skyndi, hlúðu að því í öruggu skjóli, buðu því næturstað og hressingu. Þessir sjálfboðaliðar eiga einnig þakkir skildar. Sjálfboðið starf er eitt af grunn­ gildum Rauða krossins. Á heims­ vísu telja sjálfboðaliðar hreyf­ ingarinnar rúmlega 20 milljónir og eiga þeir allir sameiginlegt að starfa af óeigingirni í þágu mann­ úðar. Tvenn friðarverðlaun Nóbels eru verðskuldaðar viðurkenningar hreyfingarinnar, en heiðurinn að þeim eiga sjálfboðaliðarnir – burðarás hjálparstarfs um allan heim. Í hverri viku er mikill fjöldi sjálf­ boðaliða Rauða krossins á Íslandi að störfum en í dag eru þeir rúm­ lega 4.000 einstaklingar. Það telst einkar frambærilegt á heimsvísu og þarf ekki einu sinni höfðatölu til að undirstrika það. Þetta eru konur og karlar, ungir og aldnir, allt fólk sem tilbúið er að gefa af tíma sínum til stuðnings öðrum. Verkefnin eru fjöl­ mörg og fjölbreytt, en allt verkefni sem styðja einstaklinga eða sam­ félagið með einum eða öðrum hætti. Þörfin aldrei verið meiri Sem dæmi um þau verkefni sem sjálfboðaliðar vinna að má nefna neyðarvarnir og skyndihjálp, heimsóknaþjónustu, fatasöfnun og fataflokkun, að útbúa fata­ pakka fyrir fátækar fjölskyldur, afgreiðsla í verslunum Rauða krossins, svara í Hjálparsímann 1717, svo ekki sé minnst á stuðn­ ing við hælisleitendur og flótta­ fólk. Nú í haust hefur sjálfboða­ liðum Rauða krossins fjölgað um 1.500 manns, sem hafa allir hug á að aðstoða flóttafólk og hælisleit­ endur. Þörfin hefur aldrei verið meiri og við í Rauða krossinum erum stolt af því að almenningur svaraði kallinu. Að lokum þarf að minnast á tombólubörnin, sem oft vinna sitt fyrsta sjálfboðastarf með því að halda tombólu til styrktar Rauða krossinum. Sá peningur sem tombólu börn safna er ávallt nýttur til að styðja við börn í neyð. Öllum sjálfboðaliðum Rauða krossins er vert að þakka. Án þeirra væri starf félagsins um allt land ekki aðeins fátæklegra, held­ ur ómögulegt. Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar, 5. desember er dagurinn ykkar! Til hamingju sjálfboðaliðar. Dagurinn er ykkar! Jóhanna Róbertsdóttir verkefnisstjóri Árnesingadeildar Rauða krossins Undanfarið hef ég rann­sakað konur á flótta og hvernig ofbeldi sem konur verða fyrir fellur að Flóttamanna­ hugtakinu. Það er það hugtak sem úrskurðar um hvort einstaklingar fái stöðu flóttamanns eða ekki en til þess að fá veitta vernd á grundvelli þess þarf einstaklingur að uppfylla þó nokkur skilyrði. Um þetta væri hægt að skrifa fjölmörg orð en hér er stiklað á afar stóru. Eitt af fjölmörgum vandamálum við framgang kynbundinna ofsókna í málsmeðferð hælis umsókna er að ofbeldi á sér oft stað í einrúmi, framið af aðilum ótengdum ríkinu. Þessi staða getur leitt af sér veruleg sönnunarvandræði og reynir á hvort stjórnvöld og réttarkerfi séu í stakk búin að veita fórnarlömbum árangursríka vernd. Stundum veita ríki ekki slíka vernd þar sem ofbeldi er ekki gert refsivert eða ekki er aðhafst vegna brota sem eru kærð á grundvelli laga sem eru til staðar. Rannsóknir og tölfræði benda til þess að gögn um kynbundið ofbeldi séu oft og tíðum ekki aðgengileg þar sem brotin eru ekki tilkynnt eða ekki er saksótt fyrir þau. Í ákveðnum ríkjum eru stjórnvöld ófús til að birta gögn og tölur er varða konur þar sem kynbundið ofbeldi er kerfis bundið þaggað niður. Því getur verið erfitt að nálgast upplýsingar og alþjóðlegar skýrslur um slík brot. Einnig getur verið vandamál að konur hafa víða í heiminum takmarkaðan aðgang að upplýs ingum og að gögnum er byggja undir trúverðugleika hælis­ umsóknar. Haldlítill listi Tvær meginkenningar eru við lýði um hvers konar ábyrgð ríki bera á ofsóknum og mannréttindabrotum sem framin eru á þegnum þeirra af aðilum sem eru ótengdir ríkinu sjálfu. Annars vegar er það sjónarmið um beina ábyrgð eða samsekt ríkis, en þá þarf ásetningur að liggja fyrir hjá ríki að bregðast ekki við ofsóknum og veita vernd. Ekki sé um ofsóknir að ræða ef ríkið er ekki í stakk búið til þess að vernda einstaklinginn og talið að ekki eigi að fordæma ríki fyrir að hafa ekki burði til að vernda borgara sína. Hins vegar er það verndarsjónar­ miðið og er aðalmarkmið þeirrar nálgunar að finna viðeigandi lausn á vandamálinu. Þar er fjarvera full­ nægjandi verndar nóg til þess að ríkið beri ábyrgð og verndarand­ lagið gert að áherslupunkti og horft er á brotið út frá sjónarhóli þolanda en ekki geranda. Algengt er í ákvörðunum útlendingayfir­ valda að litið sé til viðleitni heima­ ríkja umsækjanda til þess að bæta ástandið þrátt fyrir að sú viðleitni skili fórnarlömbunum mögulega engum árangri. Í umræðu um alþjóðlega vernd er stundum talað um örugg ríki, þ.e. ríki sem talin eru vernda borgara sína fyrir ofbeldi eða öðru órétt­ læti sem þeir kunna að verða fyrir og þaðan þurfi enginn að flýja og fá vernd í öðru ríki. Aftur á móti er hægt að færa fyrir því rök að slíkur listi sé haldlítill þar sem nær ómögulegt er að vita með vissu hvar ofsóknir hefjast og eiga sér stað. Hægt er að spyrja sig hvort staða kvenna á flótta frá ríkjum þar sem almennt er viðurkennt að réttindi þeirra séu fótum troðin sé í raun svo ólík stöðu þeirra kvenna sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi hérlendis. Ætli það sé hægt að færa rök fyrir því að þær konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi hérlendis verði í raun fyrir kynbundnum ofsóknum þar sem þær eru ekki verndaðar af íslenskum stjórnvöldum? Hvað ætli það séu margar konur sem hafa þurft að flýja heimili sín hérlendis vegna kynbundins ofbeldis? Ábyrgð ríkja til að vernda borgara sína Kristjana Fenger lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands Hægt er að spyrja sig hvort staða kvenna á flótta frá ríkjum þar sem almennt er viðurkennt að réttindi þeirra séu fótum troðin sé í raun svo ólík stöðu þeirra kvenna sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi hérlendis. GRÍN, HASAR OG RÓMANTÍK Á BÍÓSTÖÐINNI Bíóstöðin er hluti af Skemmtipakkanum þar sem boðið er upp á kvikmyndir allan sólarhringinn. Með því að greiða 1.990 kr. aukalega færðu endalaust tal og 1 GB í GSM. 365.is | Sími 1817 BÍÓSTÖÐ IN ER Í SKEM MTI- PAKKAN UM 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Í hverri viku er mikill fjöldi sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi að störfum en í dag eru þeir rúmlega 4.000 ein- staklingar. 5 . d e s e m b e r 2 0 1 5 l a u g a r d a g u r22 s k o ð u n ∙ f r É t t a b l a ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 8 K _ N E W .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A 7 -A F 4 4 1 7 A 7 -A E 0 8 1 7 A 7 -A C C C 1 7 A 7 -A B 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.