Fréttablaðið - 05.12.2015, Page 59
| ATVINNA | LAUGARDAGUR 5. desember 2015 3
hotelisland.is Hótel Ísland · Ármúli 9 · 108 Reykjavík
Hótel Ísland leitar að markaðs- og sölustjóra, til að leiða fyrirtækið inn
í nýja tíma sem fyrsta sérhæfða „wellness“ hótelið á höfuðborgarsvæðinu.
Hótelið hefur farið í gegnum umtalsverðar endurbætur og býður upp
á einstaka aðstöðu fyrir heilsumeðferðir, spa og endurhæfingu ásamt
veitingarekstri og fundaraðstöðu.
Hótel Ísland er eitt af stærstu hótelum landsins með 129 herbergi en mikill
meirihluti gesta hótelsins eru erlendir ferðamenn. Sóknarfærin í heilsu-
tengdri ferðaþjónustu eru mörg og mikill metnaður innan Hótels Íslands
að nýta tækifærin sem í henni felast. Því leitum við nú að skemmtilegum
og skipulögðum einstaklingi til að leiða markaðssetningu á þeirri einstöku
sérstöðu sem hótelið býr yfir.
Starfssvið:
· Þátttaka í stefnumótun og uppbyggingu markaðsmála
· Ábyrgð á allri sölu og markaðssetningu
· Ábyrgð á vefmálum
· Samskipti og tengslamyndun við erlenda umboðsaðila
· Samskipti við innlenda og erlenda samstarfs- og þjónustuaðila
· Samstarf við auglýsingastofur
Hæfniskröfur:
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi
· Framtakssemi, sjálfstæði, hugmyndaauðgi og atorkusemi, auk þess
að búa yfir miklum skipulagshæfileikum
· Reynsla af vinnu í alþjóðlegu umhverfi og uppbyggingu viðskiptatengsla
· Reynsla af markaðssetningu og kynningarstörfum úr ferðaþjónustu
nauðsynleg
· Reynsla af gerð kynningarefnis, samantekt upplýsinga og nýtingu
samskiptamiðla
· Góð íslenskukunnátta sem og framúrskarandi enskukunnátta í ræðu
og riti, góð færni í þriðja tungumáli er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 13. desember 2015. Byrjað verður að
vinna úr umsóknum um leið og þær berast.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Hilmar Garðar Hjaltason
(hilmar.hjaltason@capacent.is) og Katrín Ólöf Egilsdóttir
(katrin.egilsdottir@capacent.is) hjá Capacent.
Markaðs- og sölustjóri
1
1
-1
2
-2
0
1
5
0
9
:2
9
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
A
8
-3
4
9
4
1
7
A
8
-3
3
5
8
1
7
A
8
-3
2
1
C
1
7
A
8
-3
0
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
3
6
s
_
4
1
2
2
0
1
5
C
M
Y
K