Fréttablaðið - 05.12.2015, Page 62
| ATVINNA | 5. desember 2015 LAUGARDAGUR6
Nánari upplýsingar á rsk.is
442 1000
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
Hæfnikröfur
● Fáguð framkoma, jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
● Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi.
● Öguð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfileika til að vinna undir álagi.
● Góð íslensku- og enskukunnátta. Önnur tungumálakunnátta kostur.
● Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
● Góð almenn tölvukunnátta.
Reynsla af sambærilegum störfum er kostur, en ekki skilyrði.
Frekari upplýsingar um störfin veitir Inga Hanna Guðmundsdóttir starfsmannastjóri RSK
í síma 442 1151. Umsókn skal fylla út á vefslóðinni rsk.is/starf og skal ferilskrá einnig fylgja
með í viðhengi.
Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2015. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf eigi síðar en 1. febrúar. Umsóknir gilda í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við
viðkomandi stéttarfélag.
Ríkisskattstjóri annast álagningu opinberra gjalda og annarra skatta, skatteftirlit og heldur lögbundnar skrár. Að auki er
embættinu falið að sinna ýmsum sérverkefnum til lengri eða skemmri tíma, nú síðast leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra
húsnæðislána og ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán.
Meginstefna RSK í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og
starfsmanna og starfsmanna sín í milli og unnið er eftir gildunum: Fagmennska - Jákvæðni - Samvinna.
Hefur þú ríka þjónustulund?
Afgreiðsla
Nú er tækifæri fyrir öfluga og jákvæða
einstaklinga að ganga til liðs við ríkisskatt-
stjóra því tvö störf í afgreiðslu á Laugavegi
166 eru laus til umsóknar. Helstu verkefni eru
móttaka viðskiptavina, upplýsingamiðlun,
móttaka og afhending gagna og leiðbein-
ingar um ýmis skattamál, fyrirtækja- og
ársreikningaskrá.
Öryggisvarsla
Ríkisskattstjóri leitar að kraftmiklum og
jákvæðum einstaklingi í 60% starf öryggis-
varðar, virka daga milli kl. 12:00 – 17:00, í
móttöku embættisins á Laugavegi 166. Helstu
verkefni auk öryggisvörslu eru móttaka við-
skiptavina, leiðbeiningar og þjónusta við þá,
vöktun öryggismyndavéla sem og önnur
tilfallandi verkefni sem honum eru falin.
Læknar óskast til starfa
Hjúkrunarheimilin Skógarbær og Sunnuhlíð óska eftir
að ráða sameiginlega lækna til starfa. Æskilegt er að
viðkomandi læknar hafi sérgrein í heimilis- öldrunar-
eða lyflækningum, en aðrar sérgreinar koma einnig til
greina.
Starfið gæti vel hentað tveimur til þremur einstakling-
um sem jafnframt sinna störfum á öðrum stofnunum
eða eru með eigin stofurekstur. Heppilegt væri ef
þessir aðilar skiptu á milli sín bakvöktum og afleys-
ingum. Heimilt yrði að samnýta bakvaktir með öðrum
vöktum sé þess óskað.
Launakjör eru samkomulagsatriði og jafnframt er
möguleiki á að sinna þessari vinnu sem verktaki en
áætlað andvirði samningsins er um 35 mkr. á ársgrund-
velli. Umsóknum skal skila, fyrir 14. desember, á net-
fangið hrefna@skogar.is eða kristjan@sunnuhlid.is
Nánari upplýsingar: Kristján Sigurðsson gsm 618-9200
eða Hrefna Sigurðardóttir gsm 896-2024
Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála,
lax- og silungsveiði, hvalveiða o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka.
Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is.
Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing
Verkefnastjóri á Upplýsingatæknisviði Fiskistofu
Fiskistofa leitar að metnaðarfullum og öflugum verkefnastjóra til starfa á höfuðborgarsvæðinu við fjölbreytt verkefni á upplýsingatæknisviði.
Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni:
• Stjórnun verkefna á sviðinu og upplýsingatækniverkefna þvert á svið
• Þarfagreining upplýsingatækniverkefna
• Gerð verkáætlana
• Skjölun verkefna og skráning í verkefnastjórnunarkerfi
• Þjónusta við innri viðskiptavini
• Þátttaka í þróun vefja Fiskistofu
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s í verkefnastjórnun, tölvunarfræði eða verkfræði
• Marktæk reynsla af verkefnastjórnun skilyrði
• Mjög góð tölvukunnátta og skilningur á upplýsingatækni skilyrði
• Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun skilyrði
• Góð skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynleg
Nánari upplýsingar um starfið veitir Leifur Magnússon, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs
í síma 5697900 eða í netfangi leifurm@fiskistofa.is
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á netfangið starf@fiskistofa.is
eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar: „Verkefnastjóri“.
Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2015.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um.
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til
3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru
samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
SÖLUMAÐUR
Á BYGGINGADEILD
Límtré Vírnet ehf. auglýsir eftir sölumanni til starfa á
byggingadeild að Vesturvör 29 í Kópavogi.
Starfssvið
• Tilboðsgerð
• Sala og ráðgjöf fyrir byggingaefni, byggingalausnir
og húsbyggingar.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Iðnmenntun í byggingariðnaði.
• Iðnmeistari, iðnfræðingur, byggingafræðingur eða
sambærileg menntun er kostur.
• Þekking á Word og Excel.
• Þekking á teikniforritunum AutoCAD og SketchUp
er kostur.
• Rík þjónustulund.
• Hæfni í mannlegum samskipum.
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu.
• Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi.
• Frumkvæði og faglegur metnaður.
Umsóknir með ferilskrá sendist til Sigurðar Guðjónssonar
forstöðumanns byggingadeildar á netfangið
sg@limtrevirnet.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður í síma
412-5390 og 617-5390.
Umsóknarfrestur er til 11. desember 2015
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
1
1
-1
2
-2
0
1
5
0
9
:2
9
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
A
8
-4
D
4
4
1
7
A
8
-4
C
0
8
1
7
A
8
-4
A
C
C
1
7
A
8
-4
9
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
3
6
s
_
4
1
2
2
0
1
5
C
M
Y
K