Fréttablaðið - 05.12.2015, Síða 64
| ATVINNA | 5. desember 2015 LAUGARDAGUR8
Fjölbreytt starf við
móttöku og utanumhald
í Norræna húsinu
Ert þú rétta manneskjan?
– Þú ert fyrsta manneskjan sem
svarar þeim sem hringja, skrifa eða
koma í Norræna húsið.
– Þú býrð yfir framúrskarandi
þjónustulund og
skipulagshæfileikum.
– Þú hefur frábæra yfirsýn yfir marga
ólíka viðburði.
– Þú hefur góða tilfinningu fyrir
þörfum notenda hússins og getur
miðlað þeim áfram til tæknimanna
hússins og annarra starfsmanna.
– Þú ert fær í að skipuleggja og
tryggja að allir hafi nauðsynlegar
upplýsingar.
– Þú getur tekist á við fjölbreytt
verkefni og ólíkar manngerðir
á hverjum degi.
– Þú talar og skrifar íslensku, ensku
og eitt skandinavískt tungumál. Helstu viðfangsefni
– Yfirumsjón með viðburða- og
bókunarkerfi hússins.
– Símsvörun.
– Kerfisbundin flokkun og svörun
tölvupósts.
– Umsýsla vegna salarkynna hússins
(bókanir, gerð leigusamninga og
útsending reikninga).
– Ábyrgð á að allar upplýsingar skili
sér frá leigutökum.
– Ferðabókanir fyrir gesti og
starfsmenn hússins.
– Aðstoð við forstjóra, m.a. ljósritun,
bréfaskriftir og útsending gagna.
– Ábyrgð á safnbúð hússins, umsjón
með vörulager og sölu ásamt
uppgjörum.
– Upplýsingagjöf til gesta um
viðburði og sögu hússins.
– Taka á móti gestum hússins.
– Sjá til þess að merkingar og
upplýsingar séu réttar í samstarfi
við verkefnastjóra kynningarmála.
– Boðun starfsmannafunda og ritun
fundargerða.
– Umsjón með miðasölu.
Umsjón með ráðningu hefur Mikkel
Harder forstjóri og veitir hann upp-
lýsingar um starfið í símanúmeri
+354 551 7030 eða skriflega í gegnum
netfangið mikkel@nordichouse.is. Umsóknarfrestur er til og með
17. desember 2015. Viðkomandi þarf
að geta hafið störf sem fyrst.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir
um að sækja um á www.norden.org. Með umsókninni þarf að fylgja starfs-
ferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi
í starfið. Umsókn skal vera á dönsku,
sænsku eða norsku. Vinnutími er virka
daga kl. 9–17. Ráðið er í starfið til
fjögurra ára með möguleika á fram-
leng ingu ráðningarsamnings í fjögur ár
í viðbót skv. reglum Norrænu ráðherra-
nefndarinnar. Nánari upplýsingar um
starfið er að finna á heimasíðu Norræna
hússins www.norraenahusid.is.
Norræna húsið í Reykjavík er norræn
menningarstofnun með áherslu á
bókmenntir, tungumál, arkitektúr,
hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra
þróun. Markmið hússins eru að koma
norrænni menningu á framfæri og
styrkja tengsl við hin Norðurlöndin.
Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku
menningarlífi og húsið er eitt af
meistaraverkum Alvars Aalto.
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
Í BÍLALEIGU Í REYKJAVÍK
Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar,
leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni
í starf þjónustufulltrúa á starfsstöðvar í
Reykjavík. Skemmtilegt og krefjandi starf
í líflegu umhverfi.
Stutt lýsing á starfi:
• Afhending bíla til erlendra sem innlendra
viðskiptavina og móttaka við leiguskil
• Upplýsingagjöf og sala þjónustu
• Skráning bókana
• Skutl viðskiptavina til og frá starfstöð
Hæfniskröfur:
• Stúdentspróf og/eða reynsla af
sambærilegu starfi
• Hæfni í tölvunotkun
• Gilt bílpróf og vera jafnvíg(ur) á
beinskiptan og sjálfskiptan bíl
• Framúrskarandi þjónustulund
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
Unnið er á vöktum 2,2,3 frá 07:00-17:00.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið má finna
undir Laus störf á brimborg.is
Umsóknarfrestur er til 13. desember 2015
Sæktu um
í dag!
1
1
-1
2
-2
0
1
5
0
9
:2
9
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
A
8
-4
8
5
4
1
7
A
8
-4
7
1
8
1
7
A
8
-4
5
D
C
1
7
A
8
-4
4
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
3
6
s
_
4
1
2
2
0
1
5
C
M
Y
K