Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2015, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 05.12.2015, Qupperneq 110
Efnt verður til málstefnu í Norræna húsinu um verk og feril rithöfundarins Eyvindar Péturs Eiríkssonar í tilefni af áttræðisafmæli hans. Í kvöld verður fagnað á Sólon, þar sem fjöldi manns kemur fram. Eftir Eyvind liggja fjölmörg verk; skáldsögur, ljóðabækur, leikrit og fleira. Hann hefur ferðast mikið vegna listarinnar og búið víða. Hann hefur gengið í ýmis störf, þótt hann hafi lengstum sinnt kennslu. Hann er hörkutól og er á meðal þeirra síðustu sem ólust upp á Ströndum og Hornströndum. Gaman að líta til baka „Já, það er afskaplega gaman að líta til baka og sjá þennan fjölda verka sem liggur eftir mann. Allt í allt eru þetta um fjörutíu einstök verk,“ segir Eyvindur þegar blaðamaður innir hann eftir hversu mörg verk liggi eftir hann. Eyvindur er skarpur og á nóg af sögum af viðburðaríkri ævi. Sögur sem ekki rúmast í einni blaðagrein. Sögur um ferðalög, hvort sem það eru ferðir um Sovétríkin á sjöunda áratug síðustu aldar eða heimsókn til frum- byggjabyggða Kanada fyrir um þrjátíu árum. „Ætli ég megi ekki teljast svolítið duglegur,“ segir hann og heldur áfram: „Sérstaklega þar sem skrifin verða ekki að mínu aðalstarfi fyrr en ég kem heim frá Danmörku og Finnlandi í kringum 1990.“ Stoltur af börnunum Eyvindur er ekki síst þekktur fyrir afsprengi sín, sem hafa haft áhrif á íslenska menningu, en hann á fjögur börn. „Ég er ótrúlega stoltur af börnunum mínum. Ég á dótturina Rósu sem er mikil dugn- aðarkona. Síðan á ég þrjá syni, Eiríkur er tölvunarfræðingur búsettur í Danmörku og svo búa þeir Eyjólfur og Erpur hér á landi.“ Þeir tveir síðastnefndu eru auð vitað þekktir fyrir framlag sitt til íslenskrar rapp- menningar. „Eyjólfur er frumkvöðullinn í þessu. Það verður bara að segjast eins og er að Erpur lærði af honum, Eyjólfur dró hann inn í þetta. En Erpur er „slagfærdig“ eins og sagt er,“ útskýrir hann og hlær. Málfræðingur af nýja skólanum Eyvindur er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann er með BA-gráðu frá Háskóla Íslands í dönsku og ensku, ásamt kennslufræði. Síðar nam hann íslensku og finnsku og er cand.mag. í íslenskri málfræði. Í ljósi menntunar sinnar segist hann oft hafa fengið spurninguna um slettur sona sinna í rappinu. „Ég er mál- fræðingur af nýja skólanum. Ég tel að það sé ekkert að því að við notum tökuorð yfir hugtök sem voru kannski ekki áður til. Mestu máli skiptir að grunnhugsunin sé á íslensku. Móðurmálið stendur okkur svo nærri og tungumálið er svo flókið kerfi, svo samofið okkar grunni. Móðurtungan er dýpst og sterkust í okkur. Þegar lítil mál deyja, þá deyja menningarheimar. Þannig að þegar menn hætta að hugsa á sínu Nýmóðins málfræðingur sem ferðast hefur víða Rithöfundurinn Eyvindur Pétur Eiríksson er heiðraður í dag í tilefni af áttræðisafmæli hans. Eftir hann liggja um fjörutíu einstök verk en skrifin urðu hans aðalstarf árið 1990. Eyvindur P. Eiríksson hefur gengið í hin ýmsu störf en lengst af hefur hann sinnt kennslu. Sonur minn, Stefán Júlíus Arthúrsson lést á líknardeild Landspítalans 23. nóvember síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Arthúr Sveinsson Vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, dóttur, systur og frænku, Arnheiðar Önnu Ólafsdóttur sem lést 13. okt. sl., sendum við hjartans þakkir öllum þeim fjölmörgu sem minnst hafa hennar og stutt okkur með ást, umhyggju og kærleika, á þessum erfiða tíma. Guð blessi ykkur. Guðlaug Erla Jónsdóttir Ólafur Baldvin Jónsson Gulla, Hafþór og Bjargey Magga og Linda Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Kristrún Guðmundsdóttir Roesel sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 19. nóvember, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 11. desember kl. 13.00. Roy Richard Roesel Jr. Tamara Lísa Roesel Michele Trappella Nanna B. Benediktz Guðmundur B. Stefánsson Helgi Þór Guðmundsson Kirstín Dóra Árnadóttir Birgir Hlynur Guðmundsson og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Kristófer Óskarsson Dalbraut 16, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 29. nóvember á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 13.00. Sigríður F. Guðmundsdóttir Hafdís Ósk Sigurðardóttir Brynjar Jakobsson Linda Ósk Sigurðardóttir Helgi Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Með kærleik og virðingu Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Jón G. Bjarnason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda eð k rleik og virðingu Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sí i 551 1266 | útför.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hildigunnur Halldórsdóttir Laugarnesvegi 89, áður til heimilis að Hagamel 26, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 28. nóvember, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 8. desember kl. 13.00. Hjördís Sigrún Pálsdóttir Björgúlfur Pétursson Þorgerður Pálsdóttir Guðmundur K. Marinósson Bentína Unnur Pálsdóttir Kristinn Á. Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Erpur Eyvindarson er sonur Eyvindar en auk hans á hann Rósu, Eirík og Eyjólf. móðurmáli, skapast hætta,“ segir Eyvindur. Hann rifjar upp tíma þegar hann dvaldi á meðal frumbyggja í Kanada. „Þar vorum við með túlka sem skildu ekki tungu- málið sem ömmur þeirra og afar töluðu. Þetta voru krakkar sem höfðu lært ensku og skildu nútímasamfélagið, en eldri kyn- slóðirnar töluðu bjagaða ensku, en tjáðu sig á sínu eigin tungumáli.“ Verðlaunaður Eyvindur hefur unnið til nokkurra verð- launa fyrir verk sín, meðal annars Laxness- verðlaunin. Hann hefur einnig verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Í kvöld verður hluti verkanna fluttur af ýmsum listamönnum. Meðal þeirra sem koma fram eru Vilborg Dag- bjartsdóttir, Egill Ólafsson, Steindór And- ersen og Dóri DNA, auk margra fleiri, þar á meðal sonanna Erps og Eyjólfs. Ástráður Eysteinsson prófessor heldur erindi um verðlaunasöguna Landið handan fjarsk- ans og Dagný Kristjánsdóttir prófessor verður með erindi um eldri ljóð Eyvindar í Norræna húsinu á málstefnunni. Njörður P. Njarðvík prófessor, Jóhanna Harðardótt- ir Kjalnesingagoði, Hrafn Andrés Harðar- son skáld og fleiri varpa ljósi á ýmsa þætti í ferli Eyvindar. kjartanatli@frettabladid.is Ég er málfræðingur af nýja skól- anum. Ég tel að það sé ekkert að því að við notum tökuorð yfir hugtök sem voru kannski ekki áður til. 5 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r62 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A 7 -E 5 9 4 1 7 A 7 -E 4 5 8 1 7 A 7 -E 3 1 C 1 7 A 7 -E 1 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.