Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 11

Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 11
11ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 reyndar oft snemma í sjúkdómsferlinu (sjá yfirlit í Nebes, 1989). Þessi skerðing birtist þannig að sjúk- lingarnir hika í tali vegna þess að orðin vantar, þeir muna ekki hvað hugtök þýða og skilja þess vegna ekki alltaf það sem við þá er sagt og nota orð á rangan hátt. Í þessu greinarkorni ætla ég að ræða merkingar- minnistruflanir hjá Alzheimer sjúklingum. En fyrst er rétt að gera stuttlega grein fyrir þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram um innri gerð merkingar- minnis. Kenningar um merkingarminni. Það hvernig hugurinn geymir og flokkar þekkingu er vinsælt rannsóknarefni í sálfræði og hefur einnig verið heimspekingum íhugunarefni. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hvernig merkingarminni er skipu- lagt og hér er ekki hægt að gera grein fyrir þeim en aðgengilegt yfirlit fæst í inngangsbókum um hugfræði (t.d. Eysenck og Keane, 2000). Það sem flestum kenn- ingum um merkingarminni er sameiginlegt er að hug- tök eru táknuð með samsafni þátta eða eiginleika. Eiginleikarnir taka meðal annars til skynrænna þátta (t.d. stærð, litur, lögun, bragð) (e. sensory features) og nytjaþátta (t.d. hvernig hlutir eru notaðir) (e. func- tional features). Einnig eru í merkingarminni upp- lýsingar um hvernig hugtök tengjast innbyrðis. Að minnsta kosti er gert ráð fyrir að við getum ályktað um slíkt út frá þeirri þekkingu sem þar er. Oft sjá menn merkingarminni fyrir sér sem stigveldi hugtaka (sjá t.d. Collins og Quillian, 1972) þar sem hugtök geta verið afmörkuð undirhugtök (lax) og almennari yfir- hugtök sem fela í sér mörg ólík undirhugtök (dýr). Svona hugtakanet er sýnt á mynd 1. Þótt notuð séu orð á mynd 1 til að tákna hvernig hugtök eru geymd er ekki gert ráð fyrir að orð séu geymd í merkingarminni, því að í merkingarminni er hugtakaleg þekking, óbundin orðum. Orðin sjálf eru vistuð annars staðar. Sálfræðirannsóknir á merkingarminni voru fyrst gerðar á heilbrigðum einstaklingum. Þekktar eru rann- sóknir Collins og Quillian (1969) en þeir mældu svar- tíma fólks sem var beðið um að meta sannleiksgildi staðhæfinga (t.d. strútar eru fuglar /laxar eru bláir). Viðbragðstími þátttakandanna var síðan notaður til að álykta um tengsl og fjarlægð milli hugtaka og eigin- leika þeirra í hugtakaneti (sbr. mynd 1). En rannsóknir á heilasköðuðum, þar með töldum sjúklingum með Alzheimer sjúkdóm, hafa einnig mótað hugmyndir okkar um merkingarminni. Einkum má nefna þrennt í þessu samhengi. Í fyrsta lagi geta sumir hugtakaflokkar skaddast en aðrir varðveist og á einhvern hátt hlýtur þetta að endurspegla uppbygg- ingu merkingarminnis. Í öðru lagi hafa sumir talið að yfirhugtök séu ekki eins viðkvæm fyrir truflun og undirhugtök. Í þriðja lagi hafa menn deilt um það hvernig eigi að gera greinarmun á villum á prófum sem endurspegla raunverulegan skaða í merkinga- minni og þeim villum sem endurspegla einhvers konar heftan aðgang að upplýsingum þar. Sértæk skerðing hugtakaflokka í Alzheimer sjúkdómi. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að sumir sjúklingar eiga erfiðara með að rifja upp heiti á lifandi fyrir- bærum, t.d. dýrum, en dauðum hlutum (t.d. Mont- anes, Goldblum & Boller, 1995). Aðrir sjúklingar eiga erfiðara með að rifja upp heiti á hlutum eða hafa á þeim skerta þekkingu. Ekki er alveg ljóst hversvegna þessi munur kemur fram. Flestir telja þó líklegt að þetta endurspegli einhvern grundvallarmun í því hvernig hugtök úr þessum ólíku flokkum (þ.e. lifandi verur vs. dauðir hlutir) séu táknuð, eða geymd í hugarfylgsnum okkar og þar með í heilanum. Þessi staðreynd hefur leitt til þess að fræðimenn hafa talið nauðsynlegt að gera ráð fyrir því að lifandi fyrirbæri séu á einhvern hátt aðskilin frá dauðum hlutum í merkingarminni (sbr. a-lið á mynd 2). En önnur, og líklegri, skýring er til. Hún er sú að í flokkun lifandi fyrirbæra, svo sem dýra og plantna, vegi skynrænir þættir (t.d. litir, stærð, lögun og áferð) mjög þungt en að þessir þættir skipti minna máli þegar við flokkum dauða hluti (sbr. b-lið á Mynd 1. Merkingarminni – ein hugmynd að skipulagi (eftir Collins og Quillian, 1969).

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.