Öldrun - 01.10.2002, Qupperneq 13

Öldrun - 01.10.2002, Qupperneq 13
13ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 (Nebes, 1989; Chertkow & Bub, 1990). Annað sem bendir til að merkingarminni Alzheimer sjúklinga sé skert er að þeir eiga oftast erfiðara með að telja upp orð eftir merkingarflokk (t.d. dýr, föt, ávexti) en eftir ákveðnum bókstaf (t.d. orð sem byrja á F). Ef um væri einungis erfiðleika við að rifja upp og leita í minni ætti ekki merkingarflokkurinn að veitast þeim erfiðari. Hann ætti jafnvel að veitast þeim auðveldari. Samantekt Þótt allir Alzheimer sjúklingar eigi það sammerkt að hafa mjög skert atburðaminni eiga þeir einnig erfitt með ýmislegt sem talið er endurspegla starfsemi merkingarminnis. Í fræðunum er deilt um hver orsök merkingarminnisskerðingarinnar er. Sumir telja að um tap upplýsinga sé að ræða en aðrir að aðgangur að upplýsingum sé af einhverjum ástæðum heftur en upplýsingarnar séu enn til staðar. Síðan er einnig deilt um það hvort tap upplýsinga úr merkingarminni sé alltaf með sama hætti eða ekki. Að mínu mati er alls- endis óvíst að um eina orsök sé að ræða. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytileiki Alzheimersjúklinga er meiri en talið var í fyrstu og þeir sýna ekki allir sama skerð- ingarmynstrið. Ekki er ástæða til að halda að annað gildi um merkingarminniserfiðleika og þess vegna er líklegt að margar ástæður geti legið að baki merkingar- minnisskerðingu í Alzheimersjúkdómi. Heimildir Chertkow, H. og Bub, D. (1990). Semantic memory loss in dementia of Alzheimer´s type. Brain, 113, 397-417. Collins, A.M. og Quillian, M.R. (1969). Retrieval time from semantic memory. Journal of Verbal Learning and Verbal Behavior, 8, 240-247. Eysenck, M.W. og Keane, M. T. (2000). Cognitive psychology. Hove, England: Psyc- hology Press. Garrard, P., Patterson, K., Watson, P. C. og Hodges, J. R. (1998). Category specific semantic loss in dementia of Alzheimer´s type. Brain, 121, 633-646. Jónsdóttir, M. K. og Davíðsdóttir, S. (febrúar 2001). Superordinate and basic level concepts in Alzheimer´s disease. Veggspjald á þingi International Neuropsycho- logical Society í Chicago. Jónsdóttir, M. K. og Martin, R. C. (1995/1996). Superordinate and basic level knowledge in aphasia: A case study. Journal of Neurolinguistics, 9 (4), 261-287. Montanes, P., Goldblum, M. C. og Boller, F. (1995). The naming impairment of living and nonliving items in Alzheimer´s disease. Journal of the International Neuropsychological Society, 1, 39-48. Nebes, R. D. (1989). Semantic memory in Alzheimer´s disease. Psychological Bull- etin, 106 (3), 377-394. Rapp, B. C. og Caramazza, A. (1989). General to specific access to word meaning: A claim re-examined. Cognitive Neuropsychology, 6, 251-272. Rich, J. B., Park, N. W., Dopkin, S. og Brandt, J. (2002). What do Alzheimer´s dise- ase patients know about animals? It depends on task structure and present- ation format. Journal of the International Neuropsychological Society, 8, 83-94. Shallice, T. (1985). From neuropsychology to mental structure. Cambridge: Cambridge University Press. Tulving, E. (1972). Episodic and semantic memory. Í E. Tulving og W. Donaldson (ritstj.), Organization of memory. London: Academic Press. Tulving, E. (1985). How many memory systems are there? American Psychologist, 40, 385-398. Warrington, E. K. (1975). The selective impairment of semantic memory. Quart- erly Journal of Experimental Psychology, 27, 635-657. Wheeler, M.A., Stuss, D.T. og Tulving, E. (1997). Toward a theory of episodic memory: The frontal lobes and autonoetic consciousness. Psychological Bull- etin, 21, 331-354.

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.