Öldrun - 01.10.2002, Side 15
15ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002
Vellíðan, samskipti og tengsl
Samskipti hafa mikil áhrif á líðan okkar óháð því á
hvaða aldursskeiði við erum og hvaða hlutverkum við
gegnum. Samskipti eru álitin einn af áhrifaþáttum heil-
brigðis. Löngum hefur verið sagt að maður sé manns
gaman, en tækni og hraði nútímans breyta samskipta-
háttum og breikka bilið á milli þeirra sem þurfa að
hefta straum of mikilla samskipta og þeirra sem sitja
hjá, einmana mitt í hringiðu annríkis og offramboðs. Í
grein þessari verður fjallað um mikilvægi góðra sam-
skipta við umönnun aldraðra og byggt á niðurstöðum
tveggja nýrra rannsókna sem voru lokaverkefni til
meistaragráðu við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís-
lands. Annars vegar er um að ræða rannsókn Ingi-
bjargar Hjaltadóttur (2001) um lífsgæði á hjúkrunar-
heimilum og hins vegar rannsókn Sigrúnar Gunnars-
dóttur (2000) um líðan starfsmanna á sjúkrahúsum.
Rannsóknirnar voru báðar eigindlegar og byggðu á
viðtölum við þátttakendur auk þátttökuathugana.
Líf á hjúkrunarheimilum einkennist af því að það er
bæði heimili og vinnustaður. Við hugleiðum oft
hvernig öldruðu heimilisfólki líður á hjúkrunarheimil-
inu en hugsum ekki eins til þess hvernig starfsfólkinu
líður. Líðan starfsfólksins hefur áhrif á samskipti þess
við skjólstæðingana og þá umönnun sem það veitir.
Þannig hefur líðan starfsfólks á hjúkrunarheimilum
bein áhrif á líðan aldraðra sem dvelja þar. Áður en vikið
verður að rannsókn Ingibjargar um lífsgæði á hjúkr-
unarheimilum verður fjallað stuttlega um niðurstöður
rannsóknarinnar um líðan starfsmanna á sjúkrahús-
um.
Samskipti á vinnustað og vellíðan
skjólstæðinga
Samskipti á vinnustað eru hugðarefni fræðimanna
og rannsóknir eru margar á þessu sviði. Árið 2000
gerði Sigrún Gunnarsdóttir rannsókn á líðan starfs-
manna á Landspítalanum. Rannsóknin náði til al-
mennra starfsmanna í eldhúsi og þvottahúsi og upp-
lýsingum var aflað með þátttökuathugunum og við-
tölum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í takt við
þekktar kenningar um starfsumhverfi þar sem sam-
skipti og stjórnunarmáti gegna lykilhlutverkum.
Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að þeir starfsmenn sem
njóta styrkingar á vinnustað þ.e. hafa umboð til athafna
eru færari um að styrkja og hvetja skjólstæðinga sína
og auka þannig vellíðan þeirra (Guldvog, 1997, Latter,
1998). Umboð til athafna eða styrking eru dæmi um
þýðingu á enska hugtakinu ,,empowerment“. Þetta hug-
tak hefur verið notað til að skýra það sem fram fer
þegar skjólstæðingar njóta styrkingar og nýta sér
umboð til athafna til að hafa áhrif á eigin líðan. Í þessu
sambandi er t.d. bent á mun þess annars vegar að deila
styrk eða umboði til athafna með skjólstæðingum
sínum og hins vegar því að beita styrknum eða hafa
yfirhöndina í samskiptum við skjólstæðingana (Nut-
beam, 1998). Munurinn getur t.d. falist í umburðar-
Starfsfólk og íbúar
á hjúkrunarheimilum
Ingibjörg Hjaltadóttir
sviðsstjóri hjúkrunar-
öldrunarsviðs
Sigrún Gunnarsdóttir
sviðsstjóri hjúkrunar-
öldrunarsviðs