Öldrun - 01.10.2002, Side 19

Öldrun - 01.10.2002, Side 19
19ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 Vetrarstarfið á Fagbókasafni í öldrunarfræðum áLandakoti er nú hafið. Landslagið í notkun bóka- safna, sérstaklega sérfræðisafna, hefur vissulega breyst með tilkomu víðtæks aðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum, bæði innan spítalanna og á landsvísu. Enn er þó þörf fyrir söfnin og þjónustufúst starfslið til að liðsinna notendum í frumskógi þessa nýja upplýsingaveruleika. Vefurinn hvar.is er vefur Verkefnisstjórnar um aðgang að gagnasöfnum. Þar er landsaðgangur að 31 gagnasafni og rúmlega 7.500 altexta tímaritum auk alfræðisafna og orðabókar. Fólk er hvatt til að skoða vefinn og kanna hvað hann hefur uppá að bjóða. Að leita heimilda í Ageline, Ovid eða PubMed: Ageline er gagnagrunnur AARP, sem eru samtök aldr- aðra í Bandaríkjunum. Öll helstu tímarit á sviði öldrun- arfræða eru skráð í Ageline. Mörg þeirra eru í áskrift á Fagbókasafninu á Landakoti. Aðgangur er að Ageline hjá Ovid, en Ageline er einnig á heimasíðu AARP. Slóðin: http://research.aarp.org/ageline/home.html OVID veitir aðgang að Medline og Ageline (PsychInfo er aðeins aðgengilegt innan LSH). Hægt er að leita í allt að 5 gagnasöfnum í einu. Það getur t.d. verið gagn- legt fyrir þá, sem eru að leita að efni á sviði öldrunar- fræða að leita í Medline og Ageline samtímis. Hægt er að komast í fjölda altexta greina í Ovid, sömuleiðis bækur. Beinn aðgangur: www.hvar.is PubMed er ókeypis aðgangur National Library of Medicine í Bandaríkjunum (www.nlm.nih.gov) að MEDLINE og fleiri gagnasöfnum. Nokkur tímarit gefa kost á ókeypis altexta greinum. Aðgangur að öðrum krefst áskriftar. Slóðin: www.pubmed.gov Enn ein leið að rafrænum tímaritum er t.d.slóðin www.freemedicaljournals.com/ Nokkrar áhugaverðar vefsíður: www.alz.org www.alz.co.uk www.alzheimer.ca www.americangeriatrics.com www.diabetes.org www.hvar.is www.medlineplus.gov www.persona.is Sjáið auk þess grein í Age and Ageing 2002;31:70-74 Dedicated to elderly care: geriatric medicine on the internet. Madan S et al. Vakni spurningar varðandi það, sem hér hefur verið minnst á er velkomið að hringja/koma/senda tölvu- póst á Fagbókasafn í öldrunarfræðum á Landakoti. Safnið er opið 8-16 alla virka daga. Hervör Hólmjárn Sími: 543 1441 yfirbókasafnsfræðingur heh@landspitali.is Frá Fagbókasafni í öldrunarfræðum LSH Landakoti

x

Öldrun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.