Öldrun - 01.05.2004, Qupperneq 15

Öldrun - 01.05.2004, Qupperneq 15
15ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004 www.oldrun.net Algengi þunglyndis hjá sjúklingum með heilabilun Þrátt fyrir að ýmislegt sé óleyst varðandi orsakir þunglyndis hjá sjúklingum með heilabilun er vitað að það er mjög algengt hjá þessum hópi. Margar rann- sóknir hafa skoðað algengi þunglyndis hjá sjúklingum með heilabilun og í þessu sambandi hafa rannsóknir aðallega beinst að Alzheimers-sjúkdómnum þar sem hann er algengasta tegund heilabilunar (55%; Adams, 1996). Mat á algengi þunglyndis hjá Alzheimers- sjúklingum spannar bilið frá 0% (Burns, Jacoby, og Levy, 1990) til 87% (Merriam, Aronson, Gaston, Wey, og Katz, 1988). Þetta breiða bil á algengi stafar af mis- munandi úrtökum, mismunandi aðferðum við að meta þunglyndi og þeim erfiðleikum sem felast í því að meta þunglyndi hjá sjúklingum með heilabilun. Í samantekt á 14 faraldsfræðirannsóknum með tiltölulega stór úrtök og áreiðanlegar greiningar á Alzheimers-sjúkdómi kom í ljós að meðalalgengi á þunglyndi hjá Alzheimers- sjúklingum var 30% (Teri og Wagner, 1992). Á þeim tíma sem rannsóknin fór fram samsvaraði þessi prósentutala 1,3 milljónum Bandaríkjamanna. Í rann- sóknum kemur einnig fram að þunglyndi hjá eldra fólki er mun algengara hjá þeim sem þjást af heilabilun en þeim sem ekki hafa sjúkdóminn. Í Svíþjóð kom til dæmis í ljós þegar mjög stórt úrtak (1.101 einstakl- ingur) af öldruðum var rannsakað að 11,8% af þeim sem þjáðust af heilabilun og 3,9% af þeim sem ekki voru með sjúkdóminn uppfylltu greiningarviðmið fyrir alvarlegt þunglyndi (major depressive disorder) samkvæmt DSM-IV (Forsell og Winblad, 1998). Marktækt hærra algengi á þunglyndi fannst einnig hjá öldruðum með heilabilun en öldruðum án heilabilunar í stórri (1.070 einstaklingar) rannsókn sem gerð var í New York (Devanand o.fl., 1996). Í báðum þessara rannsókna skipti tegund heilabilunar (t.d. Alzheimers-sjúkdómur, æðavitglöp o.fl.) ekki máli hvað varðaði tíðni þung- lyndis. Talað hefur verið um þunglyndi sem kemur í kjölfar heilabilunar sem umfram hömlun (excess disability) vegna þess að hún bætist á þá hömlun sem þegar er til staðar vegna áhrifa heilabilunarinnar. Þunglyndi hefur því alvarleg áhrif á líf þeirra einstaklinga sem eru þegar að kljást við þau erfiðu einkenni sem fylgja því að greinast með heilabilun. Auk þess að hafa í för með sér mikla tilfinningalega vanlíðan virðist þunglyndi hjá sjúklingum með heilabilun hafa áhrif á ýmsa aðra þætti. Sjúklingar með heilabilun og þunglyndi eru til dæmis líklegri til að hafa mun fleiri hegðunarvandamál en þeir heilabilunarsjúklingar sem ekki þjást af þunglyndi (Lyketsos o.fl., 1997). Að sama skapi hafa fundist hjá sjúklingum með heilabilun tengsl á milli þunglyndis og minni getu til að framkvæma athafnir daglegs lífs (ADL; Fitz og Teri, 1994; Frosell og Winblad, 1998) og minni almennra lífsgæða (Gonzales-Salvador o.fl., 2000). Fylgni á milli þunglyndis og eirðarleysis, pirrings, dettni og þvagleka hefur einnig fundist hjá þessum sjúklingahópi (Reifler, Larson og Teri, 1986). Það virðist því vera að þunglyndi hafi mikil og víðfeðm neikvæð áhrif á líf þeirra einstaklinga sem þegar þjást af heilabilun. Lyfjameðferð við þunglyndi Samantekt rannsókna á þessu sviði bendir til þess að það sé hægt að meðhöndla þunglyndi hjá sjúklingum með heilabilun. Meginmeðferðarleiðin er notkun þunglyndislyfja og hefur fjöldi rannsókna verið gerður á gagnsemi þunglyndislyfja í þessu sambandi (t.d. Petraccia, Chemerinski, og Starkstein, 2001; Lyketsos o.fl., 2000). Athuganir hafa verið gerðar á áhrifum bæði þríhringjalyfja (tricyclic anti-depressant) og SSRI-þung- lyndislyfja (selective serotonin reuptake inhibitors). Niðurstöður úr þessum rannsóknum eru vitanlega mis- munandi en í heildina litið virðist vera að þunglyndislyf (þríhringja og SSRI) séu árangursrík meðferð við þung- lyndi hjá sjúklingum með heilabilun. Þessi lyf virðast þó ekki hafa mikil áhrif á að bæta ADL-getu fólks þó að sýnt hafi verið fram á að samband sé á milli ADL-getu og þunglyndis hjá sjúklingum með heilabilun. Það sem einnig kemur fram í mörgum þessara rannsókna eru sterk lyfleysuáhrif (placebo effect) þannig að einungis það að koma á reglulega fundi með læknum og hjúkr- unarfólki, sem er stór þáttur í lyfjarannsóknum, virðist hafa þau áhrif að eitthvað dregur úr þunglyndisein- kennum. Þrátt fyrir viðunandi niðurstöður úr lyfjarannsókn- um eru ýmsir vankantar á því að nota þunglyndislyf fyrir þennan sjúklingahóp. Eldra fólk er mun líklegra en yngra fólk til að hafa ýmsa sjúkdóma og vera þar af leiðandi á mörgum mismunandi lyfjum. Eftir því sem fleiri lyf bætast í hópinn eru meiri líkur á hættulegri samvirkni milli hinna ýmsu lyfja. Eldra fólk vinnur einnig hægar úr lyfjum en yngra fólk og er þess vegna líklegra til að upplifa bráð eiturviðbrögð og óþægilegar hliðarverkanir af þeim lyfjum sem það er að taka. Ein óþægileg hliðarverkun þunglyndislyfja hjá eldra fólki er til dæmis auknar líkur á byltum sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það er því kostur í þessu samhengi ef hægt er að nota meðferð sem ekki krefst lyfja. Slík meðferð getur einnig mögulega unnið með þá þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á þunglyndið og það er mikilvægt þegar álagsþættir eru miklir eins og oft er raunin þegar fólk þjáist af heilabilun og þunglyndi (Teri, Logsdon, Uomoto og McCurry, 1997). Sálfræðimeðferð við þunglyndi Á síðustu 20 árum hefur aukist áhugi á sálfræði- meðferðum fyrir sjúklinga með heilabilun. Margs konar meðferðaleiðir eru í boði en aðeins ein meðferð var sérstaklega hönnuð til að meðhöndla þunglyndi hjá sjúklingum með heilabilun. Þetta meðferðarform var búið til af dr. Linda Teri sem er prófessor í klínískri sálarfræði við The University of Washington Medical School. Meðferðin byggir á hugtökum úr atferlisfræði

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.