Öldrun - 01.05.2004, Side 16

Öldrun - 01.05.2004, Side 16
16 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004 og hefur á ensku verið kölluð „behavior treatment of depression in patients with dementia“ sem má þýða sem atferlismeðferð við þunglyndi hjá sjúklingum með heilabilun. Að baki meðferðinni býr sú kenning að ein- staklingur sem þjáist af heilabilun og þunglyndi sé fastur í neikvæðum vítahring sem lýsir sér í því að minna er um ánægjulegar athafnir (pleasant events) í lífi viðkomandi og meira um neikvæð samskipti við umhverfið. Sem dæmi um þennan vítahring má nefna að einstaklingur með heilabilun getur oft ekki tekið þátt í atburðum sem hann eða hún hafði ánægju af áður. Þetta leiðir til þess að viðkomandi upplifir depurð og vanmáttarkennd sem leiðir svo til minni virkni sem ýtir enn frekar undir meiri depurð og vanmáttarkennd. Það sem ýtir oft enn frekar undir þennan neikvæða víta- hring er að samskipti við nánustu aðstandendur breyt- ast að því leyti að sjúklingur með heilabilun fer að vera í óvirkara hlutverki og getur það ýtt undir vanmáttar- kennd. Með atferlismeðferðinni er reynt að brjóta upp þennan vítahring til að draga úr þunglyndi. Sál- fræðingur vinnur náið með aðstandanda og sjúklingi og unnið er að því í sameiningu að finna ánægjulegar og raunhæfar athafnir sem að sjúklingurinn getur enn tekið þátt í og hefur gaman af að gera. Áherslan í þessari meðferð er að vinna á kerfisbundinn hátt með nánasta aðstandanda sjúklings og þjálfa aðstandandann í því að meta ánægjulegar athafnir í lífi sjúklings og síðan smám saman að auka tíðni þessara athafna. Hluti af meðferðinni er fræðsla fyrir aðstandendur sem beinist að því að tala um eðli beggja sjúkdómanna (heilabilun og þunglyndi) og beina sjónum að því að sjúklingurinn getur ekki framkvæmt marga af þeim hlutum sem hann eða hún hafði áður ánægju af. Því er mikilvægt að sætta sig við þá stöðu og beina kröftum sínum í að finna aðrar athafnir sem geta verið ánægjulegar með það fyrir sjónum að geta sjúklings hefur breyst. Kosturinn við þessa meðferð er að aðstandandi er sá sem útfærir meðferðina með hjálp sálfræðings og upplifir hann eða hún því ákveðna stjórn á aðstæðum. Til að meðferðin beri árangur þarf mikið hugmyndaflug og fólk þarf að vera sveigjanlegt í því að prófa nýja hluti sem stundum bera ekki árangur. Einnig er mikilvægt að vera kerfisbundinn í því hvernig meðferðin er útfærð og þess vegna hjálpar það fólki mjög að hafa samskipti við sérfræðing sem getur aðstoðað við að benda á nýja möguleika. Í meðferðinni felst einnig kennsla fyrir aðstand- endur í að fást við hegðunarvandamál sem koma upp hjá sjúklingum með heilabilun og geta aukið enn frekar á depurð. Hér er áherslan á fræðslu um eðli hegð- unarvandamála. Hegðunin kemur ekki fram í tómarúmi heldur mótast hún bæði af ákveðnum undanfara og af þeim afleiðingum sem hún hefur í för með sér. Þetta einfalda atferlislíkan sem kallast ABC-líkanið er sett upp á eftirfarandi hátt: Antecedents (undanfarar) – Behavior (hegðun) – Consequences (afleiðingar). Að- standendum er kennt að bera kennsl á undanfara og afleiðingar hegðunarvandamála og kenndar eru leiðir til að vinna með og breyta þeim undanförum og af- leiðingum sem leiða til hegðunar sem er óþægileg bæði fyrir sjúkling og aðstandendur. Þó að ABC-líkanið sé tiltölulega einfalt og auðskilið þarf töluverða þjálfun til þess að öðlast færni í að beita því á árangursríkan hátt. Líkanið hefur verið notað til fjölda ára fyrir aðra sjúklingahópa eins og einhverf börn og börn með athyglisbrest og ofvirkni. Kostir þessa meðferðarforms felast meðal annars í því að það getur verið árangursríkt fyrir sjúklinga sem þjást af mjög mikilli vitrænni skerðingu og þess vegna ætti það að nýtast vel fyrir einstaklinga með heilabilun. Til að meta árangur atferlismeðferðar til að draga úr þunglyndi hjá sjúklingum með heilabilun var fram- kvæmd viðamikil rannsókn á báðum þeim meðferðar- formum sem nefnd voru hér að framan (Teri o.fl., 1997). Unnið var með aðstandendum sjúklinga með heilabilun og þunglyndi og var meðferðarhópurinn bor- inn saman við tvo samanburðarhópa, sjúklinga sem fengu „almennan stuðning“ frá fagaðilum (þ.e. ráðlegg- ingar og stuðning, en ekki atferlismeðferð) og sjúklinga sem voru á biðlista eftir að komast í meðferð. Meðferð stóð í níu vikur og hittu aðstandendur og sjúklingar sálfræðing einu sinni í viku, klukkustund í senn. Niður- stöður leiddu í ljós marktæka minnkun á þunglyndi hjá meðferðarhópnum en þunglyndiseinkenni stóðu í stað hjá báðum samanburðarhópunum. Framhaldsrannsókn var gerð 6 mánuðum seinna og þá kom í ljós að 69% sjúklinganna viðhélt breytingunum eða hafði batnað enn frekar. Það sem kom einnig í ljós í þessari rannsókn var marktæk lækkun þunglyndiseinkenna hjá þeim að- standendum sem tóku þátt í atferlismeðferðinni. Þetta eru mikilvægar niðurstöður því að algengi þunglyndis hjá aðstandendum sjúklinga með heilabilun er mjög hátt (Gonzales-Salvador, Aragano, Lyketsos og Barba, 1999; Reese, Gross, Smalley og Messer, 1994) og rann- sóknir á þunglyndislyfjum fyrir þennan sjúklingahóp hafa ekki sýnt fram á minnkun þunglyndis hjá að- standendum (Pfeiffer o.fl., 1997). Það er líklegt að aukin stjórn á erfiðum aðstæðum sem aðstandendur öðlast með því að læra atferlistækni sé lykillinn að bættri líðan þeirra. Til að sýna enn betur fram á árangur atferlis- meðferðar við meðhöndlun þunglyndis hjá fólki sem þjáist af heilabilun þarf frekari rannsóknir. Til dæmis væri mjög mikilvægt að bera þetta meðferðarform saman við lyfjameðferð. Það sem hins vegar hefur verið sýnt fram á er að atferlismeðferð er tæki sem getur reynst mjög vel við að draga úr þunglyndi hjá fólki, sem er þegar að kljást við öll hin erfiðu einkenni sem koma fram við heilabilun og einnig dregur meðferðin úr þunglyndi aðstandenda þessa sjúklingahóps. Því er ljóst að meðferðin er eitt skref í þá átt að bæta lífsgæði fólks sem fær það erfiða hlutverk að kljást við sjúkdóminn heilabilun.

x

Öldrun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.