Öldrun - 01.05.2004, Side 18

Öldrun - 01.05.2004, Side 18
18 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004 Íslenskur ritháttur margra orða af erlendum upprunaá sviði heilbrigðisvísinda er mjög á reiki. Við yfir- lestur á greinum fyrir Öldrun hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að samræma rithátt þessara orða. Sem dæmi má nefna: Alzheimer’s Disease og Parkinson’s Disease, sem nú eru rituð á íslensku á marga mis- munandi vegu t.d. Alzheimer sjúkdómur Alzheimers sjúkdómur Alzheimersjúkdómur Alzheimerssjúkdómur Alzheimer-sjúkdómur Alzheimers-sjúkdómur og Parkinson veiki/sjúkdómur Parkinsons veiki Parkinsonveiki Parkinsonsveiki Parkinson-veiki Parkinsons-veiki Því hefur blaðið leitað álits Kára Kaaber hjá Íslenskri málstöð og Guðrúnar Kvaran, forstöðumanns Orðabókar H.Í. um þessi mál. Þau eru sammála um að fara skuli að rithætti Íðorðasafns lækna, en þar eru þessi orð rituð svona: Alzheimers-sjúkdómur Parkinsons-veiki Rökin eru þau að þegar fyrri hluti orðs er af erlendum stofni, og hann samræmist ekki íslenskri ritvenju, er oft notað bandstrik. Sama gildir um orð eins og RAI-mat, það er einnig ritað með bandstriki. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að við flutning fyrirlestra, ritun greina o.s.frv. verði fylgt rithætti Íð- orðasafns lækna, en það er eitt af orðasöfnum Orða- banka Íslenskrar málstöðvar (www.ismal.hi.is/ob/) og er einnig til í prentaðri útgáfu. Fáist þar ekki full- nægjandi svör má leita til Kára Kaaber hjá Íslenskri málstöð, en hann er mjög hjálplegur og leysir hvers manns vanda fljótt og vel. Netfang hans er: kari@ismal.hi.is og síminn er 552 8530 og 525 4443. Um rithátt Hervör Hólmjárn prófarkalesari Öldrunar

x

Öldrun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.