Öldrun - 01.05.2004, Side 24

Öldrun - 01.05.2004, Side 24
24 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 1. tbl. 2004 Geðheilsa eldri landsmanna – lyf eru ekki lausn við leiða, var yfirskrift þemamánaðar Geðræktar í september á síðasta ári. Geðrækt (www.ged.is) er samstarfsverkefni Landlæknis- embættisins, geðsviðs LSH og Heilsugæslunnar. Meðal markmiða Geðræktar er að efla umræðu um geðheilsu landsmanna, auka forvarnir og fræðslu um geðsjúkdóma og geðheilbrigði, draga úr fordómum og bæta líðan almennings. Geðrækt hefur unnið að ýmsum verkefnum tengdum ákveðnum aldursflokkum og að þessu sinni var komið að eldri borgurum. Geðrækt fékk ýmsa aðila sem vinna að málefnumeldri borgara til liðs við sig eins og Félag eldri borgara í Reykjavík, Félagsþjónustuna, Félagsstarf Gerðubergs, Geðhjálp, Landlæknisembættið, Lands- samband eldri borgara, Rauða kross Íslands, Trygg- ingastofnun, Þjóðkirkjuna, öldrunarsvið LSH og Öldr- unarráð Íslands. Unnið var eftir leiðbeiningum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) þar sem rík áhersla var lögð á að opna umræðuna um geðheilsu eldra fólks og hvernig megi bæta hana. Hvað ógnar helst geðheilsu eldri landsmanna? Að komast á efri ár veldur ákveðnu álagi. Það eru mikil viðbrigði að hætta að vinna og að þurfa að finna sér nýtt hlutverk. Sumir hafa helgað líf sitt uppeldi barna og þegar því er lokið er eins og tilgangur lífsins verði óskýr. Það er þá mikilvægt að finna lífi sínu nýjan tilgang og að iðjuleysið nái ekki yfirhöndinni. Sumir fá sér léttari vinnu, fara í sjálfboðastörf eða njóta þess að geta stundað áhugamálin af fullum krafti. Það skiptir einnig miklu máli að halda lífsgleðinni og gleyma ekki að gleðjast yfir því góða sem lífið býður upp á. Húmor- inn hjálpar líka mikið til við að halda geðheilsunni í lagi. Geðheilsa eldri landsmanna – lyf eru ekki lausn við leiða Dóra Guðrún Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Geðræktar

x

Öldrun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.